Íslenskir sauðfjárbændur launalausir – Hvers vegna? Trausti Hjálmarsson skrifar 25. október 2023 15:31 Það hefur vonandi ekki farið fram hjá neinum að bændur hafa á undanförnum árum upplifað miklar þrengingar í afkomu sinni. Bændur þurfa á því að halda að á þá sé hlustað og stöðu þeirra sýndur skilningur. Sauðfjárbændur eru þar engin undantekning og þrátt fyrir að ágætis viðspyrna hafi náðst á undanförnum tveimur árum, með leiðréttingum á afurðaverði, þá er enn of langt í að við getum sest niður og sagt með sanni að afkoma sauðfjárbænda sé viðunandi. Tekjugrunnur íslenskra sauðfjárbænda er byggður upp á tveimur lykilstoðum, annarsvegar á stuðningi ríkisins og hinsvegar afurðaverði. Þessar tvær stoðir eiga að skila þeim árangri að neytendur hafi aðgang að lambakjöti á hagstæðu verði, því ríkisstuðningurinn er hugsaður til kjarajöfnunar neytenda og að bændur geti greitt sér mannsæmandi laun. Staðan hefur hins vegar verið sú að sauðfjárbændur hafa rekið sín bú af bestu getu í áraraðir án þess að geta greitt sér viðunandi laun. Í Búvörulögum (4. gr. laga nr. 99/1993) segir skýrt að endurgjald fyrir vinnuframlag skuli vera „til samræmis við kjör þeirra sem vinna sambærileg störf og hafa svipaða menntun, sérhæfni og ábyrgð í starfi á almennum vinnumarkaði“. Einhverra hluta vegna þá virðist sá skilningur ekki vera fyrir hendi að ríkisvaldið þurfi að fara eftir eigin lögum. Það er okkur sauðfjárbændum torskilið hversvegna er. Fyrir að verða ári síðan þá sendu Bændasamtökin erindi á Verðlagsnefnd búvara þar sem var óskað eftir því að fá reiknaðan verðlagsgrunn fyrir dilkakjöt. Það er skemmst frá því að segja að engin svör hafa komið frá verðlagsnefnd og því ekki hægt að skilja það á neinn annan hátt en þann að ríkið hafi ekki áhuga á að vita framleiðslukostnað á kílói dilkakjöts. Það er afar dapurleg staða að upplifa að ekki sé vilji til að vinna með okkur í að greina og skilja stöðuna, það gæti nefnilega leyst heilmikinn vanda ef að við myndum gera þetta saman. Í Búvörulögum (8. gr. laga nr. 99/1993) segir með skýrum hætti: „Verðlagsnefnd metur framleiðslukostnað sauðfjárafurða fyrir meðalbú“. Við horfum oft til annarra ríkja til að bera okkur saman við. Þegar við skoðum hvernig er hugsað um landbúnað í Noregi, og í þessu tilfelli sauðfjárbændur, þá kemur ýmislegt áhugavert í ljós sem að vekur hjá okkur spurningar. Hversvegna er þetta ekki hægt hér? Samanburður á rekstrargrunni sauðfjárræktar á Íslandi og í Noregi.Aðsend Búvörusamningar í Noregi eru endurskoðaðir árlega. Við þá endurskoðun er tekið tillit til þróunar á tekjum og kostnaði milli ára og samið um breytingar á fyrirkomulagi stuðningsins. Afkomugreining er framkvæmd af sérstakri hagstofu landbúnaðar og byggja báðir samningsaðilar á þeirra gögnum. Þannig eru árlega settar fram rekstrarforsendur/verðlagsgrunnur fyrir flestar búgreinar, mismunandi bústærðir og mismunandi staðsetningar, þar sem hluti stuðnings í Noregi er tengdur búsetu. Í samanburðinum hér að ofan er miðað við norskt sauðfjárbú með 288 vetrarfóðraðar ær. Gert er ráð fyrir 1,69 ársverki á því búi. Árið 2023 er áætlað að framleiðslukostnaður sé um 4.516 kr/kg innlagt dilkakjöt, afurðatekjur eru um 1.507 kr/kg, heildar búgreinatekjur um 1.891 kr/kg og ríkisstuðningurinn er um 2.625 kr/kg. Samkvæmt greiningum Bændasamtaka Íslands er áætlað að framleiðslukostnaður á dilkakjöti árið 2023 sé um 2.086 kr/kg, afurðatekjur um 972 kr/kg og opinber stuðningur um 765 kr/kg. Þá vantar um 349 kr/kg til að standa undir áætluðum framleiðslukostnaði. Í Noregi er sauðfjárrækt stunduð með sambærilegum hætti og á Íslandi. Því má ætla að þeirra rekstrargrunnur ætti ekki að vera mjög frábrugðinn okkar. Þó hefur verið vitað að vinnuliðurinn í Noregi hefur alltaf verið metinn mjög hár. Sá munur skýrist ekki af kaupmætti launa, þar sem hann er nokkuð svipaður hér á landi og í Noregi. Munurinn á rekstrargrunni sauðfjárbúa á íslandi og Noregi er sláandi og gefur fullt tilefni til þess að skoða betur þær forsendur sem liggja að baki. Nú um nokkuð skeið hafa Bændasamtökin bent á að launagreiðslugeta á sauðfjárbúum sé langt undir þeim viðmiðum sem geta kallast ásættanleg. Afleiðingin er sú að bændur þurfa að gefa eftir sín laun eða einfaldlega sækja sér tekjur utan bús til að greiða niður kostnað við búreksturinn. Þessu þurfum við að breyta. Höfundur er formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Trausti Hjálmarsson Mest lesið Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur vonandi ekki farið fram hjá neinum að bændur hafa á undanförnum árum upplifað miklar þrengingar í afkomu sinni. Bændur þurfa á því að halda að á þá sé hlustað og stöðu þeirra sýndur skilningur. Sauðfjárbændur eru þar engin undantekning og þrátt fyrir að ágætis viðspyrna hafi náðst á undanförnum tveimur árum, með leiðréttingum á afurðaverði, þá er enn of langt í að við getum sest niður og sagt með sanni að afkoma sauðfjárbænda sé viðunandi. Tekjugrunnur íslenskra sauðfjárbænda er byggður upp á tveimur lykilstoðum, annarsvegar á stuðningi ríkisins og hinsvegar afurðaverði. Þessar tvær stoðir eiga að skila þeim árangri að neytendur hafi aðgang að lambakjöti á hagstæðu verði, því ríkisstuðningurinn er hugsaður til kjarajöfnunar neytenda og að bændur geti greitt sér mannsæmandi laun. Staðan hefur hins vegar verið sú að sauðfjárbændur hafa rekið sín bú af bestu getu í áraraðir án þess að geta greitt sér viðunandi laun. Í Búvörulögum (4. gr. laga nr. 99/1993) segir skýrt að endurgjald fyrir vinnuframlag skuli vera „til samræmis við kjör þeirra sem vinna sambærileg störf og hafa svipaða menntun, sérhæfni og ábyrgð í starfi á almennum vinnumarkaði“. Einhverra hluta vegna þá virðist sá skilningur ekki vera fyrir hendi að ríkisvaldið þurfi að fara eftir eigin lögum. Það er okkur sauðfjárbændum torskilið hversvegna er. Fyrir að verða ári síðan þá sendu Bændasamtökin erindi á Verðlagsnefnd búvara þar sem var óskað eftir því að fá reiknaðan verðlagsgrunn fyrir dilkakjöt. Það er skemmst frá því að segja að engin svör hafa komið frá verðlagsnefnd og því ekki hægt að skilja það á neinn annan hátt en þann að ríkið hafi ekki áhuga á að vita framleiðslukostnað á kílói dilkakjöts. Það er afar dapurleg staða að upplifa að ekki sé vilji til að vinna með okkur í að greina og skilja stöðuna, það gæti nefnilega leyst heilmikinn vanda ef að við myndum gera þetta saman. Í Búvörulögum (8. gr. laga nr. 99/1993) segir með skýrum hætti: „Verðlagsnefnd metur framleiðslukostnað sauðfjárafurða fyrir meðalbú“. Við horfum oft til annarra ríkja til að bera okkur saman við. Þegar við skoðum hvernig er hugsað um landbúnað í Noregi, og í þessu tilfelli sauðfjárbændur, þá kemur ýmislegt áhugavert í ljós sem að vekur hjá okkur spurningar. Hversvegna er þetta ekki hægt hér? Samanburður á rekstrargrunni sauðfjárræktar á Íslandi og í Noregi.Aðsend Búvörusamningar í Noregi eru endurskoðaðir árlega. Við þá endurskoðun er tekið tillit til þróunar á tekjum og kostnaði milli ára og samið um breytingar á fyrirkomulagi stuðningsins. Afkomugreining er framkvæmd af sérstakri hagstofu landbúnaðar og byggja báðir samningsaðilar á þeirra gögnum. Þannig eru árlega settar fram rekstrarforsendur/verðlagsgrunnur fyrir flestar búgreinar, mismunandi bústærðir og mismunandi staðsetningar, þar sem hluti stuðnings í Noregi er tengdur búsetu. Í samanburðinum hér að ofan er miðað við norskt sauðfjárbú með 288 vetrarfóðraðar ær. Gert er ráð fyrir 1,69 ársverki á því búi. Árið 2023 er áætlað að framleiðslukostnaður sé um 4.516 kr/kg innlagt dilkakjöt, afurðatekjur eru um 1.507 kr/kg, heildar búgreinatekjur um 1.891 kr/kg og ríkisstuðningurinn er um 2.625 kr/kg. Samkvæmt greiningum Bændasamtaka Íslands er áætlað að framleiðslukostnaður á dilkakjöti árið 2023 sé um 2.086 kr/kg, afurðatekjur um 972 kr/kg og opinber stuðningur um 765 kr/kg. Þá vantar um 349 kr/kg til að standa undir áætluðum framleiðslukostnaði. Í Noregi er sauðfjárrækt stunduð með sambærilegum hætti og á Íslandi. Því má ætla að þeirra rekstrargrunnur ætti ekki að vera mjög frábrugðinn okkar. Þó hefur verið vitað að vinnuliðurinn í Noregi hefur alltaf verið metinn mjög hár. Sá munur skýrist ekki af kaupmætti launa, þar sem hann er nokkuð svipaður hér á landi og í Noregi. Munurinn á rekstrargrunni sauðfjárbúa á íslandi og Noregi er sláandi og gefur fullt tilefni til þess að skoða betur þær forsendur sem liggja að baki. Nú um nokkuð skeið hafa Bændasamtökin bent á að launagreiðslugeta á sauðfjárbúum sé langt undir þeim viðmiðum sem geta kallast ásættanleg. Afleiðingin er sú að bændur þurfa að gefa eftir sín laun eða einfaldlega sækja sér tekjur utan bús til að greiða niður kostnað við búreksturinn. Þessu þurfum við að breyta. Höfundur er formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun