Kvennaverkfall 2023; Betur má ef duga skal! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 23. október 2023 13:00 Þó nokkuð hafi þokast í jafnréttisátt hvað varðar launamun kynjanna á síðustu árum og áratugum, þá hefur takmarkinu ekki enn verið náð. Og hvert er þá takmarkið? Að uppræta misréttið Samkvæmt jafnréttisvísitölu World Economic Forum trónir Ísland nú á toppi vísitölunnar, fjórtánda árið í röð. En betur má ef duga skal, því hægagangur í leiðréttingu á vanmati kvennastarfa er átakanlegur. Nýjustu tölur Hagstofunnar sýna að meðaltal atvinnutekna kvenna er 28% lægra á ársgrundvelli en meðaltal atvinnutekna karla. Munur í tímakaupi er um 9%. Skýringarnar á þessum mun eru margþættar og sögulegar en þær má m.a. rekja til kerfisbundins vanmats þeirra starfa sem að stærstum hluta er sinnt af konum. Hér eiga sérfræðistörf á opinberum markaði veigamikinn þátt. Kvennaverkfallið þann 24. október snýst um mikilvæga þætti í kvennabaráttu, þ.á.m. um nauðsyn þess að koma upplýsingum af þessu tagi á framfæri og að þrýsta á um kraftmeiri aðgerðir í þágu efnahagslegs- og félagslegs jafnréttis á Íslandi. Til að auka slagkraftinn í baráttunni eru konur og kvár hvött til að leggja niður störf nk. þriðjudag og sýna þannig mátt sinn í verki. Fyrir okkur og þau sem á eftir okkur koma, en einnig fyrir þær kynslóðir sem á undan gengu og ruddu brautina. Miklu minni ávinningur af háskólamenntun hjá konum Samkvæmt skýrslu BHM um virði menntunar á Íslandi sem gefin var út á árinu 2022 var ávinningur kvenna af háskólamenntun, mældur í tekjuaukningu á við framhaldsskólamenntun, neikvæður allt til ársins 2000. Með öðrum orðum, þá borguðu konur með menntun sinni allt fram að aldamótum! Ef staða kynjanna er borin saman miðað við atvinnutekjur árið 2019 sést enn fremur að ávinningur kvenna af háskólamenntun, mældur í tekjuauka á við framhaldsskólamenntun, var 19% fyrir konur en 55% fyrir karla! Ævitekjuferlar sýna mismikinn mun í atvinnutekjum kynjanna yfir ævina, en þó hallar augljóslega mest á miðaldra konur. Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar er munur í atvinnutekjum miðaldra háskólamenntaðra kvenna og miðaldra háskólamenntaðra karla um 40%. Okkur er hollt að velta því fyrir okkur hvort sú staðreynd komi á óvart...? Misréttið hefst við upphaf starfsævinnar Ef horft er til grunnlaunaröðunar í stofnanasamningum ríkisins kemur í ljós greinilegur halli í mati á virði starfa. Nærtækast er dæmið um konu í heilbrigðisstétt og karl í hefðbundnu skrifstofustarfi. Einstaklingarnir hafa sambærilegt nám að baki og vinna á sama vinnustað út starfsævina. Þau hækka bæði reglubundið um launaflokk eða launaþrep í samræmi við ákvæði stofnanasamninga t.a.m. vegna starfsaldurs eða viðbótarmenntunar. Mörg dæmi eru um að karlinn grunnraðist í launaflokk 13 á fyrsta ári í launatöflum ríkisins meðan konan grunnraðast í launaflokk 8-10. Munurinn getur numið allt að 25% í grunnlaunum á fyrsta ári. Því miður gefur fyrsta ár starfsævinnar oft tóninn fyrir ævina í heild, því munurinn eykst oft eftir því sem árin færast yfir, þar sem karlar eru líklegri til að hljóta framgang í starfi en konur. Kvennaverkfalli er ætlað að vekja athygli á misrétti af þessu tagi og mikilvægi þess að það sé leiðrétt. Átaksverkefni verkalýðshreyfingar og atvinnulífs Launafólk og launagreiðendur eru ekki sammála um allt, en við hljótum öll að bera þá von í brjósti að á endanum náum við því sjálfsagða markmiði að greidd séu jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf. Óháð þjóðfélagsstöðu, menntun, kyni, kynhneigð eða kynvitund. Ómálefnaleg mismunum í launum er meinsemd sem þarf að uppræta í þágu okkar sem nú berum uppi íslenskan vinnumarkað og í þágu þeirra kynslóða sem við erum að ryðja brautina fyrir. Verum óhrædd við að opna samtalið byggt á staðreyndum og gögnum. Gerum gangskör að því að uppræta misréttið. Kvennaverkfallið þann 24. október er okkar lóð á vogarskálarnar. Sjáumst á þriðjudaginn! Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Kvennaverkfall Kjaramál Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þó nokkuð hafi þokast í jafnréttisátt hvað varðar launamun kynjanna á síðustu árum og áratugum, þá hefur takmarkinu ekki enn verið náð. Og hvert er þá takmarkið? Að uppræta misréttið Samkvæmt jafnréttisvísitölu World Economic Forum trónir Ísland nú á toppi vísitölunnar, fjórtánda árið í röð. En betur má ef duga skal, því hægagangur í leiðréttingu á vanmati kvennastarfa er átakanlegur. Nýjustu tölur Hagstofunnar sýna að meðaltal atvinnutekna kvenna er 28% lægra á ársgrundvelli en meðaltal atvinnutekna karla. Munur í tímakaupi er um 9%. Skýringarnar á þessum mun eru margþættar og sögulegar en þær má m.a. rekja til kerfisbundins vanmats þeirra starfa sem að stærstum hluta er sinnt af konum. Hér eiga sérfræðistörf á opinberum markaði veigamikinn þátt. Kvennaverkfallið þann 24. október snýst um mikilvæga þætti í kvennabaráttu, þ.á.m. um nauðsyn þess að koma upplýsingum af þessu tagi á framfæri og að þrýsta á um kraftmeiri aðgerðir í þágu efnahagslegs- og félagslegs jafnréttis á Íslandi. Til að auka slagkraftinn í baráttunni eru konur og kvár hvött til að leggja niður störf nk. þriðjudag og sýna þannig mátt sinn í verki. Fyrir okkur og þau sem á eftir okkur koma, en einnig fyrir þær kynslóðir sem á undan gengu og ruddu brautina. Miklu minni ávinningur af háskólamenntun hjá konum Samkvæmt skýrslu BHM um virði menntunar á Íslandi sem gefin var út á árinu 2022 var ávinningur kvenna af háskólamenntun, mældur í tekjuaukningu á við framhaldsskólamenntun, neikvæður allt til ársins 2000. Með öðrum orðum, þá borguðu konur með menntun sinni allt fram að aldamótum! Ef staða kynjanna er borin saman miðað við atvinnutekjur árið 2019 sést enn fremur að ávinningur kvenna af háskólamenntun, mældur í tekjuauka á við framhaldsskólamenntun, var 19% fyrir konur en 55% fyrir karla! Ævitekjuferlar sýna mismikinn mun í atvinnutekjum kynjanna yfir ævina, en þó hallar augljóslega mest á miðaldra konur. Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar er munur í atvinnutekjum miðaldra háskólamenntaðra kvenna og miðaldra háskólamenntaðra karla um 40%. Okkur er hollt að velta því fyrir okkur hvort sú staðreynd komi á óvart...? Misréttið hefst við upphaf starfsævinnar Ef horft er til grunnlaunaröðunar í stofnanasamningum ríkisins kemur í ljós greinilegur halli í mati á virði starfa. Nærtækast er dæmið um konu í heilbrigðisstétt og karl í hefðbundnu skrifstofustarfi. Einstaklingarnir hafa sambærilegt nám að baki og vinna á sama vinnustað út starfsævina. Þau hækka bæði reglubundið um launaflokk eða launaþrep í samræmi við ákvæði stofnanasamninga t.a.m. vegna starfsaldurs eða viðbótarmenntunar. Mörg dæmi eru um að karlinn grunnraðist í launaflokk 13 á fyrsta ári í launatöflum ríkisins meðan konan grunnraðast í launaflokk 8-10. Munurinn getur numið allt að 25% í grunnlaunum á fyrsta ári. Því miður gefur fyrsta ár starfsævinnar oft tóninn fyrir ævina í heild, því munurinn eykst oft eftir því sem árin færast yfir, þar sem karlar eru líklegri til að hljóta framgang í starfi en konur. Kvennaverkfalli er ætlað að vekja athygli á misrétti af þessu tagi og mikilvægi þess að það sé leiðrétt. Átaksverkefni verkalýðshreyfingar og atvinnulífs Launafólk og launagreiðendur eru ekki sammála um allt, en við hljótum öll að bera þá von í brjósti að á endanum náum við því sjálfsagða markmiði að greidd séu jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf. Óháð þjóðfélagsstöðu, menntun, kyni, kynhneigð eða kynvitund. Ómálefnaleg mismunum í launum er meinsemd sem þarf að uppræta í þágu okkar sem nú berum uppi íslenskan vinnumarkað og í þágu þeirra kynslóða sem við erum að ryðja brautina fyrir. Verum óhrædd við að opna samtalið byggt á staðreyndum og gögnum. Gerum gangskör að því að uppræta misréttið. Kvennaverkfallið þann 24. október er okkar lóð á vogarskálarnar. Sjáumst á þriðjudaginn! Höfundur er formaður BHM.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun