Meiddist á versta tíma: „Enn meira svekkjandi að detta út þegar manni hafði gengið svona vel“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. október 2023 08:00 Teitur Örn Einarsson er þekktur fyrir sín þrumuskot. vísir/vilhelm Loksins þegar Teitur Örn Einarsson hafði fengið langþráð tækifæri með Flensburg og kominn á gott skrið meiddist hann. Selfyssingurinn fékk þungt högg á augað í Evrópuleik. Eftir að hafa fengið fá tækifæri framan af tímabili skoraði Teitur sjö mörk þegar Flensburg sigraði Balingen, 32-28, í síðustu viku. Hann var áfram sjóðheitur í Íslendingaslag gegn Kadetten Schaffhausen í Evrópudeildinni og skoraði sex mörk úr fyrstu átta skotum sínum í leiknum. Níunda skot hans fór líka í markið en fórnarkostnaðurinn var ansi mikill. Hann fékk nefnilega þungt högg á augað þegar hann skoraði sitt sjöunda mark í leiknum. Handbolti.is greindi fyrst frá. „Ég var á leiðinni á áras og fór í undirhandarskot. Varnarmaðurinn kom hratt út á móti mér og ég fór á fullt í skotið. Ég beygði mig aðeins niður og hann reyndi að brjóta á mér þannig að augað fór beint í axlarbeinið á honum. Ég fékk helvíti þungt högg á hausinn og augað og fékk léttan heilahristing við þetta. Það er eina ástæðan fyrir því að ég er frá,“ sagði Teitur í samtali við Vísi. Hann segir að það sé í lagi með augað þrátt fyrir höggið þunga. „Ég er með glóðarauga og nokkrar sprungnar æðar. Ég er búinn að fara til augnlæknis og láta mynda öll beinin í kring og það er ekkert brotið eða að auganu,“ sagði skyttan skotfasta. Teitur í leik Flensburg gegn Val í Evrópudeildinni á síðasta tímabili.vísir/vilhelm Teitur missti af leikjunum gegn Balingen í þýsku úrvalsdeildinni um helgina og gegn Lovcen-Cetinje í Svartfjallalandi í Evrópudeildinni í gær. Ef hann fær að ráða snýr hann aftur á völlinn gegn Eisenach um helgina. „Mig langar að ná leiknum á laugardaginn og stefni á það. En ég verð að fylgja heilsunni og því sem læknarnir segja. Svona höfuðvandamál geta verið snúnari en maður gerir sér grein fyrir. Mér líður vel og hef ekki fundið nein einkenni síðustu tvo daga. En maður þarf að fara mjög varlega og ég er undir stöðugu eftirliti lækna og lyftingaþjálfara, að fara rólega af stað og fylgja því sem hausinn á mér segir.“ Sem fyrr sagði hafði Teitur verið heitur og skorað grimmt áður en hann meiddist gegn Kadetten. Það er svo sem aldrei góður tími til að meiðast en tíminn núna var sérstaklega slæmur fyrir Selfyssinginn knáa. „Ég var farinn að finna mig mjög vel og loksins farinn að fá spiltíma. Það er alltaf enn meira svekkjandi að detta út þegar manni hafði gengið svona vel og var að hjálpa liðinu,“ sagði Teitur sem kom til Flensburg frá Kristianstad fyrir tveimur árum. Þýski handboltinn Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Sjá meira
Eftir að hafa fengið fá tækifæri framan af tímabili skoraði Teitur sjö mörk þegar Flensburg sigraði Balingen, 32-28, í síðustu viku. Hann var áfram sjóðheitur í Íslendingaslag gegn Kadetten Schaffhausen í Evrópudeildinni og skoraði sex mörk úr fyrstu átta skotum sínum í leiknum. Níunda skot hans fór líka í markið en fórnarkostnaðurinn var ansi mikill. Hann fékk nefnilega þungt högg á augað þegar hann skoraði sitt sjöunda mark í leiknum. Handbolti.is greindi fyrst frá. „Ég var á leiðinni á áras og fór í undirhandarskot. Varnarmaðurinn kom hratt út á móti mér og ég fór á fullt í skotið. Ég beygði mig aðeins niður og hann reyndi að brjóta á mér þannig að augað fór beint í axlarbeinið á honum. Ég fékk helvíti þungt högg á hausinn og augað og fékk léttan heilahristing við þetta. Það er eina ástæðan fyrir því að ég er frá,“ sagði Teitur í samtali við Vísi. Hann segir að það sé í lagi með augað þrátt fyrir höggið þunga. „Ég er með glóðarauga og nokkrar sprungnar æðar. Ég er búinn að fara til augnlæknis og láta mynda öll beinin í kring og það er ekkert brotið eða að auganu,“ sagði skyttan skotfasta. Teitur í leik Flensburg gegn Val í Evrópudeildinni á síðasta tímabili.vísir/vilhelm Teitur missti af leikjunum gegn Balingen í þýsku úrvalsdeildinni um helgina og gegn Lovcen-Cetinje í Svartfjallalandi í Evrópudeildinni í gær. Ef hann fær að ráða snýr hann aftur á völlinn gegn Eisenach um helgina. „Mig langar að ná leiknum á laugardaginn og stefni á það. En ég verð að fylgja heilsunni og því sem læknarnir segja. Svona höfuðvandamál geta verið snúnari en maður gerir sér grein fyrir. Mér líður vel og hef ekki fundið nein einkenni síðustu tvo daga. En maður þarf að fara mjög varlega og ég er undir stöðugu eftirliti lækna og lyftingaþjálfara, að fara rólega af stað og fylgja því sem hausinn á mér segir.“ Sem fyrr sagði hafði Teitur verið heitur og skorað grimmt áður en hann meiddist gegn Kadetten. Það er svo sem aldrei góður tími til að meiðast en tíminn núna var sérstaklega slæmur fyrir Selfyssinginn knáa. „Ég var farinn að finna mig mjög vel og loksins farinn að fá spiltíma. Það er alltaf enn meira svekkjandi að detta út þegar manni hafði gengið svona vel og var að hjálpa liðinu,“ sagði Teitur sem kom til Flensburg frá Kristianstad fyrir tveimur árum.
Þýski handboltinn Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Sjá meira