Hvaða stöðugleika er ríkisstjórnin að tala um? Björn Leví Gunnarsson skrifar 14. október 2023 12:31 „Stöðugleiki er það sem við þurfum“ segir formaður Framsóknarflokksins þegar tilkynnt er um stólaskipti vegna þess að formaður Sjálfstæðisflokksins braut hæfisreglur þegar verið var að selja Íslandsbanka. Hvaða stöðugleika er eiginlega verið að tala um? Er það stöðugleiki efnahagsmála? Verðbólgan og vextirnir? Er það stöðugleikinn í húsnæðismálum? Heilbrigðismálum? Öldrunarmálum? Er það stjórnmálalegur stöðguleiki? Það er alveg rétt hjá formönnum ríkisstjórnarflokkannna að það eru stór verkefni framundan en það er ekki sjálfgefið að nákvæmlega þessir flokkar geti sameinast um stórar og erfiðar ákvarðanir. Það er ekki eins og samheldnin hafi verið rosalega mikil hingað til. Allar stórar ákvarðanir ríkisstjórnarinnar hafa verið gagnrýndar af einhverjum innan ríkisstjórnarflokkanna, allt frá lífskjarasamningunum (sem þau hafa ekki enn uppfyllt) til Covid og bankasölunnar. Ríkisstjórnin var mynduð til þess að búa til pólitískan stöðugleika. En pólitískur stöðugleiki fæst ekki bara með því að sitja sem fastast sama hvað. Pólitískur stöðugleiki fæst með trausti bæði innan og utan frá. Hingað til hef ég sagt að þó ég beri ekki mikið traust til ríkisstjórnarinnar til að klára þau verkefni sem við stöndum frammi fyrir þá hef ég alveg treyst einstaka ráðherrum til verka í þeirra málaflokkum. Ég myndi ekki sjálfkrafa kjósa já með vantrauststillögu með hvaða ráðherra sem er. Ekki einu sinni ráðherrum Sjálfstæðisflokksins. Nú er svo komið hins vegar að ég treysti ekki þessari ríkisstjórn til neinna verka. Ástæðan fyrir því er þetta ábyrgðarleysi sem blasir við okkur þegar þau gera eitthvað rangt. Í hvert skipti sem verk ríkisstjórnarinnar eru gagnrýnd byrja þau á að telja upp einhvern langan lista af verkum sem þau segja að sé merki um mikilvægi ríkisstjórnarinnar, hversu góð hugmynd það hafi verið að mynda þessa stjórn. Það er minnst á nýjan Landsspítala til dæmis sem var vissulega búinn að vera lengi í undirbúningi, en það voru bókstaflega allir flokkar sem ætluðu að byggja nýjan spítala. Það er því ekkert afrek að gera það sem allir hinir ætluðu að gera líka. Að því sögðu var valin hörmuleg staðsetning fyrir spítalann, Allir sjúkraflutningar nema mögulega sjúkraflug eru mjög takmarkaðir miðað við allar aðrar staðsetningar á höfuðborgarsvæðinu nema kannski út á Gróttu. Nú hafa meira að segja verið viðraðar áhyggjur af því að ekki sé hægt að setja þyrlupall við nýja Landsspítalann - þannig að það gæti endað þannig að sjúkraflutningar með þyrlu verði verri en þeir eru núna. Annað sem ríkisstjórnin minnist á eru húsnæðismálin, en staðan þar er verri. Líka í öldrunarmálum - það er enn gríðarlegur skortur á hjúkrunarrýmum og heimaþjónustu. Ég á því erfitt með að skilja hvaða stöðugleika ríkisstjórnin er að reyna að búa til. Staðan líkist frekar stöðunun - sem vissulega uppfyllir ákveðin “stöðugleikaskilyrði”. Það þarf að gera betur. Verkið er risavaxið og fyrsta verkið hlýtur að vera fyrir ríkisstjórnina að stíga til hliðar því þau hafa sýnt það í verki að stólarnir skipta meira máli en verkin. Það eina sem fæst með þrásetu ríkisstjórnarinnar er áframhaldandi stöðun. Þau eru ólíkir flokkar, eins og þau þreytast ekki á að segja, og sem slíkir halda þau aftur af hvort öðru. Allar “brýr” sem þau byggja milli andstæðra skoðanna eru litlar og einbreiðar og stóru samfélagslegu málin sitja á hakanum. Kvótakerfið, stjórnarskráin, húsnæðismarkaðurinn, efnahagurinn, … Það er kannski eðlilegt að þau sjá engar aðrar lausnir í stöðunni en að þau sitji sem fastast. Mögulegar lausnir takmarkast við andstæðar skoðanir þeirra. Allar lausnir verða því bara umdeilt hálfkák. Það þarf að stíga stærri skref á næstu árum en þessi ríkisstjórn getur mögulega gert. Eigum við bara að bíða í tvö ár í viðbót eftir breytingum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
