Þúsundir mótmæltu árásinni á sjúkrahúsið í nótt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. október 2023 06:38 Hópar söfnuðust saman til að mótmæla við sendiráð og skrifstofur í Beirút í Líbanon. AP/Bilal Hussein Þúsundir flykktust út á götur borga í Mið-Austurlöndum í nótt til að mótmæla árás á al-Ahli al-Arabi sjúkrahúsið á Gasa, þar sem 300 til 500 manns eru taldir hafa látið lífið. Mótmælt var í Ramallah, Líbanon, Líbíu, Íran, Írak og Tyrklandi. Í Ramallah köstuðu mótmælendur grjóti að öryggissveitum Palestínumanna og þá kom til átaka við sendiráð Bandaríkjanna í Awkar í Líbanon. Hamas-samtökin segja Ísraelsher ábyrgan fyrir árásinni og Hezbollah-samtökin í Líbanon hafa kallað eftir „degi reiðinnar“. Ísralsmenn neita því að hafa ráðist á sjúkrahúsið og segja að um hafi verið að ræða eldflaugar sem skotið var á loft af Islamic Jihad. Tuttugu og tvö Arabaríki hafa sameinast um yfirlýsingu þar sem krafist er tafarlauss vopnahlés á svæðinu en Riyad Mansour, sendiherra Palestínu við Sameinuðu þjóðirnar, segir mikilvægast á þessu stigi að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir meira mannfall og brottflutning Palestínumanna frá Gasa. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur einnig kallað eftir tafarlausu vopnahléi. Þá hefur hann biðlað til Ísraela um að hleypa neyðaraðstoð inn á Gasa og til Hamas um að sleppa gíslum sem voru teknir í árásum samtakanna fyrir rúmri viku. Um það bil 300 til 500 manns eru sagðir hafa látist í árásinni á sjúkrahúsið og fjöldi er slasaður.AP/Abed Khaled Joe Bide Bandaríkjaforseti er væntanlegur til Tel Aviv á næstu mínútum. Áætluðum fundi í Jórdaníu með leiðtogum Jórdaníu, Palestínu og Egyptalands hefur verið frestað vegna árásarinnar á sjúkrahúsið. Associated Press hefur eftir heimildarmönnum innan bandaríska stjórkerfisins að þolinmæði Arabaríkja fyrir hernaðaraðgerðum Ísraela muni þrjóta ef ástandið á Gasa versnar. Fordæming þeirra gagnvart Ísrael myndi gefa bæði Hamas og Íran byr undir báða vængi. Utanríkisráðuneyti Rússlands segir árásina á sjúkrahúsið „sláandi glæp“ og hefur kallað eftir því að Ísrael birti gervihnattamyndir til að sanna að þeir hafi ekki staðið að henni. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Mótmælt var í Ramallah, Líbanon, Líbíu, Íran, Írak og Tyrklandi. Í Ramallah köstuðu mótmælendur grjóti að öryggissveitum Palestínumanna og þá kom til átaka við sendiráð Bandaríkjanna í Awkar í Líbanon. Hamas-samtökin segja Ísraelsher ábyrgan fyrir árásinni og Hezbollah-samtökin í Líbanon hafa kallað eftir „degi reiðinnar“. Ísralsmenn neita því að hafa ráðist á sjúkrahúsið og segja að um hafi verið að ræða eldflaugar sem skotið var á loft af Islamic Jihad. Tuttugu og tvö Arabaríki hafa sameinast um yfirlýsingu þar sem krafist er tafarlauss vopnahlés á svæðinu en Riyad Mansour, sendiherra Palestínu við Sameinuðu þjóðirnar, segir mikilvægast á þessu stigi að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir meira mannfall og brottflutning Palestínumanna frá Gasa. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur einnig kallað eftir tafarlausu vopnahléi. Þá hefur hann biðlað til Ísraela um að hleypa neyðaraðstoð inn á Gasa og til Hamas um að sleppa gíslum sem voru teknir í árásum samtakanna fyrir rúmri viku. Um það bil 300 til 500 manns eru sagðir hafa látist í árásinni á sjúkrahúsið og fjöldi er slasaður.AP/Abed Khaled Joe Bide Bandaríkjaforseti er væntanlegur til Tel Aviv á næstu mínútum. Áætluðum fundi í Jórdaníu með leiðtogum Jórdaníu, Palestínu og Egyptalands hefur verið frestað vegna árásarinnar á sjúkrahúsið. Associated Press hefur eftir heimildarmönnum innan bandaríska stjórkerfisins að þolinmæði Arabaríkja fyrir hernaðaraðgerðum Ísraela muni þrjóta ef ástandið á Gasa versnar. Fordæming þeirra gagnvart Ísrael myndi gefa bæði Hamas og Íran byr undir báða vængi. Utanríkisráðuneyti Rússlands segir árásina á sjúkrahúsið „sláandi glæp“ og hefur kallað eftir því að Ísrael birti gervihnattamyndir til að sanna að þeir hafi ekki staðið að henni.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira