Hvað verður um ruslið þitt? Gunnar Dofri Ólafsson skrifar 12. október 2023 15:31 SORPA tekur á móti rúmlega 500 tonnum af rusli á dag. Árið 2022 voru þetta 188 þúsund tonn. Síðustu ár hefur orðið bylting til hins betra í viðhorfi til rusls. Markmiðið er ekki lengur að koma því fyrir kattarnef með eins ódýrum hætti og hægt er – það er: grafa það í jörðu – heldur grípa til lausna til að draga úr óþarfa neyslu og meðhöndla með sem bestum hætti það rusl sem við framleiðum öll. Enginn er eyland SORPA leikur lykilhlutverk í að færa okkur úr línulega hagkerfi hins einnota og óumhverfisvæna yfir í hringrásarhagkerfið. En SORPA gerir það ekki ein. SORPA þarf á samstarfi og sambandi við framleiðendur og almenning að halda; framleiðendur til að tryggja að vörur sem passa hringrásarhagkerfinu komi á markað, og almenning sem flokkar ruslið svo hægt sé að koma því í réttan farveg. Á móti þurfa framleiðendur og almenningur að geta treyst því að SORPA sinni sínu og komi því sem þau skila af sér í réttan farveg. Þarna þarf SORPA á samstarfi við endurvinnslufyrirtæki að halda sem geta hvort tveggja meðhöndlað það sem þau fá frá SORPU og miðlað skýrum og traustum upplýsingum um hvað verður um ruslið. Krafa um aukið gagnsæi Þessar upplýsingar liggja að miklu leyti fyrir hjá endurvinnslufyrirtækjunum eða SORPU. Til að stuðla að auknu gagnsæi um hvað verður um ruslið eftir að það kemur til SORPU ætlum við hjá SORPU að birta stuttar greinar með helstu upplýsingum um hvað verður um helstu tegundir af rusli. Þetta eru til dæmis matarleifar, blandaður úrgangur, fernur, plast, pappír, nytjahlutir í Góða hirðinum, textíll, flöskur og dósir, gler, málmar og fleira. Af þessum 188 þúsund tonnum af rusli sem SORPA tók við komu um 88 þúsund tonn beint frá heimilum á höfuðborgarsvæðinu. Það eru rúm 240 tonn á hverjum degi. Í þessum greinum munum við beina sjónum að þessum 88 þúsund tonnum. Þær lausnir sem standa til boða til að meðhöndla rusl eru sjaldnast gallalausar, en við leggjum okkur fram um að velja skástu lausnirnar sem í boði eru hverju sinni. Þróunin á þessu sviði er mjög hröð, og við lærum í sífellu af bæði reynslu og mistökum okkar og annarra. Það sama má segja um stóran meirihluta þeirra sem starfa í þessum geira, það eru flestir í þessu af heilindum. Verkefnið er stórt og því fylgir mikil ábyrgð í þeim mikilvægu umhverfis- og loftslagsverkefnum sem fram undan eru: að færa samfélagið okkar yfir í hringrásarhagkerfi. Höfundur er samskipta- og viðskiptaþróunarstjóri SORPU bs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dofri Ólafsson Sorpa Sorphirða Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
SORPA tekur á móti rúmlega 500 tonnum af rusli á dag. Árið 2022 voru þetta 188 þúsund tonn. Síðustu ár hefur orðið bylting til hins betra í viðhorfi til rusls. Markmiðið er ekki lengur að koma því fyrir kattarnef með eins ódýrum hætti og hægt er – það er: grafa það í jörðu – heldur grípa til lausna til að draga úr óþarfa neyslu og meðhöndla með sem bestum hætti það rusl sem við framleiðum öll. Enginn er eyland SORPA leikur lykilhlutverk í að færa okkur úr línulega hagkerfi hins einnota og óumhverfisvæna yfir í hringrásarhagkerfið. En SORPA gerir það ekki ein. SORPA þarf á samstarfi og sambandi við framleiðendur og almenning að halda; framleiðendur til að tryggja að vörur sem passa hringrásarhagkerfinu komi á markað, og almenning sem flokkar ruslið svo hægt sé að koma því í réttan farveg. Á móti þurfa framleiðendur og almenningur að geta treyst því að SORPA sinni sínu og komi því sem þau skila af sér í réttan farveg. Þarna þarf SORPA á samstarfi við endurvinnslufyrirtæki að halda sem geta hvort tveggja meðhöndlað það sem þau fá frá SORPU og miðlað skýrum og traustum upplýsingum um hvað verður um ruslið. Krafa um aukið gagnsæi Þessar upplýsingar liggja að miklu leyti fyrir hjá endurvinnslufyrirtækjunum eða SORPU. Til að stuðla að auknu gagnsæi um hvað verður um ruslið eftir að það kemur til SORPU ætlum við hjá SORPU að birta stuttar greinar með helstu upplýsingum um hvað verður um helstu tegundir af rusli. Þetta eru til dæmis matarleifar, blandaður úrgangur, fernur, plast, pappír, nytjahlutir í Góða hirðinum, textíll, flöskur og dósir, gler, málmar og fleira. Af þessum 188 þúsund tonnum af rusli sem SORPA tók við komu um 88 þúsund tonn beint frá heimilum á höfuðborgarsvæðinu. Það eru rúm 240 tonn á hverjum degi. Í þessum greinum munum við beina sjónum að þessum 88 þúsund tonnum. Þær lausnir sem standa til boða til að meðhöndla rusl eru sjaldnast gallalausar, en við leggjum okkur fram um að velja skástu lausnirnar sem í boði eru hverju sinni. Þróunin á þessu sviði er mjög hröð, og við lærum í sífellu af bæði reynslu og mistökum okkar og annarra. Það sama má segja um stóran meirihluta þeirra sem starfa í þessum geira, það eru flestir í þessu af heilindum. Verkefnið er stórt og því fylgir mikil ábyrgð í þeim mikilvægu umhverfis- og loftslagsverkefnum sem fram undan eru: að færa samfélagið okkar yfir í hringrásarhagkerfi. Höfundur er samskipta- og viðskiptaþróunarstjóri SORPU bs.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun