Samveran eða hamstrahjólið Karólína Helga Símonardóttir skrifar 17. október 2023 08:30 Vegna umræðunnar síðustu daga um ábyrgð foreldra og líðan barna. Það er virkilega gott að þessi umræða á sér stað og ég vona að það taki sem flestir þátt í henni. Ég held við séum flest öll meðvituð um að íslenskum börnum og unglingum líði ekki nógu vel, en við erum svolítið upptekin af: „vegna þess að…“ Og þar koma ýmsar hugmyndir til sögunnaren flestir tala þar um síma- og foreldravandamál. Gott og blessað með það, jú þetta tvennt er klárlega vandamál hjá hluta barna og unglinga í samfélaginu - sama samfélagi og þar sem kulnun hjá fullorðnum hefur margfaldast. Aukin vanlíðan fullorðinna hefur einnig verið í umræðunni. Þegar rætt er um þetta í kringum mig þá tala flest allir um vöntun á frítíma fjölskyldunnar, líka fullorðnir. Það er ekki svo að fólk hlaupi í ræktina eða í áhugamál bara til þess að „losna“ undan foreldraskyldum sínum, heldurkannski til þess að reyna að finna gleði. Flest erum við föst í hamstrahjólinu sem við viljum komast út úr. Ég get ekki alhæft fyrir alla en mig grunar að sú staðhæfin eigi við um ansi marga. Öllum langar að standa sig, og þá sérstaklega gagnvart börnunum. Ég t.d. stunda golf sem mér finnst mjög skemmtilegt. Það er tímafrekt en veitir mér gleði á móti. Krakkarnir mínir hafa alveg kvartað undan því að ég fari í golf, minnsta mál. Ég hef líka oftar en ekki setið ein heima í fimm klukkutíma og beðið eftir börnunum mínum sem öll eru í sinni tómstund, í sínu lífi og jú, sínu hamstrahjóli. Ég hef oftar en einu sinni afboðað þau á æfingu svo öll fjölskyldan geti sest niður saman yfir kvöldmatnum. Það vilja allir foreldrar börnunum sínum vel, en það að vilja barninu sínu vel er oft erfið ákvörðun. Ég átti samtal við foreldri barns sem var ekki svo langt frá því að detta í ofþjálfun. Barnið var að keppa á við þrjú börn, með þremur liðum og að stunda sínar æfingar líka. Hvenær eða hvar á að setja mörkin? Ég hef sjálf verið með barn í sömu aðstæðum. Það er erfitt að ætla segja nei við barnið sitt sem er að fá tækifæri til þess að keppa upp fyrir sig eða er „undra barn“ í sinni tómstund. Það getur hvert einasta foreldri örugglega jánkað með mér að ég ætla ekki að vera foreldrið sem skemmir það tækifæri fyrir barninu. Hver er það sem á að stoppa ofnotkun á tímum barnanna okkar sem veldur þeim vanlíðan og kvíða? Ekki það, að tómstundir eru góðar og hafa góð áhrif á börn og ungmenni. En það er með tómstundir eins og allt annað, að allt er gott í hófi. Mig langaði einfaldlega að benda á það hér í þessari stuttu grein að vandamál með líðan barna og fullorðinna er svo sannarlega til staðar í samfélaginu en það er ekki eitthvað eitt sem veldur því. Nema jú kannski hamstrahjólið sem við erum öll föst í. Og hvað getum við gert? Hvernig getum við byrjað að rekja upp áratuga villu sem hefur hægt og rólega fengið að koma sér fyrir í samfélaginu og orðin svo föst að það er nánast engin leið til þess að leiðrétta hana? Nema jú kannski að byrja á því að rekja stykkið upp. Og hver ætlar að byrja? Fyrir nokkrum árum fór ég á fyrirlestur um frítíma fjölskyldunnar Fyrirlesarinn talaði um fjölskyldutímann á sunnudögum í Noregi. Þá er það þannig í einhverjum sveitafélögum hjá nágrönnum okkar að allir viðburðir eða keppnir barna eru bannaðar á sunnudögum Ég hef sjálf nefnt þetta oftar en einu sinni og vakti máls á þessu á síðasta sveitastjórnaþingi hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þar velti ég fram þeirri spurningu hvernig sveitarfélög geta lagt sitt af mörkum til þess að íslenskt samfélag geti verið fjölskylduvænna. Kannski getum við byrjað á því, hvert og eitt íslenskt sveitarfélag að banna viðburði barna, æfingar og keppnir einn sunnudag í mánuði? Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í fræðsluráði Hafnarfjarðar og varabæjarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karólína Helga Símonardóttir Börn og uppeldi Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Vegna umræðunnar síðustu daga um ábyrgð foreldra og líðan barna. Það er virkilega gott að þessi umræða á sér stað og ég vona að það taki sem flestir þátt í henni. Ég held við séum flest öll meðvituð um að íslenskum börnum og unglingum líði ekki nógu vel, en við erum svolítið upptekin af: „vegna þess að…“ Og þar koma ýmsar hugmyndir til sögunnaren flestir tala þar um síma- og foreldravandamál. Gott og blessað með það, jú þetta tvennt er klárlega vandamál hjá hluta barna og unglinga í samfélaginu - sama samfélagi og þar sem kulnun hjá fullorðnum hefur margfaldast. Aukin vanlíðan fullorðinna hefur einnig verið í umræðunni. Þegar rætt er um þetta í kringum mig þá tala flest allir um vöntun á frítíma fjölskyldunnar, líka fullorðnir. Það er ekki svo að fólk hlaupi í ræktina eða í áhugamál bara til þess að „losna“ undan foreldraskyldum sínum, heldurkannski til þess að reyna að finna gleði. Flest erum við föst í hamstrahjólinu sem við viljum komast út úr. Ég get ekki alhæft fyrir alla en mig grunar að sú staðhæfin eigi við um ansi marga. Öllum langar að standa sig, og þá sérstaklega gagnvart börnunum. Ég t.d. stunda golf sem mér finnst mjög skemmtilegt. Það er tímafrekt en veitir mér gleði á móti. Krakkarnir mínir hafa alveg kvartað undan því að ég fari í golf, minnsta mál. Ég hef líka oftar en ekki setið ein heima í fimm klukkutíma og beðið eftir börnunum mínum sem öll eru í sinni tómstund, í sínu lífi og jú, sínu hamstrahjóli. Ég hef oftar en einu sinni afboðað þau á æfingu svo öll fjölskyldan geti sest niður saman yfir kvöldmatnum. Það vilja allir foreldrar börnunum sínum vel, en það að vilja barninu sínu vel er oft erfið ákvörðun. Ég átti samtal við foreldri barns sem var ekki svo langt frá því að detta í ofþjálfun. Barnið var að keppa á við þrjú börn, með þremur liðum og að stunda sínar æfingar líka. Hvenær eða hvar á að setja mörkin? Ég hef sjálf verið með barn í sömu aðstæðum. Það er erfitt að ætla segja nei við barnið sitt sem er að fá tækifæri til þess að keppa upp fyrir sig eða er „undra barn“ í sinni tómstund. Það getur hvert einasta foreldri örugglega jánkað með mér að ég ætla ekki að vera foreldrið sem skemmir það tækifæri fyrir barninu. Hver er það sem á að stoppa ofnotkun á tímum barnanna okkar sem veldur þeim vanlíðan og kvíða? Ekki það, að tómstundir eru góðar og hafa góð áhrif á börn og ungmenni. En það er með tómstundir eins og allt annað, að allt er gott í hófi. Mig langaði einfaldlega að benda á það hér í þessari stuttu grein að vandamál með líðan barna og fullorðinna er svo sannarlega til staðar í samfélaginu en það er ekki eitthvað eitt sem veldur því. Nema jú kannski hamstrahjólið sem við erum öll föst í. Og hvað getum við gert? Hvernig getum við byrjað að rekja upp áratuga villu sem hefur hægt og rólega fengið að koma sér fyrir í samfélaginu og orðin svo föst að það er nánast engin leið til þess að leiðrétta hana? Nema jú kannski að byrja á því að rekja stykkið upp. Og hver ætlar að byrja? Fyrir nokkrum árum fór ég á fyrirlestur um frítíma fjölskyldunnar Fyrirlesarinn talaði um fjölskyldutímann á sunnudögum í Noregi. Þá er það þannig í einhverjum sveitafélögum hjá nágrönnum okkar að allir viðburðir eða keppnir barna eru bannaðar á sunnudögum Ég hef sjálf nefnt þetta oftar en einu sinni og vakti máls á þessu á síðasta sveitastjórnaþingi hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þar velti ég fram þeirri spurningu hvernig sveitarfélög geta lagt sitt af mörkum til þess að íslenskt samfélag geti verið fjölskylduvænna. Kannski getum við byrjað á því, hvert og eitt íslenskt sveitarfélag að banna viðburði barna, æfingar og keppnir einn sunnudag í mánuði? Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í fræðsluráði Hafnarfjarðar og varabæjarfulltrúi.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun