Í tilefni af vitundarvakningu Guðmundur Ármann Pétursson skrifar 22. október 2023 08:30 Október er alþjóðlegur mánuður vitundarvakningar Downs heilkennis. Árangur vitundarvakningar og réttindabaráttu í tengslum við Downs heilkennið og réttindarbaráttu hagsmunasamtaka fatlaðs fólks er okkur öllum mikilvæg. Árangur þeirrar baráttu skilar okkur betra samfélagi, samfélagi inngildingar. Inngildandi samfélag er ekki bara einstaklingum með Downs heilkenni mikilvæg, hún er öllum hópum samfélagsins mikilvæg vegna þess að; Þar er fósturgreining nýtt til stuðnings og fræðslu í stað þess að leita uppi einn ákveðinn hóp með þeim afleiðingum að börn með Downs heilkenni fæðast nánast ekki lengur. Þar er leikskóli staður þar sem börn fá að vera, upplifa og kynnast án staðalmynda og skoðana okkar sem eldri erum. Þar er grunnskóli skóli allra nemenda þar sem enginn fær það hlutskipti að þurfa að „laga sig að“. Þar er félags- og íþróttastarf aðgengilegt öllum börnum og unglingum. Þar fær enginn þau skilaboð að hans þáttaka sé „ekki fjármögnuð“. Þar er framhaldsskóli, skóli fjölbreyttra tækifæra þar sem allir nemendur geta valið sér nám út frá áhugasviði, hæfni og námsmarkmiðum. Þar er háskólanám raunhæfur, aðgengilegur og spennandi kostur fyrir alla verðandi háskólanema. Þar er aðgengi einstaklinga með skerta starfsgetu að vinnumarkaði eðlilegur þáttur í starfsemi ráðningastofa, ekki „úrræði“ á vegum Vinnumálastofnunar. Þar eru einstaklingar með skerta starfsgetu launþegar sem hafa framfærslutryggingu sem opnar möguleika til tekna, tækifæra og samfélagsþátttöku í stað þess að vera bótaþegar sem eru bundnir í báða fætur. Þar eru samfélags- og kerfisbreytingar til að bæta lífsgæði, aðgengi og öryggi allra. Ekki orsök útilokunar og aðgreiningar. Þar er virðing borin fyrir viðhorfum og skoðunum allra einstaklinga og tillit til þeirra tekið. Þar er ekki valkvætt hvort fara eigi að lögum þegar kemur að lögbundnum rétti ákveðins hóps einstaklinga. Það á að vera sameiginlegt hagsmunamál okkar allra að íslenskt samfélag sé inngildandi samfélag. Höfundur er formaður Félags áhugafólks um Downs heilkennið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Downs-heilkenni Mest lesið Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Október er alþjóðlegur mánuður vitundarvakningar Downs heilkennis. Árangur vitundarvakningar og réttindabaráttu í tengslum við Downs heilkennið og réttindarbaráttu hagsmunasamtaka fatlaðs fólks er okkur öllum mikilvæg. Árangur þeirrar baráttu skilar okkur betra samfélagi, samfélagi inngildingar. Inngildandi samfélag er ekki bara einstaklingum með Downs heilkenni mikilvæg, hún er öllum hópum samfélagsins mikilvæg vegna þess að; Þar er fósturgreining nýtt til stuðnings og fræðslu í stað þess að leita uppi einn ákveðinn hóp með þeim afleiðingum að börn með Downs heilkenni fæðast nánast ekki lengur. Þar er leikskóli staður þar sem börn fá að vera, upplifa og kynnast án staðalmynda og skoðana okkar sem eldri erum. Þar er grunnskóli skóli allra nemenda þar sem enginn fær það hlutskipti að þurfa að „laga sig að“. Þar er félags- og íþróttastarf aðgengilegt öllum börnum og unglingum. Þar fær enginn þau skilaboð að hans þáttaka sé „ekki fjármögnuð“. Þar er framhaldsskóli, skóli fjölbreyttra tækifæra þar sem allir nemendur geta valið sér nám út frá áhugasviði, hæfni og námsmarkmiðum. Þar er háskólanám raunhæfur, aðgengilegur og spennandi kostur fyrir alla verðandi háskólanema. Þar er aðgengi einstaklinga með skerta starfsgetu að vinnumarkaði eðlilegur þáttur í starfsemi ráðningastofa, ekki „úrræði“ á vegum Vinnumálastofnunar. Þar eru einstaklingar með skerta starfsgetu launþegar sem hafa framfærslutryggingu sem opnar möguleika til tekna, tækifæra og samfélagsþátttöku í stað þess að vera bótaþegar sem eru bundnir í báða fætur. Þar eru samfélags- og kerfisbreytingar til að bæta lífsgæði, aðgengi og öryggi allra. Ekki orsök útilokunar og aðgreiningar. Þar er virðing borin fyrir viðhorfum og skoðunum allra einstaklinga og tillit til þeirra tekið. Þar er ekki valkvætt hvort fara eigi að lögum þegar kemur að lögbundnum rétti ákveðins hóps einstaklinga. Það á að vera sameiginlegt hagsmunamál okkar allra að íslenskt samfélag sé inngildandi samfélag. Höfundur er formaður Félags áhugafólks um Downs heilkennið.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun