Ók á 150 kílómetra hraða og marga hringi í hringtorgum Árni Sæberg skrifar 24. október 2023 17:09 Maðurinn reyndi hvað hann gat að flýja laganna verði. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur til fjögurra mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir fíkniefna- og umferðarlagabrot. Hann ók á 150 kílómetra hraða á klukkustund og beitti ýmsum brögðum til þess að komast undan laganna vörðum. Þá hrækti hann framan í lögregluþjón. Í dóminum, sem birtur var í Lögbirtingablaðinu í dag, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir að hafa ekið bifreið af gerðinni Toyota Avensis, ófær um að stjórna henni örugglega vegna áhrifa áfengis og kannabisefna og án þess að sinna fyrirmælum lögreglu um að stöðva bifreiðina, sem gefin voru til kynna með forgangsljósum og hljóðmerkjum lögreglubifreiðar, svo að eftirför lögreglu eftir bifreið hans hófst, án nægilegrar tillitssemi og varúðar, á röngum vegarhelmingi móti akstursstefnu, án þess að miða ökuhraða við aðstæður og hraðatakmarkanir í þéttbýli. Þá hafi hann notað farsíma undir stýri. Hann hafi ekið austur Ártúnsbrekku þar sem lögregla gaf honum merki með forgangsljósum um að stöðva bifreiðina, en hann sinnt því engu og ekið á 151 kílómetra hraða á klukkustund norður Vesturlandsveg við Vínlandsleið á vegkafla þar sem leyfður hámarkshraði er 80 kílómetra hraði á klukkustund. Hann hafi ekið áfram norður Vesturlandsveg um hringtorg við Skarhólabraut og Langatanga í Mosfellsbæ þar sem hann hafi ekið fimm hringi, þaðan áfram Vesturlandsveg í norður og um vegavinnusvæði þar sem hámarkshraði var 50 kílómetrar á klukkustund á miklum hraða, áfram norður og um hringtorgið við KFC, þar sem hann hafi ekið þrjá hringi, og upp á hringtorgið. Þar hafi lögregla reynt árangurslaust að stöðva för hans með ákeyrslu en hann aukið hraðann, reykspólað á veginum og út úr hringtorginu í norður þar sem hann hafi tekið snögga vinstribeygju og ekið yfir umferðareyju á milli akreina. Þá hafi hann ekið aftur inn í hringtorgið og út úr því á Vesturlandsvegi í suður-átt, aukið hraðann í allt að 100 kílómetra á klukkustund á vegvinnusvæði, þar sem hámarkshraði var 50 kílómetrar á klukkustund, og ekið á umferðarstiku. Því næst hafi hann ekið áfram suður Vesturlandsveg um hringtorg við Langatanga, þar sem önnur lögreglubifreið var komin, og eftirför haldið áfram suður Vesturlandsveg, þar sem hann hafi aukið hraðann verulega, ekið um hringtorg við Skarhólabraut og áfram um hringtorg við Korpúlfsstaðaveg. Á milli hringtorgs við Korpúlfsstaðaveg og Bauhaus hafi lögregla aftur reynt að stöðva för hans með því að kasta út naglamottu en hann ekið yfir mottuna og áfram á móti umferð inn í hringtorgið við Bauhaus, þar sem hann hafi ekið á lögreglubifreið, því næst áfram út úr hringtorginu á móti umferð á Vesturlandsvegi til suðurs þar sem ökumaður annarrar bifreiðar hafi þurft að aka út í kant til þess að forða árekstri. Lögreglu hafi þá loks tekist stöðva för hans með því að þvinga bifreiðina upp að vegriði. Stofnaði lífi fólks í háska Með akstrinum hafi maðurinn raskað umferðaröryggi á alfaraleið og stofnað á ófyrirleitinn hátt lífi og heilsu annarra vegfarenda sem áttu leið um ofangreindar götur á sama tíma, þar á meðal lögreglumannanna sem reyndu að stöðva aksturinn, í augljósan háska. Maðurinn var einnig ákærður og sakfelldur fyrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa haft í fórum sínum 69 grömm af kannabisefnum. Hann var einnig látinn sæta upptöku efnanna. Þá var hann ákærður og sakfelldur fyrir brot gegn valdstjórninni, með því að hafa hrækt í andlit lögreglumanns á meðan hann var við skyldustörf í fangamóttöku á lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Maðurinn mætti ekki þegar málið var dómtekið og því var talið sannað að hann hefði framið þau brot sem hann var ákærður fyrir. Auk þess að vera dæmdur til fjögurra mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar var maðurinn sviptur ökuréttindum í átján mánuði, dæmdur til að sæta upptöku fíkniefna og greiðslu 130 þúsund króna í sakarkostnað. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Í dóminum, sem birtur var í Lögbirtingablaðinu í dag, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir að hafa ekið bifreið af gerðinni Toyota Avensis, ófær um að stjórna henni örugglega vegna áhrifa áfengis og kannabisefna og án þess að sinna fyrirmælum lögreglu um að stöðva bifreiðina, sem gefin voru til kynna með forgangsljósum og hljóðmerkjum lögreglubifreiðar, svo að eftirför lögreglu eftir bifreið hans hófst, án nægilegrar tillitssemi og varúðar, á röngum vegarhelmingi móti akstursstefnu, án þess að miða ökuhraða við aðstæður og hraðatakmarkanir í þéttbýli. Þá hafi hann notað farsíma undir stýri. Hann hafi ekið austur Ártúnsbrekku þar sem lögregla gaf honum merki með forgangsljósum um að stöðva bifreiðina, en hann sinnt því engu og ekið á 151 kílómetra hraða á klukkustund norður Vesturlandsveg við Vínlandsleið á vegkafla þar sem leyfður hámarkshraði er 80 kílómetra hraði á klukkustund. Hann hafi ekið áfram norður Vesturlandsveg um hringtorg við Skarhólabraut og Langatanga í Mosfellsbæ þar sem hann hafi ekið fimm hringi, þaðan áfram Vesturlandsveg í norður og um vegavinnusvæði þar sem hámarkshraði var 50 kílómetrar á klukkustund á miklum hraða, áfram norður og um hringtorgið við KFC, þar sem hann hafi ekið þrjá hringi, og upp á hringtorgið. Þar hafi lögregla reynt árangurslaust að stöðva för hans með ákeyrslu en hann aukið hraðann, reykspólað á veginum og út úr hringtorginu í norður þar sem hann hafi tekið snögga vinstribeygju og ekið yfir umferðareyju á milli akreina. Þá hafi hann ekið aftur inn í hringtorgið og út úr því á Vesturlandsvegi í suður-átt, aukið hraðann í allt að 100 kílómetra á klukkustund á vegvinnusvæði, þar sem hámarkshraði var 50 kílómetrar á klukkustund, og ekið á umferðarstiku. Því næst hafi hann ekið áfram suður Vesturlandsveg um hringtorg við Langatanga, þar sem önnur lögreglubifreið var komin, og eftirför haldið áfram suður Vesturlandsveg, þar sem hann hafi aukið hraðann verulega, ekið um hringtorg við Skarhólabraut og áfram um hringtorg við Korpúlfsstaðaveg. Á milli hringtorgs við Korpúlfsstaðaveg og Bauhaus hafi lögregla aftur reynt að stöðva för hans með því að kasta út naglamottu en hann ekið yfir mottuna og áfram á móti umferð inn í hringtorgið við Bauhaus, þar sem hann hafi ekið á lögreglubifreið, því næst áfram út úr hringtorginu á móti umferð á Vesturlandsvegi til suðurs þar sem ökumaður annarrar bifreiðar hafi þurft að aka út í kant til þess að forða árekstri. Lögreglu hafi þá loks tekist stöðva för hans með því að þvinga bifreiðina upp að vegriði. Stofnaði lífi fólks í háska Með akstrinum hafi maðurinn raskað umferðaröryggi á alfaraleið og stofnað á ófyrirleitinn hátt lífi og heilsu annarra vegfarenda sem áttu leið um ofangreindar götur á sama tíma, þar á meðal lögreglumannanna sem reyndu að stöðva aksturinn, í augljósan háska. Maðurinn var einnig ákærður og sakfelldur fyrir fíkniefnalagabrot, með því að hafa haft í fórum sínum 69 grömm af kannabisefnum. Hann var einnig látinn sæta upptöku efnanna. Þá var hann ákærður og sakfelldur fyrir brot gegn valdstjórninni, með því að hafa hrækt í andlit lögreglumanns á meðan hann var við skyldustörf í fangamóttöku á lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Maðurinn mætti ekki þegar málið var dómtekið og því var talið sannað að hann hefði framið þau brot sem hann var ákærður fyrir. Auk þess að vera dæmdur til fjögurra mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar var maðurinn sviptur ökuréttindum í átján mánuði, dæmdur til að sæta upptöku fíkniefna og greiðslu 130 þúsund króna í sakarkostnað.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira