Kosningar í Póllandi: Tvísýnt hvernig fer Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. október 2023 08:33 Donald Tusk er leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins. Óvíst er hver mun geta myndað stjórn að kosningum loknum. EPA-EFE/ZBIGNIEW MEISSNER Kjördagur er runninn upp í Póllandi þar sem þingkosningar fara fram í dag. Kjörstaðir opnuðu klukkan sjö í morgun að staðartíma og verða þeir opnir þar til klukkan níu í kvöld. Samhliða ganga Pólverjar til þjóðaratkvæðagreiðslu um fjögur mál. Miðað við skoðanakannanir er alls óvíst hver mun geta myndað stjórn að kosningunum loknum og eru allar líkur á að mynda þurfi samsteypustjórn. Eins og Vísir hefur greint frá er tvísýnt um hvort að Lög og réttlæti, stjórnarflokkur Póllands, nái hreinum meirihluta í kosningunum. Flokkurinn hefur verið við völd undanfarin tvö kjörtímabil, frá því árið 2015. Búist er við því að fimm flokkar muni ná inn á þing að þessu sinni. 29 milljónir pólskra ríkisborgara hafa kjörgengi. 460 þingmenn eru í neðri deild pólska þingsins og hundrað í efri deild. 31 þúsund kjörstaðir verða opnir í dag og verða útgönguspár gefnar út klukkan 21:00 í kvöld að pólskum tíma, eða klukkan 19:00 að íslenskum. Samhliða kosningunum hafa fjögur mál verið lögð í þjóðaratkvæðagreiðslu af stjórnarflokknum Lög og réttlæti. Pólskir kjósendur verða spurðir um afstöðu sína til innflytjenda, um skoðanir sínar á vegg við landamær landsins að Hvíta-Rússlandi, hækkun eftirlaunaaldurs og sölu á ríkiseignum. Samsteypustjórn í kortunum Flokkarnir þrír sem væru skýrasti valkosturinn við Lög og réttlæti; Borgaravettvangur Donalds Tusk, fyrrverandi forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, Þriðja leið miðjuflokkanna og Sósíaldemókratar, mælast saman með meira fylgi en miðað við dreifingu atkvæða stefnir í að þeir næðu ekki meirihluta á þingi. Fastlega er gert ráð fyrir að flokkar muni þurfa að mynda samsteypustjórn að kosningunum loknum með smærri flokkum, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian um kosningarnar. Lög og réttlæti mælist með á milli 31 til 36 prósenta fylgi en Borgaravettvangur hefur mælst með nokkrum prósentustigum minna. Donald Tusk, formaður Borgaravettvangsins, vill mynda ríkisstjórn með Þriðju leið miðjuflokkanna og Sósíaldemókrötum á meðan talið er að það stefni í að Lög og réttlæti muni þurfa að reiða sig á stuðning flokka sem eru yst á hægri skala stjórnmálanna í Póllandi. Pólland Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira
Eins og Vísir hefur greint frá er tvísýnt um hvort að Lög og réttlæti, stjórnarflokkur Póllands, nái hreinum meirihluta í kosningunum. Flokkurinn hefur verið við völd undanfarin tvö kjörtímabil, frá því árið 2015. Búist er við því að fimm flokkar muni ná inn á þing að þessu sinni. 29 milljónir pólskra ríkisborgara hafa kjörgengi. 460 þingmenn eru í neðri deild pólska þingsins og hundrað í efri deild. 31 þúsund kjörstaðir verða opnir í dag og verða útgönguspár gefnar út klukkan 21:00 í kvöld að pólskum tíma, eða klukkan 19:00 að íslenskum. Samhliða kosningunum hafa fjögur mál verið lögð í þjóðaratkvæðagreiðslu af stjórnarflokknum Lög og réttlæti. Pólskir kjósendur verða spurðir um afstöðu sína til innflytjenda, um skoðanir sínar á vegg við landamær landsins að Hvíta-Rússlandi, hækkun eftirlaunaaldurs og sölu á ríkiseignum. Samsteypustjórn í kortunum Flokkarnir þrír sem væru skýrasti valkosturinn við Lög og réttlæti; Borgaravettvangur Donalds Tusk, fyrrverandi forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, Þriðja leið miðjuflokkanna og Sósíaldemókratar, mælast saman með meira fylgi en miðað við dreifingu atkvæða stefnir í að þeir næðu ekki meirihluta á þingi. Fastlega er gert ráð fyrir að flokkar muni þurfa að mynda samsteypustjórn að kosningunum loknum með smærri flokkum, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian um kosningarnar. Lög og réttlæti mælist með á milli 31 til 36 prósenta fylgi en Borgaravettvangur hefur mælst með nokkrum prósentustigum minna. Donald Tusk, formaður Borgaravettvangsins, vill mynda ríkisstjórn með Þriðju leið miðjuflokkanna og Sósíaldemókrötum á meðan talið er að það stefni í að Lög og réttlæti muni þurfa að reiða sig á stuðning flokka sem eru yst á hægri skala stjórnmálanna í Póllandi.
Pólland Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls Sjá meira