Gerðu árásir á 600 skotmörk á síðustu 24 klukkustundum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. október 2023 06:48 Menn syrgja látið barn við líkhús í Khan Younis. AP/Fatima Shbair Ísraelsher segist hafa gert árásir á um 600 skotmörk á síðustu 24 klukkustundum, meðal annars í nágrenni við Al-Azhar háskólanum sem stendur nærri miðborg Gasa borgar. Að sögn talsmanna hersins voru vopnageymslur, felustaðir og fundarstaðir Hamas meðal skotmarka. Ísraelar virðast einnig hafa gert árásir á skotmörk í Sýrlandi og Líbanon um helgina auk þess sem fregnir hafa borist af tveimur aðgerðum í Jenin-flóttamannabúðunum á Vesturbakkanum. Tveir Palestínumenn eru sagðir hafa látist. Frásögnum af aðgerðunum ber ekki saman en samkvæmt palestínska ríkismiðlinum WAFA var um 100 brynvörðum farartækjum ekið inn í búðirnar. Þá segir Al Jazeera að Ísraelher hafi neytt fjölskyldur til að rýma fjölbýlishús í Jenin og tekið af rafmagnið. Vatnsskortur hefur neytt íbúa Gasa til að þvo föt sín og eldhústól í sjónum.AP/Mohammed Dahman Jerusalem Post segir að komið hafi til átaka á milli Ísraelshers og „palestínskra hryðjuverkamanna“ en herinn hefur ekki tjáð sig um aðgerðir á Vesturbakkanum. Reuters hefur eftir íbúum í norðurhluta Gasa að merkjanleg aukning hafi orðið á loftárásum og öðrum sprengingum í morgun. Árásirnar eru sagðar hafa hæft skotmörk nærri Shifa og Al-Quds sjúkrahúsunum. Þá segir að komið hafi til átaka milli hersveita Ísrael og palestínskra bardagamanna austur af borginni Khan Younis. Fregnirnar eru hafðar eftir palestínskum heimildum. Samkvæmt Reuters hafa hvorki Hamas né Ísraelsher tjáð sig um átökin. Þúsundir stuðningsmanna trúarlega stjórnmálaflokksins Jamat-e-Islami tóku þátt í mótmælum gegn aðgerðum Ísraelshers í Islamabad í Pakistan.AP/W.K. Yousafizai Sameinuðu þjóðirnar segja 33 flutningabifreiðum til viðbótar hafa verið hleypt inn á Gasa með hjálpargögn, þar á meðal mat- og hreinlætisvörur. Um fimmtán bifreiðar eru sagðar hafa flutt heilbrigðisgögn. Um 117 eða 118 flutningabifreiðar alls hafa farið yfir landamærin en þar af fluttu að minnsta kosti 70 heilbrigðisgögn og þrettán vatn og hreinlætisvörur. Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi við Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og Abdel Fattah al-Sisi, forseta Egyptalands, í gær. Er hann sagður hafa ítrekað þá afstöðu Bandaríkjanna að Ísraelar hefðu fullan rétt að verja sig en að það þyrfti að gera þannig að aðgerðir beindust ekki að almennum borgurum. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Hernaður Palestína Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Að sögn talsmanna hersins voru vopnageymslur, felustaðir og fundarstaðir Hamas meðal skotmarka. Ísraelar virðast einnig hafa gert árásir á skotmörk í Sýrlandi og Líbanon um helgina auk þess sem fregnir hafa borist af tveimur aðgerðum í Jenin-flóttamannabúðunum á Vesturbakkanum. Tveir Palestínumenn eru sagðir hafa látist. Frásögnum af aðgerðunum ber ekki saman en samkvæmt palestínska ríkismiðlinum WAFA var um 100 brynvörðum farartækjum ekið inn í búðirnar. Þá segir Al Jazeera að Ísraelher hafi neytt fjölskyldur til að rýma fjölbýlishús í Jenin og tekið af rafmagnið. Vatnsskortur hefur neytt íbúa Gasa til að þvo föt sín og eldhústól í sjónum.AP/Mohammed Dahman Jerusalem Post segir að komið hafi til átaka á milli Ísraelshers og „palestínskra hryðjuverkamanna“ en herinn hefur ekki tjáð sig um aðgerðir á Vesturbakkanum. Reuters hefur eftir íbúum í norðurhluta Gasa að merkjanleg aukning hafi orðið á loftárásum og öðrum sprengingum í morgun. Árásirnar eru sagðar hafa hæft skotmörk nærri Shifa og Al-Quds sjúkrahúsunum. Þá segir að komið hafi til átaka milli hersveita Ísrael og palestínskra bardagamanna austur af borginni Khan Younis. Fregnirnar eru hafðar eftir palestínskum heimildum. Samkvæmt Reuters hafa hvorki Hamas né Ísraelsher tjáð sig um átökin. Þúsundir stuðningsmanna trúarlega stjórnmálaflokksins Jamat-e-Islami tóku þátt í mótmælum gegn aðgerðum Ísraelshers í Islamabad í Pakistan.AP/W.K. Yousafizai Sameinuðu þjóðirnar segja 33 flutningabifreiðum til viðbótar hafa verið hleypt inn á Gasa með hjálpargögn, þar á meðal mat- og hreinlætisvörur. Um fimmtán bifreiðar eru sagðar hafa flutt heilbrigðisgögn. Um 117 eða 118 flutningabifreiðar alls hafa farið yfir landamærin en þar af fluttu að minnsta kosti 70 heilbrigðisgögn og þrettán vatn og hreinlætisvörur. Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi við Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og Abdel Fattah al-Sisi, forseta Egyptalands, í gær. Er hann sagður hafa ítrekað þá afstöðu Bandaríkjanna að Ísraelar hefðu fullan rétt að verja sig en að það þyrfti að gera þannig að aðgerðir beindust ekki að almennum borgurum.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Hernaður Palestína Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira