Reglur um blóðmerahald Björn M. Sigurjónsson skrifar 13. október 2023 09:30 Undanfarið hafa verið nokkur skoðanaskipti um blóðtöku úr íslenskum hryssum og þær reglur sem sú iðja fellur undir. Af þeim sökum er rétt að halda til haga nokkrum staðreyndum. Lögin sem ná yfir blóðmerahald eru m.a. lög um velferð dýra nr. 55/2013 nánar tiltekið 20.gr. og til ítar þeim lögum hefur gilt reglugerð 460/2017 sem er innleiðing EES tilskipunar 2010/63. ESA eftirlitstofnun með EES samningnum gaf út álit sitt á blóðmerahaldi og reglum þar að lútandi, vorið 2023 eftir um árs málsmeðferð. Álit ESA er ítarlegt og styðst við reglugerðina sjálfa, greinargerð sem fylgir með henni um tilgang hennar, og önnur ítargögn til lögskýringar. Staðreyndir málsins eru þær að reglurnar sem finna má í 460/2017 hafa verið gild lög á Íslandi frá 2017 og ganga framar landslögum eins og aðrar reglur EES. Þegar spurt er hvers vegna reglugerð 900/2022, sem var grundvöllur leyfisveitingar til blóðmeraiðju, var felld úr gildi og blóðmeraðiðjan felld undir “nýja” reglugerð, er svarið því það að rg. 900/2022 var í trássi við 3. gr. EES samningsins. Með öðrum orðum, blóðmeraiðjan hefur heyrt undir gildandi lög í landinu sem ekki var farið eftir, frá 2017. Ástæðan fyrir því að ekki var farið eftir þessum lögum, var sú að hið opinbera vildi hlífa blóðmerastarfsemi við hinum ströngu skilyrðum sem felast í 460/2017. Það er því fjarri öllu sanni að ríkið, ráðherra eða embættismenn séu að “slá heila atvinnugrein út af borðinu” eins og einstakir þingmenn hafa haldið fram. Eftir gaumgæfilega skoðun ríkisins á áliti ESA var niðurstaðan sú að röksemdir ESA væru það sterkar að ekki myndi borga sig að andæfa frekar. Það er enda skoðun þeirra sem hafa lesið álit ESA og sett sig inn í röksemdafærslu þess. Hefði ríkið þverskallast við áliti ESA eru allar líkur á því að ríkinu hefði verið stefnt fyrir Evrópudómstólinn og nær engar líkur á hagfelldri niðurstöðu fyrir ríkið. Þeir sem halda því fram, að blóðmeraiðja sé hefðbundinn landbúnaður fara með rangt mál. Þessi starfsemi er 40 ára gömul, hún varðar ekki matvælaframleiðslu úr dýrum heldur hátækniiðnað byggðan á vísindalegum grunni hvar hormón er unnið úr blóði sem tekið er úr lifandi dýrum. Blóðtakan sjálf er inngrip í heilsu dýrsins og krefst staðdeyfingar. Til þess að falla undir gildissvið 460/2017 þarf starfsemin að uppfylla þessi þrjú skilyrði, að um lifandi dýr sé að ræða, að starfsemin falli utan hefðbundins landbúnaðar og sé af vísindalegum toga, og að hún valdi dýrunum svo miklum óþægindum að hún krefjist staðdeyfingar eða teljist inngrip í líf og heilsu dýrsins. Blóðmerastarfsemin uppfyllir þessi skilyrði og þess vegna fellur hún undir skilyrði reglugerðar 460/2017. Hið opinbera hefur einmitt verið þeirrar skoðunar frá árinu 2002 að starfsemin sé ekki hefðbundinn landbúnaður, með því einmitt að fella starfsemina undir lög og reglur sem ná utan um sýsl með dýr í vísindalegum tilgangi. Það hefur því verið afstaða ríkisins í rúm 20 ár að ekki sé um að ræða hefðbundinn landbúnað. Ef einstakir þingmenn finna hjá sér hvöt til að gera ráðherra eða embættismenn að einhverjum andstæðingum bænda, eru þeir á villigötum. Vilji þingmenn þjóna umbjóðendum sínum heima í héraði væri nær að þeir áttuðu sig á veruleika málsins og hjálpuðu þeim til farsældar í breyttum aðstæðum. Höfundur er stjórnarmaður í SDÍ (Samtökum um velferð dýra). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðmerahald Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa verið nokkur skoðanaskipti um blóðtöku úr íslenskum hryssum og þær reglur sem sú iðja fellur undir. Af þeim sökum er rétt að halda til haga nokkrum staðreyndum. Lögin sem ná yfir blóðmerahald eru m.a. lög um velferð dýra nr. 55/2013 nánar tiltekið 20.gr. og til ítar þeim lögum hefur gilt reglugerð 460/2017 sem er innleiðing EES tilskipunar 2010/63. ESA eftirlitstofnun með EES samningnum gaf út álit sitt á blóðmerahaldi og reglum þar að lútandi, vorið 2023 eftir um árs málsmeðferð. Álit ESA er ítarlegt og styðst við reglugerðina sjálfa, greinargerð sem fylgir með henni um tilgang hennar, og önnur ítargögn til lögskýringar. Staðreyndir málsins eru þær að reglurnar sem finna má í 460/2017 hafa verið gild lög á Íslandi frá 2017 og ganga framar landslögum eins og aðrar reglur EES. Þegar spurt er hvers vegna reglugerð 900/2022, sem var grundvöllur leyfisveitingar til blóðmeraiðju, var felld úr gildi og blóðmeraðiðjan felld undir “nýja” reglugerð, er svarið því það að rg. 900/2022 var í trássi við 3. gr. EES samningsins. Með öðrum orðum, blóðmeraiðjan hefur heyrt undir gildandi lög í landinu sem ekki var farið eftir, frá 2017. Ástæðan fyrir því að ekki var farið eftir þessum lögum, var sú að hið opinbera vildi hlífa blóðmerastarfsemi við hinum ströngu skilyrðum sem felast í 460/2017. Það er því fjarri öllu sanni að ríkið, ráðherra eða embættismenn séu að “slá heila atvinnugrein út af borðinu” eins og einstakir þingmenn hafa haldið fram. Eftir gaumgæfilega skoðun ríkisins á áliti ESA var niðurstaðan sú að röksemdir ESA væru það sterkar að ekki myndi borga sig að andæfa frekar. Það er enda skoðun þeirra sem hafa lesið álit ESA og sett sig inn í röksemdafærslu þess. Hefði ríkið þverskallast við áliti ESA eru allar líkur á því að ríkinu hefði verið stefnt fyrir Evrópudómstólinn og nær engar líkur á hagfelldri niðurstöðu fyrir ríkið. Þeir sem halda því fram, að blóðmeraiðja sé hefðbundinn landbúnaður fara með rangt mál. Þessi starfsemi er 40 ára gömul, hún varðar ekki matvælaframleiðslu úr dýrum heldur hátækniiðnað byggðan á vísindalegum grunni hvar hormón er unnið úr blóði sem tekið er úr lifandi dýrum. Blóðtakan sjálf er inngrip í heilsu dýrsins og krefst staðdeyfingar. Til þess að falla undir gildissvið 460/2017 þarf starfsemin að uppfylla þessi þrjú skilyrði, að um lifandi dýr sé að ræða, að starfsemin falli utan hefðbundins landbúnaðar og sé af vísindalegum toga, og að hún valdi dýrunum svo miklum óþægindum að hún krefjist staðdeyfingar eða teljist inngrip í líf og heilsu dýrsins. Blóðmerastarfsemin uppfyllir þessi skilyrði og þess vegna fellur hún undir skilyrði reglugerðar 460/2017. Hið opinbera hefur einmitt verið þeirrar skoðunar frá árinu 2002 að starfsemin sé ekki hefðbundinn landbúnaður, með því einmitt að fella starfsemina undir lög og reglur sem ná utan um sýsl með dýr í vísindalegum tilgangi. Það hefur því verið afstaða ríkisins í rúm 20 ár að ekki sé um að ræða hefðbundinn landbúnað. Ef einstakir þingmenn finna hjá sér hvöt til að gera ráðherra eða embættismenn að einhverjum andstæðingum bænda, eru þeir á villigötum. Vilji þingmenn þjóna umbjóðendum sínum heima í héraði væri nær að þeir áttuðu sig á veruleika málsins og hjálpuðu þeim til farsældar í breyttum aðstæðum. Höfundur er stjórnarmaður í SDÍ (Samtökum um velferð dýra).
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun