Kosningar í Póllandi: Tvísýnt hvernig fer Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. október 2023 08:33 Donald Tusk er leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins. Óvíst er hver mun geta myndað stjórn að kosningum loknum. EPA-EFE/ZBIGNIEW MEISSNER Kjördagur er runninn upp í Póllandi þar sem þingkosningar fara fram í dag. Kjörstaðir opnuðu klukkan sjö í morgun að staðartíma og verða þeir opnir þar til klukkan níu í kvöld. Samhliða ganga Pólverjar til þjóðaratkvæðagreiðslu um fjögur mál. Miðað við skoðanakannanir er alls óvíst hver mun geta myndað stjórn að kosningunum loknum og eru allar líkur á að mynda þurfi samsteypustjórn. Eins og Vísir hefur greint frá er tvísýnt um hvort að Lög og réttlæti, stjórnarflokkur Póllands, nái hreinum meirihluta í kosningunum. Flokkurinn hefur verið við völd undanfarin tvö kjörtímabil, frá því árið 2015. Búist er við því að fimm flokkar muni ná inn á þing að þessu sinni. 29 milljónir pólskra ríkisborgara hafa kjörgengi. 460 þingmenn eru í neðri deild pólska þingsins og hundrað í efri deild. 31 þúsund kjörstaðir verða opnir í dag og verða útgönguspár gefnar út klukkan 21:00 í kvöld að pólskum tíma, eða klukkan 19:00 að íslenskum. Samhliða kosningunum hafa fjögur mál verið lögð í þjóðaratkvæðagreiðslu af stjórnarflokknum Lög og réttlæti. Pólskir kjósendur verða spurðir um afstöðu sína til innflytjenda, um skoðanir sínar á vegg við landamær landsins að Hvíta-Rússlandi, hækkun eftirlaunaaldurs og sölu á ríkiseignum. Samsteypustjórn í kortunum Flokkarnir þrír sem væru skýrasti valkosturinn við Lög og réttlæti; Borgaravettvangur Donalds Tusk, fyrrverandi forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, Þriðja leið miðjuflokkanna og Sósíaldemókratar, mælast saman með meira fylgi en miðað við dreifingu atkvæða stefnir í að þeir næðu ekki meirihluta á þingi. Fastlega er gert ráð fyrir að flokkar muni þurfa að mynda samsteypustjórn að kosningunum loknum með smærri flokkum, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian um kosningarnar. Lög og réttlæti mælist með á milli 31 til 36 prósenta fylgi en Borgaravettvangur hefur mælst með nokkrum prósentustigum minna. Donald Tusk, formaður Borgaravettvangsins, vill mynda ríkisstjórn með Þriðju leið miðjuflokkanna og Sósíaldemókrötum á meðan talið er að það stefni í að Lög og réttlæti muni þurfa að reiða sig á stuðning flokka sem eru yst á hægri skala stjórnmálanna í Póllandi. Pólland Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Eins og Vísir hefur greint frá er tvísýnt um hvort að Lög og réttlæti, stjórnarflokkur Póllands, nái hreinum meirihluta í kosningunum. Flokkurinn hefur verið við völd undanfarin tvö kjörtímabil, frá því árið 2015. Búist er við því að fimm flokkar muni ná inn á þing að þessu sinni. 29 milljónir pólskra ríkisborgara hafa kjörgengi. 460 þingmenn eru í neðri deild pólska þingsins og hundrað í efri deild. 31 þúsund kjörstaðir verða opnir í dag og verða útgönguspár gefnar út klukkan 21:00 í kvöld að pólskum tíma, eða klukkan 19:00 að íslenskum. Samhliða kosningunum hafa fjögur mál verið lögð í þjóðaratkvæðagreiðslu af stjórnarflokknum Lög og réttlæti. Pólskir kjósendur verða spurðir um afstöðu sína til innflytjenda, um skoðanir sínar á vegg við landamær landsins að Hvíta-Rússlandi, hækkun eftirlaunaaldurs og sölu á ríkiseignum. Samsteypustjórn í kortunum Flokkarnir þrír sem væru skýrasti valkosturinn við Lög og réttlæti; Borgaravettvangur Donalds Tusk, fyrrverandi forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, Þriðja leið miðjuflokkanna og Sósíaldemókratar, mælast saman með meira fylgi en miðað við dreifingu atkvæða stefnir í að þeir næðu ekki meirihluta á þingi. Fastlega er gert ráð fyrir að flokkar muni þurfa að mynda samsteypustjórn að kosningunum loknum með smærri flokkum, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian um kosningarnar. Lög og réttlæti mælist með á milli 31 til 36 prósenta fylgi en Borgaravettvangur hefur mælst með nokkrum prósentustigum minna. Donald Tusk, formaður Borgaravettvangsins, vill mynda ríkisstjórn með Þriðju leið miðjuflokkanna og Sósíaldemókrötum á meðan talið er að það stefni í að Lög og réttlæti muni þurfa að reiða sig á stuðning flokka sem eru yst á hægri skala stjórnmálanna í Póllandi.
Pólland Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira