Fórnarlamb skotárásarinnar lést á sjúkrahúsi en fyrsta hjálp sjúkraliða á vettvangi reyndist árangurslaus. Maðurinn var skotinn mörgum skotum af stuttu færi nálægt aðaljárnbrautarstöðinni í Kaupmannahöfn.
Lögregla veit hver hinn látni er en hann er ekki talin vera „í beinum tengslum“ við glæpagengi, eins og Jesper Bangsgaard aðstoðaryfirlögregluþjónn komst að orði á blaðamannafundi fyrr í kvöld.
Tilefni árásarinnar, og hvort árásarmaðurinn og hinn látni hafi þekkst, liggur ekki fyrir samkvæmt Danska ríkisútvarpinu.
Eins og fyrr segir leitar lögregla að árásarmanninum en lýst hefur verið eftir grannvöxnum manni sem sást fara af vettvangi á rafhlaupahjóli. Hann var í appelsínugulum jakka og með bláa tösku, sambærilegri þeirri sem sendlar nota, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni í Kaupmannahöfn. Stóru svæði hefur verið lokað vegna rannsóknarinnar og þá hafa þyrlur verið nýttar til leitar.
Ifm. skyderiet i Herholdtsgade/Nyropsgade har vi afspærret et større område, og vi beder alle respektere politiets anvisninger. For nuværende er det ikke muligt at afhente parkerede biler på Herholdtsgade ml. Vester Søgade og Vester Farimagsgade og på Nyropsgade ml....
— Københavns Politi (@KobenhavnPoliti) October 19, 2023