Árásarmaðurinn í Brussel hafði flúið úr fangelsi í Túnis Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. október 2023 20:23 Abdesalem Lassoued flúði úr fangelsi í Túnis árið 2011 og sigldi eftir það til Ítalíu. Hann hafði síðan flakkað um Evrópu og endaði í Belgíu þar sem hann skaut tvo til bana. AP Árásarmaðurinn sem skaut tvo Svía til bana í Brussel fyrir viku síðan flúði úr túnisísku fangelsi árið 2011. Yfirvöld í Túnis óskuðu eftir framsali mannsins í fyrra en framsalsskjalið týndist á skrifstofu saksóknara. Tim de Wolf, aðalsaksóknari Brussel, hélt blaðamannafund í dag um mál hins 45 ára Abdesalem Lassoued, árásarmanninn sem skaut tvo til bana í Brussel. Þar kom fram að Lassoued hefði hlotið 26 ára dóm árið 2005 í Túnis vegna ýmissa brota, þar á meðal fyrir tvær tilraunir til manndráps. Hins vegar flúði Lassoued úr fangelsinu árið 2011 og sigldi síðan til ítölsku eyjunnar Lampedusa. Hann flakkaði síðan á milli ýmissa landa og endaði í Belgíu. Þar sótti hann um hæli en var neitað um það árið 2021. Eftir það dvaldi hann ólöglega í landinu og var á ratsjá lögreglunnar vegna gruns um ýmsa glæpi, þar á meðal mansal. Týndu skjalinu á skrifstofunni Á blaðamannafundinum reyndi de Wolf einnig að útskýra hvers vegna Lassoued hefði ekki verið vísað úr landi eftir að yfirvöld í Túnis óskuðu eftir framsali hans. Skjal um framsal Lassoued barst til skrifstofu saksóknara í september á síðasta ári en svo virðist sem það hafi týnst eða gleymst í skjalaskáp. Starfsmenn saksóknaraembættisins vita sjálfir ekki hvað varð um skjalið og það eru engin merki þess að unnið hafi verið í málinu. Að sögn de Wolf átti undirmönnun á skrifstofu saksóknara þátt í máli en það afsakaði þó ekki klúðrið. Árásarmaðurinn hafði áður búið í Svíþjóð og meðal annars setið þar í fangelsi fyrir eiturlyfjasölu. Hann hafði sótt um hæli í Noregi, Svíþjóð, Ítalíu og Belgíu en Belgar höfnuðu honum árið 2021. Sagði af sér út af málinu Vincent Van Quickenborne, dómsmálaráðherra Belgíu, tilkynnti afsögn sína í gær vegna þeirra mistaka að hafa ekki vísað Lassoued úr landi. Quickenborne sagði að mistökin hefðu haft hræðilegar afleiðingar sem skrifuðust á hann og því sagði hann af sér. Eins og hefur áður komið fram létu tveir Svíar, fótboltaaðdáendur, lífið í árásinni og einn særðist til viðbótar. Hinir látnu voru eldri karlmenn, annar á sjötugsaldri og hinn á áttræðisaldri. Annar þeirra var búsettur í Stokkhólmi en hinn bjó erlendis. Belgía Túnis Svíþjóð Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra Belgíu segir af sér vegna skotárásarinnar Dómsmálaráðherra Belgíu hefur ákveðið að segja af sér vegna skotárásar þar sem tveir Svíar voru skotnir til bana í Brussel í vikunni. Hann segist hafa gert mistök en árásarmaðurinn dvaldi ólöglega í Belgíu. 21. október 2023 15:49 Árásarmaðurinn í Brussel skotinn af lögreglu Árásarmaðurinn í Brussel sem skaut tvo Svía til bana í gærkvöldi og særði einn til viðbótar var skotinn til bana af lögreglu snemma í morgun. 17. október 2023 06:41 Hinir látnu í Brussel eldri karlmenn Svíarnir sem drepnir voru í hryðjuverkaárás í Brussel í Belgíu í gær voru karlmenn, annar á sjötugsaldri og hinn á áttræðisaldri. Annar mannanna var búsettur í Stokkhólmi og hinn bjó erlendis. 17. október 2023 13:10 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Sjá meira
Tim de Wolf, aðalsaksóknari Brussel, hélt blaðamannafund í dag um mál hins 45 ára Abdesalem Lassoued, árásarmanninn sem skaut tvo til bana í Brussel. Þar kom fram að Lassoued hefði hlotið 26 ára dóm árið 2005 í Túnis vegna ýmissa brota, þar á meðal fyrir tvær tilraunir til manndráps. Hins vegar flúði Lassoued úr fangelsinu árið 2011 og sigldi síðan til ítölsku eyjunnar Lampedusa. Hann flakkaði síðan á milli ýmissa landa og endaði í Belgíu. Þar sótti hann um hæli en var neitað um það árið 2021. Eftir það dvaldi hann ólöglega í landinu og var á ratsjá lögreglunnar vegna gruns um ýmsa glæpi, þar á meðal mansal. Týndu skjalinu á skrifstofunni Á blaðamannafundinum reyndi de Wolf einnig að útskýra hvers vegna Lassoued hefði ekki verið vísað úr landi eftir að yfirvöld í Túnis óskuðu eftir framsali hans. Skjal um framsal Lassoued barst til skrifstofu saksóknara í september á síðasta ári en svo virðist sem það hafi týnst eða gleymst í skjalaskáp. Starfsmenn saksóknaraembættisins vita sjálfir ekki hvað varð um skjalið og það eru engin merki þess að unnið hafi verið í málinu. Að sögn de Wolf átti undirmönnun á skrifstofu saksóknara þátt í máli en það afsakaði þó ekki klúðrið. Árásarmaðurinn hafði áður búið í Svíþjóð og meðal annars setið þar í fangelsi fyrir eiturlyfjasölu. Hann hafði sótt um hæli í Noregi, Svíþjóð, Ítalíu og Belgíu en Belgar höfnuðu honum árið 2021. Sagði af sér út af málinu Vincent Van Quickenborne, dómsmálaráðherra Belgíu, tilkynnti afsögn sína í gær vegna þeirra mistaka að hafa ekki vísað Lassoued úr landi. Quickenborne sagði að mistökin hefðu haft hræðilegar afleiðingar sem skrifuðust á hann og því sagði hann af sér. Eins og hefur áður komið fram létu tveir Svíar, fótboltaaðdáendur, lífið í árásinni og einn særðist til viðbótar. Hinir látnu voru eldri karlmenn, annar á sjötugsaldri og hinn á áttræðisaldri. Annar þeirra var búsettur í Stokkhólmi en hinn bjó erlendis.
Belgía Túnis Svíþjóð Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra Belgíu segir af sér vegna skotárásarinnar Dómsmálaráðherra Belgíu hefur ákveðið að segja af sér vegna skotárásar þar sem tveir Svíar voru skotnir til bana í Brussel í vikunni. Hann segist hafa gert mistök en árásarmaðurinn dvaldi ólöglega í Belgíu. 21. október 2023 15:49 Árásarmaðurinn í Brussel skotinn af lögreglu Árásarmaðurinn í Brussel sem skaut tvo Svía til bana í gærkvöldi og særði einn til viðbótar var skotinn til bana af lögreglu snemma í morgun. 17. október 2023 06:41 Hinir látnu í Brussel eldri karlmenn Svíarnir sem drepnir voru í hryðjuverkaárás í Brussel í Belgíu í gær voru karlmenn, annar á sjötugsaldri og hinn á áttræðisaldri. Annar mannanna var búsettur í Stokkhólmi og hinn bjó erlendis. 17. október 2023 13:10 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Sjá meira
Dómsmálaráðherra Belgíu segir af sér vegna skotárásarinnar Dómsmálaráðherra Belgíu hefur ákveðið að segja af sér vegna skotárásar þar sem tveir Svíar voru skotnir til bana í Brussel í vikunni. Hann segist hafa gert mistök en árásarmaðurinn dvaldi ólöglega í Belgíu. 21. október 2023 15:49
Árásarmaðurinn í Brussel skotinn af lögreglu Árásarmaðurinn í Brussel sem skaut tvo Svía til bana í gærkvöldi og særði einn til viðbótar var skotinn til bana af lögreglu snemma í morgun. 17. október 2023 06:41
Hinir látnu í Brussel eldri karlmenn Svíarnir sem drepnir voru í hryðjuverkaárás í Brussel í Belgíu í gær voru karlmenn, annar á sjötugsaldri og hinn á áttræðisaldri. Annar mannanna var búsettur í Stokkhólmi og hinn bjó erlendis. 17. október 2023 13:10