Krefjast svara um eftirlit og viðurlög vegna vildarpunktanotkunar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. október 2023 10:20 Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann segir félagið vita mörg dæmi þess að ríkisstarfsmenn hafi nýtt vildarpunkta í eigin þágu. Vísir/Vilhelm Félag atvinnurekenda hefur óskað eftir svörum frá fjármálaráðherra um það hvernig eftirliti með ráðstöfun vildarkjara vegna greiðslu farmiða fyrir ríkisstarfsmenn er háttað og hver viðurlögin séu ef starfsmaður verður uppvís að því að nota vildarpunkta í eigin þágu. Forsaga málsins er sú að FA ritaði forseta Alþingis og fjármálaráðherra erindi á dögunum þar sem athygli var vakin á því að það væri ekki aðeins sjálfsögð krafa að þingið og aðrar ríkisstofnanir veldu alltaf hagkvæmasta kostinn þegar flug væri valið fyrir starfsmenn, heldur væri hreinlega ólöglegt að þingmenn og aðrir ríkisstarfsmenn þáðu vildarpunkta fyrir að beina viðskiptum sínum til Icelandair eða annarra félaga sem byðu upp á vildarkjör. „Að þiggja þannig persónuleg fríðindi vegna ferða sem skattgreiðendur kosta, heitir spilling og lög og siðareglur eiga að hindra slíkt,“ sagði í erindi FA en tilefnið var grein Söru Lindar Guðbergsdóttur, forstjóra Ríkiskaupa, þar sem hún greindi frá því að rammasamningur um flugfargjöld ríkisstarfsmanna væri til endurskoðunar. Í fyrirspurn sinn til fjármálaráðherra segir að í kjölfar þess að félagið sendi erindi á ráðherra og forseta Alþingis hafi athygli þess verið vakin á því að um þetta giltu reglur, gefnar út af ráðherra 1. október 2020. Þar segir í 9. grein: „Fríðindi og hvers kyns vildarkjör sem aflað er við greiðslu á farmiða skulu eingöngu koma þeim ríkisaðila sem greiðir farmiðann til góða.“ „FA hefur upplýsingar um mörg tilvik þar sem starfsmenn ríkisins fá vildarpunkta vegna flugferða sem greiddar eru af skattgreiðendum og nota þá í persónulega þágu, þrátt fyrir ákvæði reglnanna,“ segir hins vegar í fyrirspurn FA. Viðskiptin í engu samræmi við framboð flugfélaganna Í fyrrnefndri grein forstjóra Ríkiskaupa sagði meðal annars að veiting vildarpunkta kynni að skapa „freistnivanda“ hjá starfsfólki þegar það væri að bóka flug. Þannig gæti verið freistandi að bóka heldur flug hjá félagi sem veitti vildarpunkta heldur en hjá félaginu með bestu kjörin. Umræðan er ekki ný af nálinni og nær allt aftur til 2012, þegar Iceland Express kærði útboð um rammasamning um flug ríkisstarfsmanna til Kærunefndar útboðsmála. Félagið sagði kjör Icelandair langtum lakari og að verið væri að bera fé á opinbera starfsmenn með vildarkerfinu. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, sagði í viðtali við Vísi í mars síðastliðnum að ekkert samræmi væri milli framboðs flugfélaganna og viðskipta ríkisstarfsmanna við flugfélögin. Það væri fráleitt að ekkert hefði gerst í málinu síðustu ár. „Þessi viðskipti eru boðin út og það er rammasamningur í gildi um afsláttakjör ríkisstarfsmanna. Sá samningur er bæði við Icelandair og Play. Tölurnar um ferðalög þingmanna sýna mjög vel að viðskiptin eru ekki í neinu samræmi við framboð á flugferðum hjá þessum tveimur flugfélögum. Ríkisstarfsmönnum og -stofnunum ber skylda til þess að þegar verið er að versla samkvæmt rammasamningum að taka ódýrasta kostinn,“ sagði Ólafur. Sagði hann nærtækast að hin margumræddu vildarkjör væru einfaldlega hlut af þeim afsláttarkjörum sem samið væri um í rammasamningi en þannig yrði freistnivandinn úr sögunni. Fréttir af flugi Neytendur Samkeppnismál Rekstur hins opinbera Icelandair Play Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Sjá meira
Forsaga málsins er sú að FA ritaði forseta Alþingis og fjármálaráðherra erindi á dögunum þar sem athygli var vakin á því að það væri ekki aðeins sjálfsögð krafa að þingið og aðrar ríkisstofnanir veldu alltaf hagkvæmasta kostinn þegar flug væri valið fyrir starfsmenn, heldur væri hreinlega ólöglegt að þingmenn og aðrir ríkisstarfsmenn þáðu vildarpunkta fyrir að beina viðskiptum sínum til Icelandair eða annarra félaga sem byðu upp á vildarkjör. „Að þiggja þannig persónuleg fríðindi vegna ferða sem skattgreiðendur kosta, heitir spilling og lög og siðareglur eiga að hindra slíkt,“ sagði í erindi FA en tilefnið var grein Söru Lindar Guðbergsdóttur, forstjóra Ríkiskaupa, þar sem hún greindi frá því að rammasamningur um flugfargjöld ríkisstarfsmanna væri til endurskoðunar. Í fyrirspurn sinn til fjármálaráðherra segir að í kjölfar þess að félagið sendi erindi á ráðherra og forseta Alþingis hafi athygli þess verið vakin á því að um þetta giltu reglur, gefnar út af ráðherra 1. október 2020. Þar segir í 9. grein: „Fríðindi og hvers kyns vildarkjör sem aflað er við greiðslu á farmiða skulu eingöngu koma þeim ríkisaðila sem greiðir farmiðann til góða.“ „FA hefur upplýsingar um mörg tilvik þar sem starfsmenn ríkisins fá vildarpunkta vegna flugferða sem greiddar eru af skattgreiðendum og nota þá í persónulega þágu, þrátt fyrir ákvæði reglnanna,“ segir hins vegar í fyrirspurn FA. Viðskiptin í engu samræmi við framboð flugfélaganna Í fyrrnefndri grein forstjóra Ríkiskaupa sagði meðal annars að veiting vildarpunkta kynni að skapa „freistnivanda“ hjá starfsfólki þegar það væri að bóka flug. Þannig gæti verið freistandi að bóka heldur flug hjá félagi sem veitti vildarpunkta heldur en hjá félaginu með bestu kjörin. Umræðan er ekki ný af nálinni og nær allt aftur til 2012, þegar Iceland Express kærði útboð um rammasamning um flug ríkisstarfsmanna til Kærunefndar útboðsmála. Félagið sagði kjör Icelandair langtum lakari og að verið væri að bera fé á opinbera starfsmenn með vildarkerfinu. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, sagði í viðtali við Vísi í mars síðastliðnum að ekkert samræmi væri milli framboðs flugfélaganna og viðskipta ríkisstarfsmanna við flugfélögin. Það væri fráleitt að ekkert hefði gerst í málinu síðustu ár. „Þessi viðskipti eru boðin út og það er rammasamningur í gildi um afsláttakjör ríkisstarfsmanna. Sá samningur er bæði við Icelandair og Play. Tölurnar um ferðalög þingmanna sýna mjög vel að viðskiptin eru ekki í neinu samræmi við framboð á flugferðum hjá þessum tveimur flugfélögum. Ríkisstarfsmönnum og -stofnunum ber skylda til þess að þegar verið er að versla samkvæmt rammasamningum að taka ódýrasta kostinn,“ sagði Ólafur. Sagði hann nærtækast að hin margumræddu vildarkjör væru einfaldlega hlut af þeim afsláttarkjörum sem samið væri um í rammasamningi en þannig yrði freistnivandinn úr sögunni.
Fréttir af flugi Neytendur Samkeppnismál Rekstur hins opinbera Icelandair Play Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent