Félagið Ísland Palestína stóð fyrir viðburðinum en samkvæmt tilkynningu frá samtökunum segir að hátt í tvö þúsund manns hafi mætt í kertafleytinguna. Sigurður Skúlason leikari flutti tvö ljóð og eins og fyrr segir voru upp nöfn barna sem látið hafa lífið á Gasa síðustu vikur lesin upp.
Upplesturinn stóð í hálfa klukkustund og var þá aðeins búið að lesa upp nöfn örfárra barna af þeim 3.300 börnum sem hafa verið myrt, eins og segir í tilkynningunni.

