Tveir látnir eftir skotárás í Brussel Jón Þór Stefánsson skrifar 16. október 2023 19:36 Stuðningsmaður Svíþjóðar á vellinum í Brussel sést hér gráti nær talandi í símann. Áhorfendur voru beiðnir um að halda kyrru á vellinum. Getty Minnst tveir eru látnir eftir skotárás í Brussel, höfuðborg Belgíu. Árásin átti sér stað klukkan sjö í kvöld að staðartíma. Hæsta viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka hefur verið virkjað. Staðarmiðlar greina frá því að fórnarlömbin séu sænsk. Sænska karlalandsliðið í knattspyrnu átti að leika við það belgíska í borginni í kvöld í undankeppni EM 2024, en leikurinn hefur nú verið blásinn af vegna árásarinnar. Sænskir leikmenn neituðu að halda leik áfram eftir að fréttir af árásinni bárust þeim í leikhléi. Stuðningsmenn hafa þó verið hvattir til að halda kyrru fyrir á vellinum. Hæsta viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka hefur verið virkjað í Brussel.EPA Ekki er staðfest að Svíarnir hafi verið í Brussel vegna leiksins, en þó kemur fram að þeir hafi verið klæddir í sænskar landsliðstreyjur. Talið er að einn skotmaður hafi verið að verki. Hann er talin hafa notað hríðskotabyssu og flúið af vettvangi. BBC greinir frá því að maðurinn gangi enn laus. Saksóknarar í Belgíu segja að verknaðurinn sé álitinn sem hryðjuverk. Myndband af árásinni er í dreifingu á samfélagsmiðlum samkvæmt BBC, en miðillinn fullyrðir að á myndbandinu megi heyra mann segja á arabísku að hann fremji árásina að vilja Guðs. Alexander de Croo, forsætisráðherra Belgíu, hefur vottað Svíum samúð sína vegna árásarinnar. „Hugur okkar er hjá fjölskyldum og vinum þeirra sem misstu ástvin í kvöld. Nú berjumst við sameinuð gegn hryðjuverkum,“ sagði hann á samfélagsmiðlinum X. Stuðningsfólk Svíþjóðar heldur sig enn á vellinum, jafnvel þó leikurinn hafi verið flautaður af.EPA „Við getum ekki spilað fótbolta í þessari stöðu. Við og leikmenn Belgíu vorum algjörlega sammála um það og ákváðum því að halda ekki leik áfram,“ hefur Fotbollskanalen eftir Janne Andersson, þjálfari sænska landsliðsins. „Ég komst að þessu í hálfleik og allir leikmennirnir og þjálfararnir voru á sama máli. Okkur fannst augljóst að við gætum ekki leikið áfram. Þetta er algörlega andstyggilegt,“ bætti hann við. Ókyrrð myndaðist hjá stuðningsfólki Svíþjóðar er þau heyrðu fréttirnar af árásinni. Þau hafa verið hvött til að halda sig á vellinum. EPA Fréttin var síðast uppfærð 21:06. Belgía Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Fleiri fréttir Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Sjá meira
Staðarmiðlar greina frá því að fórnarlömbin séu sænsk. Sænska karlalandsliðið í knattspyrnu átti að leika við það belgíska í borginni í kvöld í undankeppni EM 2024, en leikurinn hefur nú verið blásinn af vegna árásarinnar. Sænskir leikmenn neituðu að halda leik áfram eftir að fréttir af árásinni bárust þeim í leikhléi. Stuðningsmenn hafa þó verið hvattir til að halda kyrru fyrir á vellinum. Hæsta viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka hefur verið virkjað í Brussel.EPA Ekki er staðfest að Svíarnir hafi verið í Brussel vegna leiksins, en þó kemur fram að þeir hafi verið klæddir í sænskar landsliðstreyjur. Talið er að einn skotmaður hafi verið að verki. Hann er talin hafa notað hríðskotabyssu og flúið af vettvangi. BBC greinir frá því að maðurinn gangi enn laus. Saksóknarar í Belgíu segja að verknaðurinn sé álitinn sem hryðjuverk. Myndband af árásinni er í dreifingu á samfélagsmiðlum samkvæmt BBC, en miðillinn fullyrðir að á myndbandinu megi heyra mann segja á arabísku að hann fremji árásina að vilja Guðs. Alexander de Croo, forsætisráðherra Belgíu, hefur vottað Svíum samúð sína vegna árásarinnar. „Hugur okkar er hjá fjölskyldum og vinum þeirra sem misstu ástvin í kvöld. Nú berjumst við sameinuð gegn hryðjuverkum,“ sagði hann á samfélagsmiðlinum X. Stuðningsfólk Svíþjóðar heldur sig enn á vellinum, jafnvel þó leikurinn hafi verið flautaður af.EPA „Við getum ekki spilað fótbolta í þessari stöðu. Við og leikmenn Belgíu vorum algjörlega sammála um það og ákváðum því að halda ekki leik áfram,“ hefur Fotbollskanalen eftir Janne Andersson, þjálfari sænska landsliðsins. „Ég komst að þessu í hálfleik og allir leikmennirnir og þjálfararnir voru á sama máli. Okkur fannst augljóst að við gætum ekki leikið áfram. Þetta er algörlega andstyggilegt,“ bætti hann við. Ókyrrð myndaðist hjá stuðningsfólki Svíþjóðar er þau heyrðu fréttirnar af árásinni. Þau hafa verið hvött til að halda sig á vellinum. EPA Fréttin var síðast uppfærð 21:06.
Belgía Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Fleiri fréttir Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Sjá meira