Íbúum og hjálparsamtökum sagt að rýma norðurhluta Gasa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. október 2023 06:36 Maður syrgir barnungan frænda sinn á Al Shifa sjúkrahúsinu eftir árásir Ísraelsmanna á Gasaborg. epa/Mohammed Saber Sameinuðu þjóðirnar segjast hafa fengið viðvörun frá Ísraelsher um að rýma norðurhluta svæðisins, það er að segja allt svæðið fyrir norðan Wadi Gaza. Wadi Gaza er á sem skiptir Gasasvæðinu í norður og suður. Rýmingin nær til allrar þjónustu á vegum Sameinuðu þjóðanna, starfsmanna og þeirra sem dvelja í aðstöðu á vegum alþjóðasamtakanna. Talsmaður framkvæmdastjórans António Guterres segir 1,1 milljón manns búa á svæðinu og að rýming muni hafa mannúðarkrísu í för með sér. Skömmu eftir að Sameinuðu þjóðirnar greindu frá rýmingartilskipuninni birti herinn daglegt myndskeið en þar las talsmaður upp yfirlýsingu til íbúa Gasaborgar, þar sem þeir voru hvattir til að rýma öll svæði fyrir norðan Wadi Gaza. Tilskipunin er talin ná til á bilinu 700 þúsund til milljón manna. Hamas-samtökin hafa hvatt íbúa til að hunsa tilskipanirnar og halda sig heima. Á meðan talað var um næstu 24 klukkustundir í tilskipuninni til Sameinuðu þjóðanna fengu íbúar Gasaborgar engin ákveðin tímamörk. Talsmaður hersins sagði menn hins vegar gera sér grein fyrir að rýmingin myndi taka tíma. Þá sagði að Hamas-samtökin ættu í stríði við Ísrael og að liðsmenn þeirra hefðust við í felum meðal íbúa Gasaborgar og væru að nota almenna borgara sem „mannlega skildi“. Á næstu dögum myndi Ísraelsher fara í umfangsmiklar aðgerðir í borginni en freista þess að forða íbúum frá skaða. Anadolu-fréttaveitan segir gríðarlegan fjölda fólks þegar hafa leitað suður erfit til að verða við tilskipuninni. Íbúar séu ráðvilltir og afar hræddir. Margir virðist stefna að Al Shifa-spítalasvæðinu, þar sem fjöldi dvelur fyrir og öll rúm eru þegar full eftir árásir á flóttamannabúðirnar á svæðinu. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaðir eftir samgönguslys Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Sjá meira
Wadi Gaza er á sem skiptir Gasasvæðinu í norður og suður. Rýmingin nær til allrar þjónustu á vegum Sameinuðu þjóðanna, starfsmanna og þeirra sem dvelja í aðstöðu á vegum alþjóðasamtakanna. Talsmaður framkvæmdastjórans António Guterres segir 1,1 milljón manns búa á svæðinu og að rýming muni hafa mannúðarkrísu í för með sér. Skömmu eftir að Sameinuðu þjóðirnar greindu frá rýmingartilskipuninni birti herinn daglegt myndskeið en þar las talsmaður upp yfirlýsingu til íbúa Gasaborgar, þar sem þeir voru hvattir til að rýma öll svæði fyrir norðan Wadi Gaza. Tilskipunin er talin ná til á bilinu 700 þúsund til milljón manna. Hamas-samtökin hafa hvatt íbúa til að hunsa tilskipanirnar og halda sig heima. Á meðan talað var um næstu 24 klukkustundir í tilskipuninni til Sameinuðu þjóðanna fengu íbúar Gasaborgar engin ákveðin tímamörk. Talsmaður hersins sagði menn hins vegar gera sér grein fyrir að rýmingin myndi taka tíma. Þá sagði að Hamas-samtökin ættu í stríði við Ísrael og að liðsmenn þeirra hefðust við í felum meðal íbúa Gasaborgar og væru að nota almenna borgara sem „mannlega skildi“. Á næstu dögum myndi Ísraelsher fara í umfangsmiklar aðgerðir í borginni en freista þess að forða íbúum frá skaða. Anadolu-fréttaveitan segir gríðarlegan fjölda fólks þegar hafa leitað suður erfit til að verða við tilskipuninni. Íbúar séu ráðvilltir og afar hræddir. Margir virðist stefna að Al Shifa-spítalasvæðinu, þar sem fjöldi dvelur fyrir og öll rúm eru þegar full eftir árásir á flóttamannabúðirnar á svæðinu.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaðir eftir samgönguslys Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Sjá meira