Flóttamannastraumur vekur harðar deilur Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 29. október 2023 17:01 Hópur flóttamanna kemur á land á eyjunni Fuerteventura eftir að hafa verið bjargað úr báti á hafi úti. Að meðaltali koma 100 börn á dag til Kanaríeyja í hópi flóttamannanna. Getty Images Um 10.000 flóttamenn hafa komið til Kanaríeyja í þessum mánuði og hefur straumur þeirra sjaldan verið eins mikill. Stjórnvöld ráðgera að dreifa fólkinu um Spán við mikla andstöðu hægri flokkanna sem fyrir vikið eru sakaðir um lóðbeint kynþáttahatur. Hundruð flóttamanna koma frá Afríku til Kanaríeyja dag hvern um þessar mundir á yfirfullum skektum og gúmmíbátum svo illa búnum til siglinga að menn geta rétt gert sér í hugarlund hversu margir ná aldrei á áfangastað og hvíla nú á hafsbotni. Stjórnvöld eru örmagna Stjórnvöld á Kanaríeyjum eru nánast örmagna, segjast engan veginn ráða við vandann, enda sé vandinn ekki bara þeirra, hann sé líka vandamál spænskra stjórnvalda og í raun vandi allrar Evrópu. Kanaríeyjar séu í raun bara forstofan, þetta sé einungis fyrsti viðkomustaður þessa fólks í leit sinni að mannsæmandi lífi. Flóttamenn koma að landi á Tenerife á Kanaríeyjum.Andreas Jütte/Getty Images) Þúsundir flóttamanna fluttar upp á meginlandið Spænsk stjórnvöld gripu til þess ráðs í vikunni að flytja nokkur þúsund flóttamenn frá Kanaríeyjum upp á meginlandið; til Granada, Málaga, Madrid, Cartagena og fleiri borga. Þau ráðgera að flytja um 6.000 manns upp á meginlandið á næstu dögum. Stjórnarandstaðan hefur brugðist hart við, Isabel Ayuso, forseti Madrid og einn af leiðtogum Lýðflokksins, segir að hér sé um hreina og klára innrás að ræða, það sé verið að planta óvelkomnum kippum af fólki um allt landið. Alberto Núñez Feijóo, forseti Lýðflokksins, segir aðgerðir stjórnvalda handahófskenndar; fólkið sé sent hingað og þangað um Spán þar sem það sé nánast skilið eftir umkomulaust á strætisvagnastöðvum. Santiago Abascal, leiðtogi öfgahægriflokksins VOX hefur krafist þess að herinn verði kallaður til og sjái hreinlega til þess að þetta fólk nái aldrei landi og verði gert afturreka til Afríku. Sakar stjórnarandstöðuna um kynþáttahatur José Luis Escrivá, aðlögunar- og innflytjendaráðherra Spánar, sakar stjórnarandstöðuna um tækifærismennsku og kynþáttahatur sem ætlað sé að kynda undir hatur og óvild í garð flóttafólksins. Hann bendir á að fyrir tveimur árum hafi Spánn tekið á móti tæplega 200.000 flóttamönnum frá Úkraínu. Þeim hafi verið dreift um allan Spán, enginn hafi mótmælt þeim mikla fjölda og að það hafi gengið ljómandi vel fyrir sig. Spánn Flóttamenn Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Fleiri fréttir Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Sjá meira
Hundruð flóttamanna koma frá Afríku til Kanaríeyja dag hvern um þessar mundir á yfirfullum skektum og gúmmíbátum svo illa búnum til siglinga að menn geta rétt gert sér í hugarlund hversu margir ná aldrei á áfangastað og hvíla nú á hafsbotni. Stjórnvöld eru örmagna Stjórnvöld á Kanaríeyjum eru nánast örmagna, segjast engan veginn ráða við vandann, enda sé vandinn ekki bara þeirra, hann sé líka vandamál spænskra stjórnvalda og í raun vandi allrar Evrópu. Kanaríeyjar séu í raun bara forstofan, þetta sé einungis fyrsti viðkomustaður þessa fólks í leit sinni að mannsæmandi lífi. Flóttamenn koma að landi á Tenerife á Kanaríeyjum.Andreas Jütte/Getty Images) Þúsundir flóttamanna fluttar upp á meginlandið Spænsk stjórnvöld gripu til þess ráðs í vikunni að flytja nokkur þúsund flóttamenn frá Kanaríeyjum upp á meginlandið; til Granada, Málaga, Madrid, Cartagena og fleiri borga. Þau ráðgera að flytja um 6.000 manns upp á meginlandið á næstu dögum. Stjórnarandstaðan hefur brugðist hart við, Isabel Ayuso, forseti Madrid og einn af leiðtogum Lýðflokksins, segir að hér sé um hreina og klára innrás að ræða, það sé verið að planta óvelkomnum kippum af fólki um allt landið. Alberto Núñez Feijóo, forseti Lýðflokksins, segir aðgerðir stjórnvalda handahófskenndar; fólkið sé sent hingað og þangað um Spán þar sem það sé nánast skilið eftir umkomulaust á strætisvagnastöðvum. Santiago Abascal, leiðtogi öfgahægriflokksins VOX hefur krafist þess að herinn verði kallaður til og sjái hreinlega til þess að þetta fólk nái aldrei landi og verði gert afturreka til Afríku. Sakar stjórnarandstöðuna um kynþáttahatur José Luis Escrivá, aðlögunar- og innflytjendaráðherra Spánar, sakar stjórnarandstöðuna um tækifærismennsku og kynþáttahatur sem ætlað sé að kynda undir hatur og óvild í garð flóttafólksins. Hann bendir á að fyrir tveimur árum hafi Spánn tekið á móti tæplega 200.000 flóttamönnum frá Úkraínu. Þeim hafi verið dreift um allan Spán, enginn hafi mótmælt þeim mikla fjölda og að það hafi gengið ljómandi vel fyrir sig.
Spánn Flóttamenn Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Fleiri fréttir Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent