„Ég hef ekki annan stað til að vera á“ Vésteinn Örn Pétursson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 16. október 2023 17:09 Jakub Malinowski býr í húsinu sem kviknaði í. Vísir/Vilhelm Einn íbúa hússins á Funahöfða, þar sem eldur kom upp síðdegis í dag, segir um 20 til 30 manns búa á annarri hæð hússins. Eldur kom upp á fyrstu hæðinni síðdegis í dag. Jakub Malinowski býr á annarri hæð hússins, en eldurinn kom upp í herbergi á fyrstu hæð. Einn var fluttur á slysadeild vegna brunans. „Ég heyrði bara brunabjöllu. Ég leit út um gluggann, greip nokkra mikilvæga hluti og dreif mig út, því ég vissi að eitthvað var að gerast,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Hann hafi fengið þau skilaboð að hann megi fara aftur inn í húsið í dag, eða á morgun. „En ég vona að það verði í dag, því ég hef ekki annan stað til að vera á,“ segir Jakub. Hann bætir við að hann neyðist sennilega til að gista á hóteli í nótt, fari svo að húsið verði enn innsiglað í nótt. Lögregla ræðir hér við fólk á vettvangi. Vísir/Vilhelm Flestir frá Póllandi Jakub segir nokkurn fjölda fólks búa í húsinu. „Á annarri hæðinni, þar sem ég bý, eru um 20 til 30 manns,“ segir hann. Flestir íbúanna séu pólskir eins og hann sjálfur. Þó séu einhverjir frá Litáen, auk nokkurra annarra landa. Hann segir það hafa verið nokkuð áfall að sjá eldinn koma upp. Hann þekki þó ekki þann sem fluttur var á slysadeild, og viti ekkert hvernig eldurinn kom upp. Grípa fólk og veita sálræna hjálp Fulltrúar Rauða krossins voru á svæðinu, íbúum hússins til halds og trausts. „Þegar er um svona bruna að ræða þá komum við aðallega að ef það þarf að grípa fólk sem er á staðnum og veita fyrstu sálrænu aðstoð, og eins að reyna að finna út úr því ef fólk vantar samastað,“ segir Aron Birkir Óskarsson, hópstjóri í viðbragðsteymi Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu. Aron Birkir Óskarsson var á vettvangi sem fulltrúi Rauða krossins, til að halda utan um íbúa hússins.Vísir/Vilhelm Hann segir fyrstu skref vera að koma fólki af slysstað, en þekkir ekki hversu margir búa í húsinu. Koma þurfi í ljós hvenær fólkið geti snúið aftur heim, en lögregla hefur sagt að mögulega verði það ekki fyrr en á morgun. „Við munum gera allt sem við getum gert til að hjálpa,“ segir Aron. Vinna enn á vettvangi Jörgen Valdimarsson, varðstjóri slökkviliðs sem fréttastofa ræddi við á vettvangi sagði að búið væri að slökkva eldinn, en áfram yrði unnið að reykræstingu. Þá sé slökkvilið enn að leita af sér allan grun um að fólk sé enn í húsinu. Hann sagðist ekki geta áætlað hversu lengi í viðbót slökkvilið yrði á vettvangi. „Við verðum bara hér þar til við erum búnir,“ sagði Jörgen. Slökkvilið Reykjavík Bruni á Funahöfða Tengdar fréttir Leita af sér allan grun um að fleiri séu í húsinu Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst á fjórða tímanum í dag tilkynning um reyk í iðnaðarhúsnæði í Funahöfða. Einn var fluttur á slysadeild. Slökkvilið hefur slökkt eldinn, en er enn við störf á vettvangi, og leitar af sér grun um að fleiri hafi verið í húsinu. 16. október 2023 15:37 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Sjá meira
Jakub Malinowski býr á annarri hæð hússins, en eldurinn kom upp í herbergi á fyrstu hæð. Einn var fluttur á slysadeild vegna brunans. „Ég heyrði bara brunabjöllu. Ég leit út um gluggann, greip nokkra mikilvæga hluti og dreif mig út, því ég vissi að eitthvað var að gerast,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Hann hafi fengið þau skilaboð að hann megi fara aftur inn í húsið í dag, eða á morgun. „En ég vona að það verði í dag, því ég hef ekki annan stað til að vera á,“ segir Jakub. Hann bætir við að hann neyðist sennilega til að gista á hóteli í nótt, fari svo að húsið verði enn innsiglað í nótt. Lögregla ræðir hér við fólk á vettvangi. Vísir/Vilhelm Flestir frá Póllandi Jakub segir nokkurn fjölda fólks búa í húsinu. „Á annarri hæðinni, þar sem ég bý, eru um 20 til 30 manns,“ segir hann. Flestir íbúanna séu pólskir eins og hann sjálfur. Þó séu einhverjir frá Litáen, auk nokkurra annarra landa. Hann segir það hafa verið nokkuð áfall að sjá eldinn koma upp. Hann þekki þó ekki þann sem fluttur var á slysadeild, og viti ekkert hvernig eldurinn kom upp. Grípa fólk og veita sálræna hjálp Fulltrúar Rauða krossins voru á svæðinu, íbúum hússins til halds og trausts. „Þegar er um svona bruna að ræða þá komum við aðallega að ef það þarf að grípa fólk sem er á staðnum og veita fyrstu sálrænu aðstoð, og eins að reyna að finna út úr því ef fólk vantar samastað,“ segir Aron Birkir Óskarsson, hópstjóri í viðbragðsteymi Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu. Aron Birkir Óskarsson var á vettvangi sem fulltrúi Rauða krossins, til að halda utan um íbúa hússins.Vísir/Vilhelm Hann segir fyrstu skref vera að koma fólki af slysstað, en þekkir ekki hversu margir búa í húsinu. Koma þurfi í ljós hvenær fólkið geti snúið aftur heim, en lögregla hefur sagt að mögulega verði það ekki fyrr en á morgun. „Við munum gera allt sem við getum gert til að hjálpa,“ segir Aron. Vinna enn á vettvangi Jörgen Valdimarsson, varðstjóri slökkviliðs sem fréttastofa ræddi við á vettvangi sagði að búið væri að slökkva eldinn, en áfram yrði unnið að reykræstingu. Þá sé slökkvilið enn að leita af sér allan grun um að fólk sé enn í húsinu. Hann sagðist ekki geta áætlað hversu lengi í viðbót slökkvilið yrði á vettvangi. „Við verðum bara hér þar til við erum búnir,“ sagði Jörgen.
Slökkvilið Reykjavík Bruni á Funahöfða Tengdar fréttir Leita af sér allan grun um að fleiri séu í húsinu Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst á fjórða tímanum í dag tilkynning um reyk í iðnaðarhúsnæði í Funahöfða. Einn var fluttur á slysadeild. Slökkvilið hefur slökkt eldinn, en er enn við störf á vettvangi, og leitar af sér grun um að fleiri hafi verið í húsinu. 16. október 2023 15:37 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Fleiri fréttir Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Sjá meira
Leita af sér allan grun um að fleiri séu í húsinu Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst á fjórða tímanum í dag tilkynning um reyk í iðnaðarhúsnæði í Funahöfða. Einn var fluttur á slysadeild. Slökkvilið hefur slökkt eldinn, en er enn við störf á vettvangi, og leitar af sér grun um að fleiri hafi verið í húsinu. 16. október 2023 15:37
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent