Laugarnesskólamálið einstakt tilvik og blygðunarsemisbrot Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. október 2023 22:10 Skólastjóri Laugarnesskóla segir leitt „hvernig umfjöllun í fjölmiðlum síðdegis atvikaðist.“ Vísir/Vilhelm Mál starfsmanns í Laugarnesskóla, sem var handtekinn á fimmtudag og er grunaður um kynferðisbrot, er rannsakað sem blygðunarsemisbrot. Þetta kemur fram í tölvupósti sem skólastjóri skólans sendi á foreldra og forsjáraðila. Fyrr í dag staðfesti Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að málið væri rannsakað sem kynferðisbrot. Hann gæti þó ekki farið nánar út í sakarefnið. Einstakt atvik Í póstinum sem Björn Gunnlaugsson sendi foreldrum segir að starsfólki skólans þyki leitt „hvernig umfjöllun í fjölmiðlum síðdegis atvikaðist.“ Ákjósanlegt hefði verið ef skólinn gæti miðlað upplýsingum til foreldra áður en fréttir af málinu yrðu fluttar. „Nú í lok dags fengum við staðfest hjá lögreglu að verið er að rannsaka málið sem blygðunarsemisbrot og að það sé ekkert sem bendi til annars á þessari stundu en að um einstakt tilvik hafi verið að ræða. Lögregla hefur einnig tjáð okkur að málið sé í forgangi og að vonandi verði hægt að veita nánari upplýsingar á næstu dögum. Að lokum vil ég biðjast velvirðingar á því hve seint þessi póstur berst, en talið var mikilvægt að hafa samráð við foreldra þeirra barna sem eiga í hlut áður en hann var sendur,“ segir í póstinum. Að sögn Gríms er búið að yfirheyra starfsmanninn, sem hefur stöðu sakbornings. Þá standi til að taka skýrslur af nokkrum börnum í Barnahúsi, en Grímur hafði ekki tölu á þeim börnum sem málið tengist. Starfsmaðurinn hefur verið sendur í leyfi meðan málið er til rannsóknar. Reykjavík Grunnskólar Skóla - og menntamál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Starfsmaður Laugarnesskóla handtekinn eftir „alvarlegt atvik“ Starfsmaður Laugarnesskóla var handtekinn í gær eftir alvarlegt atvik í skólanum á milli starfsmannsins og nokkurra barna. 13. október 2023 16:33 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Fyrr í dag staðfesti Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að málið væri rannsakað sem kynferðisbrot. Hann gæti þó ekki farið nánar út í sakarefnið. Einstakt atvik Í póstinum sem Björn Gunnlaugsson sendi foreldrum segir að starsfólki skólans þyki leitt „hvernig umfjöllun í fjölmiðlum síðdegis atvikaðist.“ Ákjósanlegt hefði verið ef skólinn gæti miðlað upplýsingum til foreldra áður en fréttir af málinu yrðu fluttar. „Nú í lok dags fengum við staðfest hjá lögreglu að verið er að rannsaka málið sem blygðunarsemisbrot og að það sé ekkert sem bendi til annars á þessari stundu en að um einstakt tilvik hafi verið að ræða. Lögregla hefur einnig tjáð okkur að málið sé í forgangi og að vonandi verði hægt að veita nánari upplýsingar á næstu dögum. Að lokum vil ég biðjast velvirðingar á því hve seint þessi póstur berst, en talið var mikilvægt að hafa samráð við foreldra þeirra barna sem eiga í hlut áður en hann var sendur,“ segir í póstinum. Að sögn Gríms er búið að yfirheyra starfsmanninn, sem hefur stöðu sakbornings. Þá standi til að taka skýrslur af nokkrum börnum í Barnahúsi, en Grímur hafði ekki tölu á þeim börnum sem málið tengist. Starfsmaðurinn hefur verið sendur í leyfi meðan málið er til rannsóknar.
Reykjavík Grunnskólar Skóla - og menntamál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Starfsmaður Laugarnesskóla handtekinn eftir „alvarlegt atvik“ Starfsmaður Laugarnesskóla var handtekinn í gær eftir alvarlegt atvik í skólanum á milli starfsmannsins og nokkurra barna. 13. október 2023 16:33 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Starfsmaður Laugarnesskóla handtekinn eftir „alvarlegt atvik“ Starfsmaður Laugarnesskóla var handtekinn í gær eftir alvarlegt atvik í skólanum á milli starfsmannsins og nokkurra barna. 13. október 2023 16:33