Krefjast svara um eftirlit og viðurlög vegna vildarpunktanotkunar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. október 2023 10:20 Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann segir félagið vita mörg dæmi þess að ríkisstarfsmenn hafi nýtt vildarpunkta í eigin þágu. Vísir/Vilhelm Félag atvinnurekenda hefur óskað eftir svörum frá fjármálaráðherra um það hvernig eftirliti með ráðstöfun vildarkjara vegna greiðslu farmiða fyrir ríkisstarfsmenn er háttað og hver viðurlögin séu ef starfsmaður verður uppvís að því að nota vildarpunkta í eigin þágu. Forsaga málsins er sú að FA ritaði forseta Alþingis og fjármálaráðherra erindi á dögunum þar sem athygli var vakin á því að það væri ekki aðeins sjálfsögð krafa að þingið og aðrar ríkisstofnanir veldu alltaf hagkvæmasta kostinn þegar flug væri valið fyrir starfsmenn, heldur væri hreinlega ólöglegt að þingmenn og aðrir ríkisstarfsmenn þáðu vildarpunkta fyrir að beina viðskiptum sínum til Icelandair eða annarra félaga sem byðu upp á vildarkjör. „Að þiggja þannig persónuleg fríðindi vegna ferða sem skattgreiðendur kosta, heitir spilling og lög og siðareglur eiga að hindra slíkt,“ sagði í erindi FA en tilefnið var grein Söru Lindar Guðbergsdóttur, forstjóra Ríkiskaupa, þar sem hún greindi frá því að rammasamningur um flugfargjöld ríkisstarfsmanna væri til endurskoðunar. Í fyrirspurn sinn til fjármálaráðherra segir að í kjölfar þess að félagið sendi erindi á ráðherra og forseta Alþingis hafi athygli þess verið vakin á því að um þetta giltu reglur, gefnar út af ráðherra 1. október 2020. Þar segir í 9. grein: „Fríðindi og hvers kyns vildarkjör sem aflað er við greiðslu á farmiða skulu eingöngu koma þeim ríkisaðila sem greiðir farmiðann til góða.“ „FA hefur upplýsingar um mörg tilvik þar sem starfsmenn ríkisins fá vildarpunkta vegna flugferða sem greiddar eru af skattgreiðendum og nota þá í persónulega þágu, þrátt fyrir ákvæði reglnanna,“ segir hins vegar í fyrirspurn FA. Viðskiptin í engu samræmi við framboð flugfélaganna Í fyrrnefndri grein forstjóra Ríkiskaupa sagði meðal annars að veiting vildarpunkta kynni að skapa „freistnivanda“ hjá starfsfólki þegar það væri að bóka flug. Þannig gæti verið freistandi að bóka heldur flug hjá félagi sem veitti vildarpunkta heldur en hjá félaginu með bestu kjörin. Umræðan er ekki ný af nálinni og nær allt aftur til 2012, þegar Iceland Express kærði útboð um rammasamning um flug ríkisstarfsmanna til Kærunefndar útboðsmála. Félagið sagði kjör Icelandair langtum lakari og að verið væri að bera fé á opinbera starfsmenn með vildarkerfinu. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, sagði í viðtali við Vísi í mars síðastliðnum að ekkert samræmi væri milli framboðs flugfélaganna og viðskipta ríkisstarfsmanna við flugfélögin. Það væri fráleitt að ekkert hefði gerst í málinu síðustu ár. „Þessi viðskipti eru boðin út og það er rammasamningur í gildi um afsláttakjör ríkisstarfsmanna. Sá samningur er bæði við Icelandair og Play. Tölurnar um ferðalög þingmanna sýna mjög vel að viðskiptin eru ekki í neinu samræmi við framboð á flugferðum hjá þessum tveimur flugfélögum. Ríkisstarfsmönnum og -stofnunum ber skylda til þess að þegar verið er að versla samkvæmt rammasamningum að taka ódýrasta kostinn,“ sagði Ólafur. Sagði hann nærtækast að hin margumræddu vildarkjör væru einfaldlega hlut af þeim afsláttarkjörum sem samið væri um í rammasamningi en þannig yrði freistnivandinn úr sögunni. Fréttir af flugi Neytendur Samkeppnismál Rekstur hins opinbera Icelandair Play Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fleiri fréttir Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Sjá meira
Forsaga málsins er sú að FA ritaði forseta Alþingis og fjármálaráðherra erindi á dögunum þar sem athygli var vakin á því að það væri ekki aðeins sjálfsögð krafa að þingið og aðrar ríkisstofnanir veldu alltaf hagkvæmasta kostinn þegar flug væri valið fyrir starfsmenn, heldur væri hreinlega ólöglegt að þingmenn og aðrir ríkisstarfsmenn þáðu vildarpunkta fyrir að beina viðskiptum sínum til Icelandair eða annarra félaga sem byðu upp á vildarkjör. „Að þiggja þannig persónuleg fríðindi vegna ferða sem skattgreiðendur kosta, heitir spilling og lög og siðareglur eiga að hindra slíkt,“ sagði í erindi FA en tilefnið var grein Söru Lindar Guðbergsdóttur, forstjóra Ríkiskaupa, þar sem hún greindi frá því að rammasamningur um flugfargjöld ríkisstarfsmanna væri til endurskoðunar. Í fyrirspurn sinn til fjármálaráðherra segir að í kjölfar þess að félagið sendi erindi á ráðherra og forseta Alþingis hafi athygli þess verið vakin á því að um þetta giltu reglur, gefnar út af ráðherra 1. október 2020. Þar segir í 9. grein: „Fríðindi og hvers kyns vildarkjör sem aflað er við greiðslu á farmiða skulu eingöngu koma þeim ríkisaðila sem greiðir farmiðann til góða.“ „FA hefur upplýsingar um mörg tilvik þar sem starfsmenn ríkisins fá vildarpunkta vegna flugferða sem greiddar eru af skattgreiðendum og nota þá í persónulega þágu, þrátt fyrir ákvæði reglnanna,“ segir hins vegar í fyrirspurn FA. Viðskiptin í engu samræmi við framboð flugfélaganna Í fyrrnefndri grein forstjóra Ríkiskaupa sagði meðal annars að veiting vildarpunkta kynni að skapa „freistnivanda“ hjá starfsfólki þegar það væri að bóka flug. Þannig gæti verið freistandi að bóka heldur flug hjá félagi sem veitti vildarpunkta heldur en hjá félaginu með bestu kjörin. Umræðan er ekki ný af nálinni og nær allt aftur til 2012, þegar Iceland Express kærði útboð um rammasamning um flug ríkisstarfsmanna til Kærunefndar útboðsmála. Félagið sagði kjör Icelandair langtum lakari og að verið væri að bera fé á opinbera starfsmenn með vildarkerfinu. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, sagði í viðtali við Vísi í mars síðastliðnum að ekkert samræmi væri milli framboðs flugfélaganna og viðskipta ríkisstarfsmanna við flugfélögin. Það væri fráleitt að ekkert hefði gerst í málinu síðustu ár. „Þessi viðskipti eru boðin út og það er rammasamningur í gildi um afsláttakjör ríkisstarfsmanna. Sá samningur er bæði við Icelandair og Play. Tölurnar um ferðalög þingmanna sýna mjög vel að viðskiptin eru ekki í neinu samræmi við framboð á flugferðum hjá þessum tveimur flugfélögum. Ríkisstarfsmönnum og -stofnunum ber skylda til þess að þegar verið er að versla samkvæmt rammasamningum að taka ódýrasta kostinn,“ sagði Ólafur. Sagði hann nærtækast að hin margumræddu vildarkjör væru einfaldlega hlut af þeim afsláttarkjörum sem samið væri um í rammasamningi en þannig yrði freistnivandinn úr sögunni.
Fréttir af flugi Neytendur Samkeppnismál Rekstur hins opinbera Icelandair Play Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fleiri fréttir Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Sjá meira