Laugarnesskólamálið einstakt tilvik og blygðunarsemisbrot Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. október 2023 22:10 Skólastjóri Laugarnesskóla segir leitt „hvernig umfjöllun í fjölmiðlum síðdegis atvikaðist.“ Vísir/Vilhelm Mál starfsmanns í Laugarnesskóla, sem var handtekinn á fimmtudag og er grunaður um kynferðisbrot, er rannsakað sem blygðunarsemisbrot. Þetta kemur fram í tölvupósti sem skólastjóri skólans sendi á foreldra og forsjáraðila. Fyrr í dag staðfesti Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að málið væri rannsakað sem kynferðisbrot. Hann gæti þó ekki farið nánar út í sakarefnið. Einstakt atvik Í póstinum sem Björn Gunnlaugsson sendi foreldrum segir að starsfólki skólans þyki leitt „hvernig umfjöllun í fjölmiðlum síðdegis atvikaðist.“ Ákjósanlegt hefði verið ef skólinn gæti miðlað upplýsingum til foreldra áður en fréttir af málinu yrðu fluttar. „Nú í lok dags fengum við staðfest hjá lögreglu að verið er að rannsaka málið sem blygðunarsemisbrot og að það sé ekkert sem bendi til annars á þessari stundu en að um einstakt tilvik hafi verið að ræða. Lögregla hefur einnig tjáð okkur að málið sé í forgangi og að vonandi verði hægt að veita nánari upplýsingar á næstu dögum. Að lokum vil ég biðjast velvirðingar á því hve seint þessi póstur berst, en talið var mikilvægt að hafa samráð við foreldra þeirra barna sem eiga í hlut áður en hann var sendur,“ segir í póstinum. Að sögn Gríms er búið að yfirheyra starfsmanninn, sem hefur stöðu sakbornings. Þá standi til að taka skýrslur af nokkrum börnum í Barnahúsi, en Grímur hafði ekki tölu á þeim börnum sem málið tengist. Starfsmaðurinn hefur verið sendur í leyfi meðan málið er til rannsóknar. Reykjavík Grunnskólar Skóla - og menntamál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Starfsmaður Laugarnesskóla handtekinn eftir „alvarlegt atvik“ Starfsmaður Laugarnesskóla var handtekinn í gær eftir alvarlegt atvik í skólanum á milli starfsmannsins og nokkurra barna. 13. október 2023 16:33 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira
Fyrr í dag staðfesti Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að málið væri rannsakað sem kynferðisbrot. Hann gæti þó ekki farið nánar út í sakarefnið. Einstakt atvik Í póstinum sem Björn Gunnlaugsson sendi foreldrum segir að starsfólki skólans þyki leitt „hvernig umfjöllun í fjölmiðlum síðdegis atvikaðist.“ Ákjósanlegt hefði verið ef skólinn gæti miðlað upplýsingum til foreldra áður en fréttir af málinu yrðu fluttar. „Nú í lok dags fengum við staðfest hjá lögreglu að verið er að rannsaka málið sem blygðunarsemisbrot og að það sé ekkert sem bendi til annars á þessari stundu en að um einstakt tilvik hafi verið að ræða. Lögregla hefur einnig tjáð okkur að málið sé í forgangi og að vonandi verði hægt að veita nánari upplýsingar á næstu dögum. Að lokum vil ég biðjast velvirðingar á því hve seint þessi póstur berst, en talið var mikilvægt að hafa samráð við foreldra þeirra barna sem eiga í hlut áður en hann var sendur,“ segir í póstinum. Að sögn Gríms er búið að yfirheyra starfsmanninn, sem hefur stöðu sakbornings. Þá standi til að taka skýrslur af nokkrum börnum í Barnahúsi, en Grímur hafði ekki tölu á þeim börnum sem málið tengist. Starfsmaðurinn hefur verið sendur í leyfi meðan málið er til rannsóknar.
Reykjavík Grunnskólar Skóla - og menntamál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Starfsmaður Laugarnesskóla handtekinn eftir „alvarlegt atvik“ Starfsmaður Laugarnesskóla var handtekinn í gær eftir alvarlegt atvik í skólanum á milli starfsmannsins og nokkurra barna. 13. október 2023 16:33 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira
Starfsmaður Laugarnesskóla handtekinn eftir „alvarlegt atvik“ Starfsmaður Laugarnesskóla var handtekinn í gær eftir alvarlegt atvik í skólanum á milli starfsmannsins og nokkurra barna. 13. október 2023 16:33