Afbrotavarnir í þágu öruggs samfélags Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 31. október 2023 07:32 Skýrar vísbendingar hafa komið fram á síðustu árum um að umfang og eðli skipulagðrar brotastarfsemi hafi tekið verulegum breytingum hér á landi til hins verra. Hópar innlendra jafnt sem erlendra aðila hafa það að atvinnu að fremja fjölda afbrota með skipulegum hætti, þar á meðal alvarleg ofbeldisbrot, þjófnað, fjársvik, fíkniefnabrot og peningaþvætti. Þetta er verulegt áhyggjuefni. Nauðsynlegt er að mæta þessari stöðu með markvissum aðgerðum til að varna afbrotum enda eru afbrotavarnir grundvallaratriði í því að halda uppi allsherjarreglu og lögum í landinu. Til þess að byggja öruggara og traustara samfélag er vitundarvakning almennings um afbrotavarnir nauðsynleg. Í því felst ekki síst að ræða og skilja í hverju afbrotavarnir felast. Afbrotavarnir eru ekki ein einstök aðgerð heldur samsafn mismunandi aðgerða sem hafa það markmið að sporna gegn afbrotum. Forvarnir og fræðsla eru hornsteinar áhrifaríkra afbrotavarna auk snemmtæks stuðnings við aðila sem höllum fæti standa í okkar samfélagi. Þá er mikilvægt að löggæsla í nærsamfélögum sé góð og að eftirlits- og fullnustukerfi okkar séu skilvirk, þar sem tryggð er skýr eftirfylgni með afbrotum. Löggæsla nær samfélaginu Aukin áhersla hefur verið lögð á að styrkja tengsl lögreglu og nærsamfélaga, meðal annars með því að koma á fót samfélagslöggæslu. Með samfélagslögreglumönnum er löggæslan færð nær samfélaginu og sköpuð sterkari tengsl. Með uppbyggingu á svæðisbundnu samráði vegna afbrotavarna fá lögreglan og hennar helstu samstarfsaðilar innsýn í áskoranir hvers svæðis. Með reglulegum samráðsfundum, nágrannavörslu, foreldrarölti, gagnkvæmum heimsóknum og sameiginlegum viðburðum byggist upp traust, opnari samskipti og skilningur á sameiginlegri ábyrgð á afbrotavörnum. Hluti af auknu fjármagni til löggæslu hefur verið eyrnamerktur eflingu samfélagslöggæslu og unnið er að því að efla svæðisbundið samstarf á landsvísu með helstu lykilaðilum og lögreglu. Brýnar breytingar á lögreglulögum Breytt afbrotamynstur, fjölgun stafrænna brota og afbrotamenn sem virða engin landamæri krefjast þess að lögreglan hafi skýrar heimildir til afbrotavarna svo unnt sé að bregðast við þessari þróun. Afbrotavarnir lögregluyfirvalda felast ekki síst í greiningu gagna sem hjálpar lögreglunni að meta m.a. hver er þróun afbrota, að greina „heita reiti“ og sjá mögulegan vanda í uppsiglingu. Þar með getur lögreglan gripið fyrr inn í atburðarrás og fyrirbyggt að framin séu alvarleg afbrot. Það er því mikilvægur liður í afbrotavörnum að efla aðgerðarheimildir lögreglunnar til að nýta þær upplýsingar sem hún býr yfir og aflar til greiningar með frumkvæðisvinnu. Þegar litið er til nágrannaríkja okkar höfum við, því miður, veitt lögreglunni hér á landi mun takmarkaðri heimildir til að varna afbrotum að þessu leyti. Úr því verður að bæta. Af þeirri ástæðu er brýnt að gera breytingar á lögreglulögum með það að markmiði að skýra heimildir lögreglu til að grípa til aðgerða í þágu afbrotavarna, einkum til að sporna gegn skipulagðri brotastarfsemi og koma í veg fyrir afbrot eða athafnir sem raskað geta öryggi borgaranna og ríkisins. Frumvarp liggur nú í Samráðsgátt þess efnis en um er að ræða endurflutt frumvarp sem tók töluverðum breytingum undir meðförum þingsins á síðasta löggjafarþingi. Frumvarpið, auk annarra aðgerða, er liður í því að styrkja afbrotavarnir íslensks samfélags. Með því er unnið að því að fyrirbyggja afbrot og stuðla að auknu almannaöryggi og velferð allra. Það er nauðsynlegt skref að stíga. Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Lögreglumál Efnahagsbrot Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Skýrar vísbendingar hafa komið fram á síðustu árum um að umfang og eðli skipulagðrar brotastarfsemi hafi tekið verulegum breytingum hér á landi til hins verra. Hópar innlendra jafnt sem erlendra aðila hafa það að atvinnu að fremja fjölda afbrota með skipulegum hætti, þar á meðal alvarleg ofbeldisbrot, þjófnað, fjársvik, fíkniefnabrot og peningaþvætti. Þetta er verulegt áhyggjuefni. Nauðsynlegt er að mæta þessari stöðu með markvissum aðgerðum til að varna afbrotum enda eru afbrotavarnir grundvallaratriði í því að halda uppi allsherjarreglu og lögum í landinu. Til þess að byggja öruggara og traustara samfélag er vitundarvakning almennings um afbrotavarnir nauðsynleg. Í því felst ekki síst að ræða og skilja í hverju afbrotavarnir felast. Afbrotavarnir eru ekki ein einstök aðgerð heldur samsafn mismunandi aðgerða sem hafa það markmið að sporna gegn afbrotum. Forvarnir og fræðsla eru hornsteinar áhrifaríkra afbrotavarna auk snemmtæks stuðnings við aðila sem höllum fæti standa í okkar samfélagi. Þá er mikilvægt að löggæsla í nærsamfélögum sé góð og að eftirlits- og fullnustukerfi okkar séu skilvirk, þar sem tryggð er skýr eftirfylgni með afbrotum. Löggæsla nær samfélaginu Aukin áhersla hefur verið lögð á að styrkja tengsl lögreglu og nærsamfélaga, meðal annars með því að koma á fót samfélagslöggæslu. Með samfélagslögreglumönnum er löggæslan færð nær samfélaginu og sköpuð sterkari tengsl. Með uppbyggingu á svæðisbundnu samráði vegna afbrotavarna fá lögreglan og hennar helstu samstarfsaðilar innsýn í áskoranir hvers svæðis. Með reglulegum samráðsfundum, nágrannavörslu, foreldrarölti, gagnkvæmum heimsóknum og sameiginlegum viðburðum byggist upp traust, opnari samskipti og skilningur á sameiginlegri ábyrgð á afbrotavörnum. Hluti af auknu fjármagni til löggæslu hefur verið eyrnamerktur eflingu samfélagslöggæslu og unnið er að því að efla svæðisbundið samstarf á landsvísu með helstu lykilaðilum og lögreglu. Brýnar breytingar á lögreglulögum Breytt afbrotamynstur, fjölgun stafrænna brota og afbrotamenn sem virða engin landamæri krefjast þess að lögreglan hafi skýrar heimildir til afbrotavarna svo unnt sé að bregðast við þessari þróun. Afbrotavarnir lögregluyfirvalda felast ekki síst í greiningu gagna sem hjálpar lögreglunni að meta m.a. hver er þróun afbrota, að greina „heita reiti“ og sjá mögulegan vanda í uppsiglingu. Þar með getur lögreglan gripið fyrr inn í atburðarrás og fyrirbyggt að framin séu alvarleg afbrot. Það er því mikilvægur liður í afbrotavörnum að efla aðgerðarheimildir lögreglunnar til að nýta þær upplýsingar sem hún býr yfir og aflar til greiningar með frumkvæðisvinnu. Þegar litið er til nágrannaríkja okkar höfum við, því miður, veitt lögreglunni hér á landi mun takmarkaðri heimildir til að varna afbrotum að þessu leyti. Úr því verður að bæta. Af þeirri ástæðu er brýnt að gera breytingar á lögreglulögum með það að markmiði að skýra heimildir lögreglu til að grípa til aðgerða í þágu afbrotavarna, einkum til að sporna gegn skipulagðri brotastarfsemi og koma í veg fyrir afbrot eða athafnir sem raskað geta öryggi borgaranna og ríkisins. Frumvarp liggur nú í Samráðsgátt þess efnis en um er að ræða endurflutt frumvarp sem tók töluverðum breytingum undir meðförum þingsins á síðasta löggjafarþingi. Frumvarpið, auk annarra aðgerða, er liður í því að styrkja afbrotavarnir íslensks samfélags. Með því er unnið að því að fyrirbyggja afbrot og stuðla að auknu almannaöryggi og velferð allra. Það er nauðsynlegt skref að stíga. Höfundur er dómsmálaráðherra.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun