Íshokkíleikmaður lést eftir að hafa skorist á hálsi með skauta Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. október 2023 10:43 Adam Jonson var 29 ára gamall þegar hann lést eftir að hafa skorist á hálsi í leik með Nottingham Panthers. Vísir/Getty Adam Johnson, leikmaður breska íshokkíliðsins Nottingham Panthers, er látinn eftir að hafa skorist alvarlega á hálsi í leik liðsins í Challenge Cup í gær, laugardag. Leikur Nottingham Panthers og Sheffiled Steelers var stöðvaður á 35. mínútu á meðan hinn 29 ára gamli Adam Johnson fékk aðhlynningu frá sjúkraliðum á ísnum. Nottingham Panthers sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem kemur fram að liðið sé harmi slegið eftir fregnirnar af því að Bandaríkjamaðurinn Adam Johnson hafi látist í þessu hörmulega slysi. The Nottingham Panthers are truly devastated to announce that Adam Johnson has tragically passed away following a freak accident at the game in Sheffield last night. pic.twitter.com/lhSOkDu03Q— The Nottingham Panthers (@PanthersIHC) October 29, 2023 „Allir hjá Nottingham Panthers eru miður sín yfir því að tilkynna að Adam Johnson hafi látist eftir hræðilegt slys í leiknum í Sheffield í gærkvöldi,“ segir í tilkynningu Nottingham Panthers. „Panthers vilja senda fjölskyldu, kærustu og öllum vinum Johnson okkar dýpstu samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum.“ „Adam, sem lék í treyju númer 47 fyrir okkur, var ekki aðeins frábær íshokkíleikmaður, heldur einnig frábær liðsmaður og mögnuð persóna sem átti allt lífið framundan.“ „Leikmenn, starfsfólk, þjálfarateymi, eigendur og allir hjá félaginu eru miður sín yfir fréttum af andláti Adams.“ Í kjölfar fregnanna af andláti Adams Johnson sendi EIHL, íshokkídeildin í Bretlandi, frá sér yfirlýsingu þar sem tilkynnt var um að öllum leikjum dagsins í dag hafi verið frestað í ljósi þessara hræðilegu frétta. Íshokkí Andlát Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Leikur Nottingham Panthers og Sheffiled Steelers var stöðvaður á 35. mínútu á meðan hinn 29 ára gamli Adam Johnson fékk aðhlynningu frá sjúkraliðum á ísnum. Nottingham Panthers sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem kemur fram að liðið sé harmi slegið eftir fregnirnar af því að Bandaríkjamaðurinn Adam Johnson hafi látist í þessu hörmulega slysi. The Nottingham Panthers are truly devastated to announce that Adam Johnson has tragically passed away following a freak accident at the game in Sheffield last night. pic.twitter.com/lhSOkDu03Q— The Nottingham Panthers (@PanthersIHC) October 29, 2023 „Allir hjá Nottingham Panthers eru miður sín yfir því að tilkynna að Adam Johnson hafi látist eftir hræðilegt slys í leiknum í Sheffield í gærkvöldi,“ segir í tilkynningu Nottingham Panthers. „Panthers vilja senda fjölskyldu, kærustu og öllum vinum Johnson okkar dýpstu samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum.“ „Adam, sem lék í treyju númer 47 fyrir okkur, var ekki aðeins frábær íshokkíleikmaður, heldur einnig frábær liðsmaður og mögnuð persóna sem átti allt lífið framundan.“ „Leikmenn, starfsfólk, þjálfarateymi, eigendur og allir hjá félaginu eru miður sín yfir fréttum af andláti Adams.“ Í kjölfar fregnanna af andláti Adams Johnson sendi EIHL, íshokkídeildin í Bretlandi, frá sér yfirlýsingu þar sem tilkynnt var um að öllum leikjum dagsins í dag hafi verið frestað í ljósi þessara hræðilegu frétta.
Íshokkí Andlát Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum