Íslenskir sauðfjárbændur launalausir – Hvers vegna? Trausti Hjálmarsson skrifar 25. október 2023 15:31 Það hefur vonandi ekki farið fram hjá neinum að bændur hafa á undanförnum árum upplifað miklar þrengingar í afkomu sinni. Bændur þurfa á því að halda að á þá sé hlustað og stöðu þeirra sýndur skilningur. Sauðfjárbændur eru þar engin undantekning og þrátt fyrir að ágætis viðspyrna hafi náðst á undanförnum tveimur árum, með leiðréttingum á afurðaverði, þá er enn of langt í að við getum sest niður og sagt með sanni að afkoma sauðfjárbænda sé viðunandi. Tekjugrunnur íslenskra sauðfjárbænda er byggður upp á tveimur lykilstoðum, annarsvegar á stuðningi ríkisins og hinsvegar afurðaverði. Þessar tvær stoðir eiga að skila þeim árangri að neytendur hafi aðgang að lambakjöti á hagstæðu verði, því ríkisstuðningurinn er hugsaður til kjarajöfnunar neytenda og að bændur geti greitt sér mannsæmandi laun. Staðan hefur hins vegar verið sú að sauðfjárbændur hafa rekið sín bú af bestu getu í áraraðir án þess að geta greitt sér viðunandi laun. Í Búvörulögum (4. gr. laga nr. 99/1993) segir skýrt að endurgjald fyrir vinnuframlag skuli vera „til samræmis við kjör þeirra sem vinna sambærileg störf og hafa svipaða menntun, sérhæfni og ábyrgð í starfi á almennum vinnumarkaði“. Einhverra hluta vegna þá virðist sá skilningur ekki vera fyrir hendi að ríkisvaldið þurfi að fara eftir eigin lögum. Það er okkur sauðfjárbændum torskilið hversvegna er. Fyrir að verða ári síðan þá sendu Bændasamtökin erindi á Verðlagsnefnd búvara þar sem var óskað eftir því að fá reiknaðan verðlagsgrunn fyrir dilkakjöt. Það er skemmst frá því að segja að engin svör hafa komið frá verðlagsnefnd og því ekki hægt að skilja það á neinn annan hátt en þann að ríkið hafi ekki áhuga á að vita framleiðslukostnað á kílói dilkakjöts. Það er afar dapurleg staða að upplifa að ekki sé vilji til að vinna með okkur í að greina og skilja stöðuna, það gæti nefnilega leyst heilmikinn vanda ef að við myndum gera þetta saman. Í Búvörulögum (8. gr. laga nr. 99/1993) segir með skýrum hætti: „Verðlagsnefnd metur framleiðslukostnað sauðfjárafurða fyrir meðalbú“. Við horfum oft til annarra ríkja til að bera okkur saman við. Þegar við skoðum hvernig er hugsað um landbúnað í Noregi, og í þessu tilfelli sauðfjárbændur, þá kemur ýmislegt áhugavert í ljós sem að vekur hjá okkur spurningar. Hversvegna er þetta ekki hægt hér? Samanburður á rekstrargrunni sauðfjárræktar á Íslandi og í Noregi.Aðsend Búvörusamningar í Noregi eru endurskoðaðir árlega. Við þá endurskoðun er tekið tillit til þróunar á tekjum og kostnaði milli ára og samið um breytingar á fyrirkomulagi stuðningsins. Afkomugreining er framkvæmd af sérstakri hagstofu landbúnaðar og byggja báðir samningsaðilar á þeirra gögnum. Þannig eru árlega settar fram rekstrarforsendur/verðlagsgrunnur fyrir flestar búgreinar, mismunandi bústærðir og mismunandi staðsetningar, þar sem hluti stuðnings í Noregi er tengdur búsetu. Í samanburðinum hér að ofan er miðað við norskt sauðfjárbú með 288 vetrarfóðraðar ær. Gert er ráð fyrir 1,69 ársverki á því búi. Árið 2023 er áætlað að framleiðslukostnaður sé um 4.516 kr/kg innlagt dilkakjöt, afurðatekjur eru um 1.507 kr/kg, heildar búgreinatekjur um 1.891 kr/kg og ríkisstuðningurinn er um 2.625 kr/kg. Samkvæmt greiningum Bændasamtaka Íslands er áætlað að framleiðslukostnaður á dilkakjöti árið 2023 sé um 2.086 kr/kg, afurðatekjur um 972 kr/kg og opinber stuðningur um 765 kr/kg. Þá vantar um 349 kr/kg til að standa undir áætluðum framleiðslukostnaði. Í Noregi er sauðfjárrækt stunduð með sambærilegum hætti og á Íslandi. Því má ætla að þeirra rekstrargrunnur ætti ekki að vera mjög frábrugðinn okkar. Þó hefur verið vitað að vinnuliðurinn í Noregi hefur alltaf verið metinn mjög hár. Sá munur skýrist ekki af kaupmætti launa, þar sem hann er nokkuð svipaður hér á landi og í Noregi. Munurinn á rekstrargrunni sauðfjárbúa á íslandi og Noregi er sláandi og gefur fullt tilefni til þess að skoða betur þær forsendur sem liggja að baki. Nú um nokkuð skeið hafa Bændasamtökin bent á að launagreiðslugeta á sauðfjárbúum sé langt undir þeim viðmiðum sem geta kallast ásættanleg. Afleiðingin er sú að bændur þurfa að gefa eftir sín laun eða einfaldlega sækja sér tekjur utan bús til að greiða niður kostnað við búreksturinn. Þessu þurfum við að breyta. Höfundur er formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Trausti Hjálmarsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Sjá meira
Það hefur vonandi ekki farið fram hjá neinum að bændur hafa á undanförnum árum upplifað miklar þrengingar í afkomu sinni. Bændur þurfa á því að halda að á þá sé hlustað og stöðu þeirra sýndur skilningur. Sauðfjárbændur eru þar engin undantekning og þrátt fyrir að ágætis viðspyrna hafi náðst á undanförnum tveimur árum, með leiðréttingum á afurðaverði, þá er enn of langt í að við getum sest niður og sagt með sanni að afkoma sauðfjárbænda sé viðunandi. Tekjugrunnur íslenskra sauðfjárbænda er byggður upp á tveimur lykilstoðum, annarsvegar á stuðningi ríkisins og hinsvegar afurðaverði. Þessar tvær stoðir eiga að skila þeim árangri að neytendur hafi aðgang að lambakjöti á hagstæðu verði, því ríkisstuðningurinn er hugsaður til kjarajöfnunar neytenda og að bændur geti greitt sér mannsæmandi laun. Staðan hefur hins vegar verið sú að sauðfjárbændur hafa rekið sín bú af bestu getu í áraraðir án þess að geta greitt sér viðunandi laun. Í Búvörulögum (4. gr. laga nr. 99/1993) segir skýrt að endurgjald fyrir vinnuframlag skuli vera „til samræmis við kjör þeirra sem vinna sambærileg störf og hafa svipaða menntun, sérhæfni og ábyrgð í starfi á almennum vinnumarkaði“. Einhverra hluta vegna þá virðist sá skilningur ekki vera fyrir hendi að ríkisvaldið þurfi að fara eftir eigin lögum. Það er okkur sauðfjárbændum torskilið hversvegna er. Fyrir að verða ári síðan þá sendu Bændasamtökin erindi á Verðlagsnefnd búvara þar sem var óskað eftir því að fá reiknaðan verðlagsgrunn fyrir dilkakjöt. Það er skemmst frá því að segja að engin svör hafa komið frá verðlagsnefnd og því ekki hægt að skilja það á neinn annan hátt en þann að ríkið hafi ekki áhuga á að vita framleiðslukostnað á kílói dilkakjöts. Það er afar dapurleg staða að upplifa að ekki sé vilji til að vinna með okkur í að greina og skilja stöðuna, það gæti nefnilega leyst heilmikinn vanda ef að við myndum gera þetta saman. Í Búvörulögum (8. gr. laga nr. 99/1993) segir með skýrum hætti: „Verðlagsnefnd metur framleiðslukostnað sauðfjárafurða fyrir meðalbú“. Við horfum oft til annarra ríkja til að bera okkur saman við. Þegar við skoðum hvernig er hugsað um landbúnað í Noregi, og í þessu tilfelli sauðfjárbændur, þá kemur ýmislegt áhugavert í ljós sem að vekur hjá okkur spurningar. Hversvegna er þetta ekki hægt hér? Samanburður á rekstrargrunni sauðfjárræktar á Íslandi og í Noregi.Aðsend Búvörusamningar í Noregi eru endurskoðaðir árlega. Við þá endurskoðun er tekið tillit til þróunar á tekjum og kostnaði milli ára og samið um breytingar á fyrirkomulagi stuðningsins. Afkomugreining er framkvæmd af sérstakri hagstofu landbúnaðar og byggja báðir samningsaðilar á þeirra gögnum. Þannig eru árlega settar fram rekstrarforsendur/verðlagsgrunnur fyrir flestar búgreinar, mismunandi bústærðir og mismunandi staðsetningar, þar sem hluti stuðnings í Noregi er tengdur búsetu. Í samanburðinum hér að ofan er miðað við norskt sauðfjárbú með 288 vetrarfóðraðar ær. Gert er ráð fyrir 1,69 ársverki á því búi. Árið 2023 er áætlað að framleiðslukostnaður sé um 4.516 kr/kg innlagt dilkakjöt, afurðatekjur eru um 1.507 kr/kg, heildar búgreinatekjur um 1.891 kr/kg og ríkisstuðningurinn er um 2.625 kr/kg. Samkvæmt greiningum Bændasamtaka Íslands er áætlað að framleiðslukostnaður á dilkakjöti árið 2023 sé um 2.086 kr/kg, afurðatekjur um 972 kr/kg og opinber stuðningur um 765 kr/kg. Þá vantar um 349 kr/kg til að standa undir áætluðum framleiðslukostnaði. Í Noregi er sauðfjárrækt stunduð með sambærilegum hætti og á Íslandi. Því má ætla að þeirra rekstrargrunnur ætti ekki að vera mjög frábrugðinn okkar. Þó hefur verið vitað að vinnuliðurinn í Noregi hefur alltaf verið metinn mjög hár. Sá munur skýrist ekki af kaupmætti launa, þar sem hann er nokkuð svipaður hér á landi og í Noregi. Munurinn á rekstrargrunni sauðfjárbúa á íslandi og Noregi er sláandi og gefur fullt tilefni til þess að skoða betur þær forsendur sem liggja að baki. Nú um nokkuð skeið hafa Bændasamtökin bent á að launagreiðslugeta á sauðfjárbúum sé langt undir þeim viðmiðum sem geta kallast ásættanleg. Afleiðingin er sú að bændur þurfa að gefa eftir sín laun eða einfaldlega sækja sér tekjur utan bús til að greiða niður kostnað við búreksturinn. Þessu þurfum við að breyta. Höfundur er formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands.
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar