Starfsfólk fái greitt þrátt fyrir verkfallsþátttöku Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. október 2023 15:12 Helgi Rúnar er forstjóri 66° Norður. 66° Norður Forstjóri 66° Norður segir misskilning að konur sem starfa hjá fyrirtækinu fái ekki greidd laun þrátt fyrir að leggja niður störf í tilefni Kvennaverkfallsins. Öllu starfsfólki hafi gefist kostur á að taka þátt í verkfallinu eftir hádegi. Fréttastofa ræddi í dag við tvo starfsmenn 66° Norður í Bankastræti, sem sögðu að aðeins væru greidd laun í tvo tíma, frá hálf tvö til hálf fjögur, eða meðan á samstöðufundi verkfallsins á Arnarhóli stæði. Forstjóri fyrirtækisins segir málið þó á misskilningi byggt. „Það er náttúrulega þannig að sumt fólk hjá okkur er í fullu starfi og sumt fólk er að taka vaktir. Við greiðum fyrir þá vakt sem viðkomandi er að missa af,“ segir Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66° Norður. Fólk í fullu starfi fái að sama skapi greitt, þrátt fyrir þátttöku í verkfallinu. Öllum hafi gefist kostur á að taka þátt Sendir hafi verið út upplýsingapóstar til starfsfólks fyrir helgi þar sem því hafi verið tjáð að öllum gæfist kostur á að leggja niður störf eftir hádegi í dag. Viðkomandi starfsmenn þyrftu að upplýsa yfirmann sinn um það fyrir klukkan 13 í gær. Þá var kallað eftir því að starfsfólk virti hvert ákvarðanir annars um að taka þátt í verkfallinu eða ekki. Helgi segir að 66° Norður vilja standa fyrir kynjajafnrétti. Fyrirtækið sé með jafnlaunavottun til margra ára, og veiti konum brautargengi til stöðuhækkana til jafns við karla. Fjöldi fyrirtækja og stofnana standi ekki jafn framarlega, en geti hins vegar „keypt sig út úr umræðunni“ eins og Helgi kemst að orði. „Með því að borga kannski einhverja örlítið fleiri klukkutíma. Við erum með tíu búðir og það er gríðarlegt tjón ef við þurfum að loka þeim öllum, eða að stórum hluta. Við erum að reyna að vera fyrirmyndir fyrir aðrar stofnanir og fyrirtæki, og höldum því áfram. Við styðjum þennan málstað, eins og við sögðum fólkinu okkar og við hvern sem vill hlusta á það,“ segir Helgi. Kvennaverkfall Vinnumarkaður Verslun Reykjavík Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Fréttastofa ræddi í dag við tvo starfsmenn 66° Norður í Bankastræti, sem sögðu að aðeins væru greidd laun í tvo tíma, frá hálf tvö til hálf fjögur, eða meðan á samstöðufundi verkfallsins á Arnarhóli stæði. Forstjóri fyrirtækisins segir málið þó á misskilningi byggt. „Það er náttúrulega þannig að sumt fólk hjá okkur er í fullu starfi og sumt fólk er að taka vaktir. Við greiðum fyrir þá vakt sem viðkomandi er að missa af,“ segir Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66° Norður. Fólk í fullu starfi fái að sama skapi greitt, þrátt fyrir þátttöku í verkfallinu. Öllum hafi gefist kostur á að taka þátt Sendir hafi verið út upplýsingapóstar til starfsfólks fyrir helgi þar sem því hafi verið tjáð að öllum gæfist kostur á að leggja niður störf eftir hádegi í dag. Viðkomandi starfsmenn þyrftu að upplýsa yfirmann sinn um það fyrir klukkan 13 í gær. Þá var kallað eftir því að starfsfólk virti hvert ákvarðanir annars um að taka þátt í verkfallinu eða ekki. Helgi segir að 66° Norður vilja standa fyrir kynjajafnrétti. Fyrirtækið sé með jafnlaunavottun til margra ára, og veiti konum brautargengi til stöðuhækkana til jafns við karla. Fjöldi fyrirtækja og stofnana standi ekki jafn framarlega, en geti hins vegar „keypt sig út úr umræðunni“ eins og Helgi kemst að orði. „Með því að borga kannski einhverja örlítið fleiri klukkutíma. Við erum með tíu búðir og það er gríðarlegt tjón ef við þurfum að loka þeim öllum, eða að stórum hluta. Við erum að reyna að vera fyrirmyndir fyrir aðrar stofnanir og fyrirtæki, og höldum því áfram. Við styðjum þennan málstað, eins og við sögðum fólkinu okkar og við hvern sem vill hlusta á það,“ segir Helgi.
Kvennaverkfall Vinnumarkaður Verslun Reykjavík Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira