Árásarmaðurinn í Brussel hafði flúið úr fangelsi í Túnis Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. október 2023 20:23 Abdesalem Lassoued flúði úr fangelsi í Túnis árið 2011 og sigldi eftir það til Ítalíu. Hann hafði síðan flakkað um Evrópu og endaði í Belgíu þar sem hann skaut tvo til bana. AP Árásarmaðurinn sem skaut tvo Svía til bana í Brussel fyrir viku síðan flúði úr túnisísku fangelsi árið 2011. Yfirvöld í Túnis óskuðu eftir framsali mannsins í fyrra en framsalsskjalið týndist á skrifstofu saksóknara. Tim de Wolf, aðalsaksóknari Brussel, hélt blaðamannafund í dag um mál hins 45 ára Abdesalem Lassoued, árásarmanninn sem skaut tvo til bana í Brussel. Þar kom fram að Lassoued hefði hlotið 26 ára dóm árið 2005 í Túnis vegna ýmissa brota, þar á meðal fyrir tvær tilraunir til manndráps. Hins vegar flúði Lassoued úr fangelsinu árið 2011 og sigldi síðan til ítölsku eyjunnar Lampedusa. Hann flakkaði síðan á milli ýmissa landa og endaði í Belgíu. Þar sótti hann um hæli en var neitað um það árið 2021. Eftir það dvaldi hann ólöglega í landinu og var á ratsjá lögreglunnar vegna gruns um ýmsa glæpi, þar á meðal mansal. Týndu skjalinu á skrifstofunni Á blaðamannafundinum reyndi de Wolf einnig að útskýra hvers vegna Lassoued hefði ekki verið vísað úr landi eftir að yfirvöld í Túnis óskuðu eftir framsali hans. Skjal um framsal Lassoued barst til skrifstofu saksóknara í september á síðasta ári en svo virðist sem það hafi týnst eða gleymst í skjalaskáp. Starfsmenn saksóknaraembættisins vita sjálfir ekki hvað varð um skjalið og það eru engin merki þess að unnið hafi verið í málinu. Að sögn de Wolf átti undirmönnun á skrifstofu saksóknara þátt í máli en það afsakaði þó ekki klúðrið. Árásarmaðurinn hafði áður búið í Svíþjóð og meðal annars setið þar í fangelsi fyrir eiturlyfjasölu. Hann hafði sótt um hæli í Noregi, Svíþjóð, Ítalíu og Belgíu en Belgar höfnuðu honum árið 2021. Sagði af sér út af málinu Vincent Van Quickenborne, dómsmálaráðherra Belgíu, tilkynnti afsögn sína í gær vegna þeirra mistaka að hafa ekki vísað Lassoued úr landi. Quickenborne sagði að mistökin hefðu haft hræðilegar afleiðingar sem skrifuðust á hann og því sagði hann af sér. Eins og hefur áður komið fram létu tveir Svíar, fótboltaaðdáendur, lífið í árásinni og einn særðist til viðbótar. Hinir látnu voru eldri karlmenn, annar á sjötugsaldri og hinn á áttræðisaldri. Annar þeirra var búsettur í Stokkhólmi en hinn bjó erlendis. Belgía Túnis Svíþjóð Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra Belgíu segir af sér vegna skotárásarinnar Dómsmálaráðherra Belgíu hefur ákveðið að segja af sér vegna skotárásar þar sem tveir Svíar voru skotnir til bana í Brussel í vikunni. Hann segist hafa gert mistök en árásarmaðurinn dvaldi ólöglega í Belgíu. 21. október 2023 15:49 Árásarmaðurinn í Brussel skotinn af lögreglu Árásarmaðurinn í Brussel sem skaut tvo Svía til bana í gærkvöldi og særði einn til viðbótar var skotinn til bana af lögreglu snemma í morgun. 17. október 2023 06:41 Hinir látnu í Brussel eldri karlmenn Svíarnir sem drepnir voru í hryðjuverkaárás í Brussel í Belgíu í gær voru karlmenn, annar á sjötugsaldri og hinn á áttræðisaldri. Annar mannanna var búsettur í Stokkhólmi og hinn bjó erlendis. 17. október 2023 13:10 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sjá meira
Tim de Wolf, aðalsaksóknari Brussel, hélt blaðamannafund í dag um mál hins 45 ára Abdesalem Lassoued, árásarmanninn sem skaut tvo til bana í Brussel. Þar kom fram að Lassoued hefði hlotið 26 ára dóm árið 2005 í Túnis vegna ýmissa brota, þar á meðal fyrir tvær tilraunir til manndráps. Hins vegar flúði Lassoued úr fangelsinu árið 2011 og sigldi síðan til ítölsku eyjunnar Lampedusa. Hann flakkaði síðan á milli ýmissa landa og endaði í Belgíu. Þar sótti hann um hæli en var neitað um það árið 2021. Eftir það dvaldi hann ólöglega í landinu og var á ratsjá lögreglunnar vegna gruns um ýmsa glæpi, þar á meðal mansal. Týndu skjalinu á skrifstofunni Á blaðamannafundinum reyndi de Wolf einnig að útskýra hvers vegna Lassoued hefði ekki verið vísað úr landi eftir að yfirvöld í Túnis óskuðu eftir framsali hans. Skjal um framsal Lassoued barst til skrifstofu saksóknara í september á síðasta ári en svo virðist sem það hafi týnst eða gleymst í skjalaskáp. Starfsmenn saksóknaraembættisins vita sjálfir ekki hvað varð um skjalið og það eru engin merki þess að unnið hafi verið í málinu. Að sögn de Wolf átti undirmönnun á skrifstofu saksóknara þátt í máli en það afsakaði þó ekki klúðrið. Árásarmaðurinn hafði áður búið í Svíþjóð og meðal annars setið þar í fangelsi fyrir eiturlyfjasölu. Hann hafði sótt um hæli í Noregi, Svíþjóð, Ítalíu og Belgíu en Belgar höfnuðu honum árið 2021. Sagði af sér út af málinu Vincent Van Quickenborne, dómsmálaráðherra Belgíu, tilkynnti afsögn sína í gær vegna þeirra mistaka að hafa ekki vísað Lassoued úr landi. Quickenborne sagði að mistökin hefðu haft hræðilegar afleiðingar sem skrifuðust á hann og því sagði hann af sér. Eins og hefur áður komið fram létu tveir Svíar, fótboltaaðdáendur, lífið í árásinni og einn særðist til viðbótar. Hinir látnu voru eldri karlmenn, annar á sjötugsaldri og hinn á áttræðisaldri. Annar þeirra var búsettur í Stokkhólmi en hinn bjó erlendis.
Belgía Túnis Svíþjóð Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra Belgíu segir af sér vegna skotárásarinnar Dómsmálaráðherra Belgíu hefur ákveðið að segja af sér vegna skotárásar þar sem tveir Svíar voru skotnir til bana í Brussel í vikunni. Hann segist hafa gert mistök en árásarmaðurinn dvaldi ólöglega í Belgíu. 21. október 2023 15:49 Árásarmaðurinn í Brussel skotinn af lögreglu Árásarmaðurinn í Brussel sem skaut tvo Svía til bana í gærkvöldi og særði einn til viðbótar var skotinn til bana af lögreglu snemma í morgun. 17. október 2023 06:41 Hinir látnu í Brussel eldri karlmenn Svíarnir sem drepnir voru í hryðjuverkaárás í Brussel í Belgíu í gær voru karlmenn, annar á sjötugsaldri og hinn á áttræðisaldri. Annar mannanna var búsettur í Stokkhólmi og hinn bjó erlendis. 17. október 2023 13:10 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sjá meira
Dómsmálaráðherra Belgíu segir af sér vegna skotárásarinnar Dómsmálaráðherra Belgíu hefur ákveðið að segja af sér vegna skotárásar þar sem tveir Svíar voru skotnir til bana í Brussel í vikunni. Hann segist hafa gert mistök en árásarmaðurinn dvaldi ólöglega í Belgíu. 21. október 2023 15:49
Árásarmaðurinn í Brussel skotinn af lögreglu Árásarmaðurinn í Brussel sem skaut tvo Svía til bana í gærkvöldi og særði einn til viðbótar var skotinn til bana af lögreglu snemma í morgun. 17. október 2023 06:41
Hinir látnu í Brussel eldri karlmenn Svíarnir sem drepnir voru í hryðjuverkaárás í Brussel í Belgíu í gær voru karlmenn, annar á sjötugsaldri og hinn á áttræðisaldri. Annar mannanna var búsettur í Stokkhólmi og hinn bjó erlendis. 17. október 2023 13:10