Allt annað líf fyrir eldra fólk Sigurður Gunnsteinsson skrifar 18. október 2023 14:31 Í samtölum mínum við eldra fólk með fíknivanda segja þau hvernig lífsgæði þeirra hafa batnað við það að hætta neyslu áfengis og annara vímuefna og hvernig lausn undan lyfjamisnotkun býður upp á ný tækifæri sem annars hefðu glatast í vímu og vanlíðan. Þetta verður allt annað líf. Fíknisjúkdómurinn hefur áhrif á manneskjuna alla í heild sinni, félagslega, andlega og ekki hvað síst líkamlega. Batinn byggist fyrst og fremst á því að stöðva alla neyslu á vímuefnum og ná aftur færni til að lifa eðlilegu lífi og getu til að njóta þeirra hæfileika sem hver manneskja býr yfir. Til að það takist sem best þarf að huga vel að þörfum á borð við næringu, öryggi og skjól. Þá eru mikilvægar sálrænar þarfir eins og að tilheyra einhverjum og að finna til sín, vera einhvers virði, geta brugðið á leik og lagt eitthvað af mörkum í sínu umhverfi. Breytingum sem verða á lífi eldri einstaklinga í bata þegar neysla er stöðvuð má lýsa sem algjörlega nýju lífi: bætt líkamleg heilsa þegar næringu og matarvenjum er betur sinnt. betri svefn, bætt samskipti við aðra og meira úthald og þrek. hreyfing verður fastur liður í daglegum venjum. lækniseftirlit verður fyrirbyggjandi. stoltið til að líta betur út og hafa sig til verður atriði í daglegum venjum. margir fara að stunda golf eða sund og vatnsmeðferðir. vaknandi vitund um almenna heilsugæslu á sjálfum sér. Þessu fylgir betri sálræn heilsa og betri líðan almennt, stórbætt hugarfarsleg geta, minni kvíði og þunglyndi, minnkandi lyfjaþörf og fleiri gleðistundir og bjartsýni, hlátur og gamansemi verður aftur hluti af lífinu. Dagarnir verða fjölbreyttari og fá tilgang sem áður var að mestu leyti glataður. Og kannski verður mesta breyting til batnaðar í félagslegri heilsu þegar einangrun rofnar og tengsl við annað fólk myndast á ný og trosnuð fjölskyldubönd styrkjast. Fólk býr til ný sambönd, vináttusambönd, ástarsambönd og lætur jafnvel til sín taka á vettvangi félagsmála og þjóðmála. Stöðugleiki myndast fljótlega og mikilvæg hlutverk í batasamfélaginu verða til. Reynsla eldri alkóhólista sem langir lífsdagar hafa fært þeim á ýmsum sviðum koma að góðum notum við ýmiss tækifæri sem gefast gjarnan. Mér verður einmitt hugsað til þessara þátta þegar rætt er um að skera eigi niður þjónustu og aðstoð til þeirra sem hafa ekki háværar raddir eða talsmenn í okkar samfélagi. Það er til marks um hámenningu, reisn, virðingu og þjóðarstolt að hlúa vel að þeim sem minna mega sín og þurfa á hjálp að halda. Höfundur er áfengis- og vímuefnaráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Í samtölum mínum við eldra fólk með fíknivanda segja þau hvernig lífsgæði þeirra hafa batnað við það að hætta neyslu áfengis og annara vímuefna og hvernig lausn undan lyfjamisnotkun býður upp á ný tækifæri sem annars hefðu glatast í vímu og vanlíðan. Þetta verður allt annað líf. Fíknisjúkdómurinn hefur áhrif á manneskjuna alla í heild sinni, félagslega, andlega og ekki hvað síst líkamlega. Batinn byggist fyrst og fremst á því að stöðva alla neyslu á vímuefnum og ná aftur færni til að lifa eðlilegu lífi og getu til að njóta þeirra hæfileika sem hver manneskja býr yfir. Til að það takist sem best þarf að huga vel að þörfum á borð við næringu, öryggi og skjól. Þá eru mikilvægar sálrænar þarfir eins og að tilheyra einhverjum og að finna til sín, vera einhvers virði, geta brugðið á leik og lagt eitthvað af mörkum í sínu umhverfi. Breytingum sem verða á lífi eldri einstaklinga í bata þegar neysla er stöðvuð má lýsa sem algjörlega nýju lífi: bætt líkamleg heilsa þegar næringu og matarvenjum er betur sinnt. betri svefn, bætt samskipti við aðra og meira úthald og þrek. hreyfing verður fastur liður í daglegum venjum. lækniseftirlit verður fyrirbyggjandi. stoltið til að líta betur út og hafa sig til verður atriði í daglegum venjum. margir fara að stunda golf eða sund og vatnsmeðferðir. vaknandi vitund um almenna heilsugæslu á sjálfum sér. Þessu fylgir betri sálræn heilsa og betri líðan almennt, stórbætt hugarfarsleg geta, minni kvíði og þunglyndi, minnkandi lyfjaþörf og fleiri gleðistundir og bjartsýni, hlátur og gamansemi verður aftur hluti af lífinu. Dagarnir verða fjölbreyttari og fá tilgang sem áður var að mestu leyti glataður. Og kannski verður mesta breyting til batnaðar í félagslegri heilsu þegar einangrun rofnar og tengsl við annað fólk myndast á ný og trosnuð fjölskyldubönd styrkjast. Fólk býr til ný sambönd, vináttusambönd, ástarsambönd og lætur jafnvel til sín taka á vettvangi félagsmála og þjóðmála. Stöðugleiki myndast fljótlega og mikilvæg hlutverk í batasamfélaginu verða til. Reynsla eldri alkóhólista sem langir lífsdagar hafa fært þeim á ýmsum sviðum koma að góðum notum við ýmiss tækifæri sem gefast gjarnan. Mér verður einmitt hugsað til þessara þátta þegar rætt er um að skera eigi niður þjónustu og aðstoð til þeirra sem hafa ekki háværar raddir eða talsmenn í okkar samfélagi. Það er til marks um hámenningu, reisn, virðingu og þjóðarstolt að hlúa vel að þeim sem minna mega sín og þurfa á hjálp að halda. Höfundur er áfengis- og vímuefnaráðgjafi.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun