Grunaði sjálfan sig um græsku vegna leynihólfs Jón Þór Stefánsson skrifar 20. október 2023 14:13 Einn hinna ákærðu kom með vistir í skútuna í fjörunni við Garðskagavita á Reykjanesi. Skömmu síðar kom lögreglan um borð og fann fíkniefnin. Vísir/Vilhelm Einn þriggja danskra sakborninga sem er ákærður fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot með innflutning á hassi með skútu, segist hafa grunað að fíkniefni væru í skútunni, þar sem hann hafi tekið eftir því að búið væri að útbúa leynihólf í hana. Hann hafi þó ekki vitað af þeim. Þá sagði hann að hann hafi átt að eignast skútuna þegar hann væri búinn að sigla henni á áfangastað þeirra í Grænlandi. Þetta kemur fram í úrskurði Landsréttar yfir manninum, sem mun sæta gæsluvarðhaldi til áttunda nóvember. Skútan var sjósett frá Danmörku, en stoppaði á leið sinni á Íslandi. Mennirnir þrír hafa verið ákærðir fyrir að reyna að smygla tæplega 160 kílóum af hassi til Grænlands. Tveir þeirra voru um borð í skútunni, en sá þriðji kom hingað til lands að fyrirmælum óþekktra aðila til að hjálpa þeim með því að færa þeim vistir í fjörunni við Garðskagavita á Reykjanesi. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum er haft eftir öðrum skútumanninum að þeir hafi lent í óveðri á leið sinni sem hafi orðið til þess að þá vantaði byrgðir og eldsneyti og því stoppað á Íslandi. Sagði meira í hverri skýrslutöku Svo virðist sem hann hafi gefið meira og meira upp við hverja skýrslutöku lögreglu. Fyrst hafi hann haldið því fram að hann hefði enga vitneskju um fíkniefnin sem voru um borð og að gamall vinur hans hafi fengið hann til að sigla til Grænlands. Í annarri skýrslutöku sagði hann að honum hafi grunað að það væru fíkniefni í skútunni vegna áðurnefnds leynihólfs. Í þriðju skýrslutökunni sagði hann síðan að maðurinn sem fékk hann til verksins hafi látið hann hafa blað þar sem á stóð hvað hann ætti að gera. Hinn skútumaðurinn sagði þá í skemmtiferð Áður hefur verið greint frá framburði hins skútumannsins, en sá hefur haldið því fram að um hafi verið að ræða skemmtiferð í skútunni. Hann hafi vitað af hinum skútumanninum í meira en tíu ár, en þeir hafi þó ekki þekkt hvorn annan vel. Hann hefur haldið því fram að hann hafi ekki vitað af fíkniefnunum. Þá sagðist hann ekki muna hver hefði millifært á sig peningum til að kaupa skútuna. Fyrrverandi eigandi skútunnar framvísaði millifærslu upp á 150 þúsund danskar krónur, rúmar þrjár milljónir íslenskra króna. Fíkniefnabrot Dómsmál Skútumálið 2023 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Sjá meira
Þá sagði hann að hann hafi átt að eignast skútuna þegar hann væri búinn að sigla henni á áfangastað þeirra í Grænlandi. Þetta kemur fram í úrskurði Landsréttar yfir manninum, sem mun sæta gæsluvarðhaldi til áttunda nóvember. Skútan var sjósett frá Danmörku, en stoppaði á leið sinni á Íslandi. Mennirnir þrír hafa verið ákærðir fyrir að reyna að smygla tæplega 160 kílóum af hassi til Grænlands. Tveir þeirra voru um borð í skútunni, en sá þriðji kom hingað til lands að fyrirmælum óþekktra aðila til að hjálpa þeim með því að færa þeim vistir í fjörunni við Garðskagavita á Reykjanesi. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum er haft eftir öðrum skútumanninum að þeir hafi lent í óveðri á leið sinni sem hafi orðið til þess að þá vantaði byrgðir og eldsneyti og því stoppað á Íslandi. Sagði meira í hverri skýrslutöku Svo virðist sem hann hafi gefið meira og meira upp við hverja skýrslutöku lögreglu. Fyrst hafi hann haldið því fram að hann hefði enga vitneskju um fíkniefnin sem voru um borð og að gamall vinur hans hafi fengið hann til að sigla til Grænlands. Í annarri skýrslutöku sagði hann að honum hafi grunað að það væru fíkniefni í skútunni vegna áðurnefnds leynihólfs. Í þriðju skýrslutökunni sagði hann síðan að maðurinn sem fékk hann til verksins hafi látið hann hafa blað þar sem á stóð hvað hann ætti að gera. Hinn skútumaðurinn sagði þá í skemmtiferð Áður hefur verið greint frá framburði hins skútumannsins, en sá hefur haldið því fram að um hafi verið að ræða skemmtiferð í skútunni. Hann hafi vitað af hinum skútumanninum í meira en tíu ár, en þeir hafi þó ekki þekkt hvorn annan vel. Hann hefur haldið því fram að hann hafi ekki vitað af fíkniefnunum. Þá sagðist hann ekki muna hver hefði millifært á sig peningum til að kaupa skútuna. Fyrrverandi eigandi skútunnar framvísaði millifærslu upp á 150 þúsund danskar krónur, rúmar þrjár milljónir íslenskra króna.
Fíkniefnabrot Dómsmál Skútumálið 2023 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent