Þúsundir mótmæltu árásinni á sjúkrahúsið í nótt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. október 2023 06:38 Hópar söfnuðust saman til að mótmæla við sendiráð og skrifstofur í Beirút í Líbanon. AP/Bilal Hussein Þúsundir flykktust út á götur borga í Mið-Austurlöndum í nótt til að mótmæla árás á al-Ahli al-Arabi sjúkrahúsið á Gasa, þar sem 300 til 500 manns eru taldir hafa látið lífið. Mótmælt var í Ramallah, Líbanon, Líbíu, Íran, Írak og Tyrklandi. Í Ramallah köstuðu mótmælendur grjóti að öryggissveitum Palestínumanna og þá kom til átaka við sendiráð Bandaríkjanna í Awkar í Líbanon. Hamas-samtökin segja Ísraelsher ábyrgan fyrir árásinni og Hezbollah-samtökin í Líbanon hafa kallað eftir „degi reiðinnar“. Ísralsmenn neita því að hafa ráðist á sjúkrahúsið og segja að um hafi verið að ræða eldflaugar sem skotið var á loft af Islamic Jihad. Tuttugu og tvö Arabaríki hafa sameinast um yfirlýsingu þar sem krafist er tafarlauss vopnahlés á svæðinu en Riyad Mansour, sendiherra Palestínu við Sameinuðu þjóðirnar, segir mikilvægast á þessu stigi að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir meira mannfall og brottflutning Palestínumanna frá Gasa. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur einnig kallað eftir tafarlausu vopnahléi. Þá hefur hann biðlað til Ísraela um að hleypa neyðaraðstoð inn á Gasa og til Hamas um að sleppa gíslum sem voru teknir í árásum samtakanna fyrir rúmri viku. Um það bil 300 til 500 manns eru sagðir hafa látist í árásinni á sjúkrahúsið og fjöldi er slasaður.AP/Abed Khaled Joe Bide Bandaríkjaforseti er væntanlegur til Tel Aviv á næstu mínútum. Áætluðum fundi í Jórdaníu með leiðtogum Jórdaníu, Palestínu og Egyptalands hefur verið frestað vegna árásarinnar á sjúkrahúsið. Associated Press hefur eftir heimildarmönnum innan bandaríska stjórkerfisins að þolinmæði Arabaríkja fyrir hernaðaraðgerðum Ísraela muni þrjóta ef ástandið á Gasa versnar. Fordæming þeirra gagnvart Ísrael myndi gefa bæði Hamas og Íran byr undir báða vængi. Utanríkisráðuneyti Rússlands segir árásina á sjúkrahúsið „sláandi glæp“ og hefur kallað eftir því að Ísrael birti gervihnattamyndir til að sanna að þeir hafi ekki staðið að henni. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Sjá meira
Mótmælt var í Ramallah, Líbanon, Líbíu, Íran, Írak og Tyrklandi. Í Ramallah köstuðu mótmælendur grjóti að öryggissveitum Palestínumanna og þá kom til átaka við sendiráð Bandaríkjanna í Awkar í Líbanon. Hamas-samtökin segja Ísraelsher ábyrgan fyrir árásinni og Hezbollah-samtökin í Líbanon hafa kallað eftir „degi reiðinnar“. Ísralsmenn neita því að hafa ráðist á sjúkrahúsið og segja að um hafi verið að ræða eldflaugar sem skotið var á loft af Islamic Jihad. Tuttugu og tvö Arabaríki hafa sameinast um yfirlýsingu þar sem krafist er tafarlauss vopnahlés á svæðinu en Riyad Mansour, sendiherra Palestínu við Sameinuðu þjóðirnar, segir mikilvægast á þessu stigi að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir meira mannfall og brottflutning Palestínumanna frá Gasa. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur einnig kallað eftir tafarlausu vopnahléi. Þá hefur hann biðlað til Ísraela um að hleypa neyðaraðstoð inn á Gasa og til Hamas um að sleppa gíslum sem voru teknir í árásum samtakanna fyrir rúmri viku. Um það bil 300 til 500 manns eru sagðir hafa látist í árásinni á sjúkrahúsið og fjöldi er slasaður.AP/Abed Khaled Joe Bide Bandaríkjaforseti er væntanlegur til Tel Aviv á næstu mínútum. Áætluðum fundi í Jórdaníu með leiðtogum Jórdaníu, Palestínu og Egyptalands hefur verið frestað vegna árásarinnar á sjúkrahúsið. Associated Press hefur eftir heimildarmönnum innan bandaríska stjórkerfisins að þolinmæði Arabaríkja fyrir hernaðaraðgerðum Ísraela muni þrjóta ef ástandið á Gasa versnar. Fordæming þeirra gagnvart Ísrael myndi gefa bæði Hamas og Íran byr undir báða vængi. Utanríkisráðuneyti Rússlands segir árásina á sjúkrahúsið „sláandi glæp“ og hefur kallað eftir því að Ísrael birti gervihnattamyndir til að sanna að þeir hafi ekki staðið að henni.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Sjá meira