„Stöðugleiki er það sem við þurfum“ segir formaður Framsóknarflokksins þegar tilkynnt er um stólaskipti vegna þess að formaður Sjálfstæðisflokksins braut hæfisreglur þegar verið var að selja Íslandsbanka. Hvaða stöðugleika er eiginlega verið að tala um? Er það stöðugleiki efnahagsmála? Verðbólgan og vextirnir? Er það stöðugleikinn í húsnæðismálum? Heilbrigðismálum? Öldrunarmálum? Er það stjórnmálalegur stöðguleiki? Það er alveg rétt hjá formönnum ríkisstjórnarflokkannna að það eru stór verkefni framundan en það er ekki sjálfgefið að nákvæmlega þessir flokkar geti sameinast um stórar og erfiðar ákvarðanir. Það er ekki eins og samheldnin hafi verið rosalega mikil hingað til. Allar stórar ákvarðanir ríkisstjórnarinnar hafa verið gagnrýndar af einhverjum innan ríkisstjórnarflokkanna, allt frá lífskjarasamningunum (sem þau hafa ekki enn uppfyllt) til Covid og bankasölunnar. Ríkisstjórnin var mynduð til þess að búa til pólitískan stöðugleika. En pólitískur stöðugleiki fæst ekki bara með því að sitja sem fastast sama hvað. Pólitískur stöðugleiki fæst með trausti bæði innan og utan frá. Hingað til hef ég sagt að þó ég beri ekki mikið traust til ríkisstjórnarinnar til að klára þau verkefni sem við stöndum frammi fyrir þá hef ég alveg treyst einstaka ráðherrum til verka í þeirra málaflokkum. Ég myndi ekki sjálfkrafa kjósa já með vantrauststillögu með hvaða ráðherra sem er. Ekki einu sinni ráðherrum Sjálfstæðisflokksins. Nú er svo komið hins vegar að ég treysti ekki þessari ríkisstjórn til neinna verka. Ástæðan fyrir því er þetta ábyrgðarleysi sem blasir við okkur þegar þau gera eitthvað rangt. Í hvert skipti sem verk ríkisstjórnarinnar eru gagnrýnd byrja þau á að telja upp einhvern langan lista af verkum sem þau segja að sé merki um mikilvægi ríkisstjórnarinnar, hversu góð hugmynd það hafi verið að mynda þessa stjórn. Það er minnst á nýjan Landsspítala til dæmis sem var vissulega búinn að vera lengi í undirbúningi, en það voru bókstaflega allir flokkar sem ætluðu að byggja nýjan spítala. Það er því ekkert afrek að gera það sem allir hinir ætluðu að gera líka. Að því sögðu var valin hörmuleg staðsetning fyrir spítalann, Allir sjúkraflutningar nema mögulega sjúkraflug eru mjög takmarkaðir miðað við allar aðrar staðsetningar á höfuðborgarsvæðinu nema kannski út á Gróttu. Nú hafa meira að segja verið viðraðar áhyggjur af því að ekki sé hægt að setja þyrlupall við nýja Landsspítalann - þannig að það gæti endað þannig að sjúkraflutningar með þyrlu verði verri en þeir eru núna. Annað sem ríkisstjórnin minnist á eru húsnæðismálin, en staðan þar er verri. Líka í öldrunarmálum - það er enn gríðarlegur skortur á hjúkrunarrýmum og heimaþjónustu. Ég á því erfitt með að skilja hvaða stöðugleika ríkisstjórnin er að reyna að búa til. Staðan líkist frekar stöðunun - sem vissulega uppfyllir ákveðin “stöðugleikaskilyrði”. Það þarf að gera betur. Verkið er risavaxið og fyrsta verkið hlýtur að vera fyrir ríkisstjórnina að stíga til hliðar því þau hafa sýnt það í verki að stólarnir skipta meira máli en verkin. Það eina sem fæst með þrásetu ríkisstjórnarinnar er áframhaldandi stöðun. Þau eru ólíkir flokkar, eins og þau þreytast ekki á að segja, og sem slíkir halda þau aftur af hvort öðru. Allar “brýr” sem þau byggja milli andstæðra skoðanna eru litlar og einbreiðar og stóru samfélagslegu málin sitja á hakanum. Kvótakerfið, stjórnarskráin, húsnæðismarkaðurinn, efnahagurinn, … Það er kannski eðlilegt að þau sjá engar aðrar lausnir í stöðunni en að þau sitji sem fastast. Mögulegar lausnir takmarkast við andstæðar skoðanir þeirra. Allar lausnir verða því bara umdeilt hálfkák. Það þarf að stíga stærri skref á næstu árum en þessi ríkisstjórn getur mögulega gert. Eigum við bara að bíða í tvö ár í viðbót eftir breytingum?
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun