„Menn ætla að axla ábyrgð með því að gerast utanríkisráðherrar“ Lovísa Arnardóttir skrifar 11. október 2023 18:23 Sigmar sagði það „íslenskasta af öllu“ vera í uppsiglingu. Vísir/Vilhelm Þingmenn stjórnarandstöðu ræddu margir hverjir afsögn Bjarna Benediktssonar á þingi í dag. Formaður Viðreisnar segir óvissu ýta undir óstöðugleika og að það ríki ringulreið. Þingmenn gagnrýndu það að hann fari mögulega í annan ráðherrastól. Bjarni verður til svars í óundirbúnum fyrirspurnum á morgun. Bjarni Benediktsson, fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra, verður til andsvars á Alþingi í fyrramálið í óundirbúnum fyrirspurnatíma. Það staðfesti Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, á þingi fyrr í dag. „Hæstvirtur fjármálaráðherra verður til svara í óundirbúnum fyrirspurnum í fyrramálið eins og gert var ráð fyrir,“ sagði Birgir þegar Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, spurði á þingi í morgun hvort það yrði reyndin. Sigmar, eins og margir aðrir þingmenn stjórnarandstöðunnar, ræddu afsögn Bjarna áður en umræður hófust um formleg þingmál á þingi í dag. Bjarni er fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra. Nýr fjármálaráðherra tekur við um helgina þegar það verður haldin ríkisráðsfundur. Vísir/Vilhelm Sigmar sagði í ræðu sinni að það „íslenskasta af öllu“ vera í uppsiglingu og meinti þá að Bjarni ætlaði að stíga til hliðar í einu ráðuneyti og ganga inn í annað, utanríkisráðuneytið. Töluvert hefur verið rætt um það síðan hann sagði af sér að hann og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, varaformaður flokksins og utanríkisráðherra, muni skipta um ráðherrastól á ríkisráðsfundi um helgina. Ekkert hefur þó verið staðfest um það. „Hér eru menn að axla ábyrgð á stórfelldu klúðri við það að selja ríkiseigur fyrir milljarðatugi, menn ætla að axla ábyrgð með því að gerast utanríkisráðherrar,“ sagði Sigmar. Reisa styttu af Bjarna Fleiri þingmenn vöktu athygli á málinu en sem dæmi sagði Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, að þjóðin ætti betra skilið en að hampa Bjarna fyrir að axla ábyrgð í máli þar sem þrír eftirlitsaðilar hafi komist að því að ekki hafi verið farið rétt að við söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. „Svo hröktust þau úr einu víginu í annað og loks þegar þrír eftirlitsaðilar hafa komist að afgerandi niðurstöðu, þegar það liggur fyrir svart á hvítu að lögum og reglum var ekki fylgt, að það var misfarið með eignir ríkisins á vakt Bjarna Benediktssonar, sem segir af sér, þó það nú væri, þá sýnist mér að hálf stjórnmálastéttin ætli að marsera hérna út á Austurvöll og reisa af honum styttu við hliðina á Jóni Sigurðssyni fyrir þá stórkostlegu sjálfsfórn og mikilmennsku sem hann sýndi með því að hrökklast úr embætti. Forseti. Fólkið í landinu á betra skilið. Hættum þessu rugli,“ sagði Jóhann Páll. Hanna Katrín sagði þörf á ríkisstjórn sem ráði við verkefnin sem framundan eru. Vísir/Vilhelm Þá kölluðu aðrir eftir starfhæfri ríkisstjórn eins og Hanna Katrín Friðriksson, þingkona Viðreisnar. „Við þurfum starfhæfa ríkisstjórn, við þurfum ríkisstjórn sem ræður við verkefnið sem hún hefur tekið að sér. Við þurfum ríkisstjórn sem einbeitir sér að alvarlegri stöðu í efnahagsmálum og tekur raunverulega utan um heimili landsins og við þurfum starfhæfa ríkisstjórn sem skilur stöðuna í orkumálum landsins og framkvæmir.“ Vanhæf ríkisstjórn eins og fyrir 15 árum Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, rifjaði það upp þegar hann og fleiri börðu búsáhöld í kjölfar bankahrunsins fyrir fimmtán árum síðan. „Nú, 15 árum eftir bankahrunið, er enn ein vanhæf ríkisstjórn við völd, upptekin við að klúðra bankasölu og koma ungu, veiku, öldruðu fólki á vonarvöl vonleysis og eymdar. Unga fólkið okkar er að tapa húseign sinni vegna á annan tugs hækkana á stýrivöxtum með tilheyrandi tvöfaldri hækkun á afborgunum sem er ekkert annað en grófur forsendubrestur í formi fjárhagslegs ofbeldis. Hvað eiga margir eftir að missa innborganir sínar í heimilin og þá einnig allan séreignarsparnaðinn sem það hefur sett í eigið húsnæði? Ríkisstjórnin hefur ekki leyst á nokkurn hátt vanda hjá því unga fólki þar sem greiðslubyrðin á húsnæðislánum hefur tvöfaldast. Vanhæf ríkisstjórn, já, vanhæf ríkisstjórn sem lætur það einnig viðgangast að aldrað fólk, fatlað fólk, veikt fólk, lágtekjufólk á ekki fyrir mat, lyfjum og öðrum nauðsynjum,“ sagði Guðmundur Ingi. Guðmundur Ingi rifjaði upp búsáhaldabyltinguna og sagði enn vanhæfa ríkisstjórn á landinu. Vísir/Vilhelm Þá gagnrýndi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingkona og formaður Viðreisnar, þann tíma sem ríkisstjórnin tekur sér í ákveða næstu skref og að það hafi ekki verið búið að fara yfir næstu skref þegar Bjarni ákvað að segja af sér. Þorgerður Katrín sagði ringulreið í íslensku samfélagi og gagnrýndi þá óvissu sem uppi er á meðan ekki er ljóst hver tekur við embætti fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm „Þessi staða, virðulegi forseti, er ekki einkamál formanns Sjálfstæðisflokksins eða ríkisstjórnarinnar. Óvissa í stjórnmálum ýtir undir efnahagslegan óstöðugleika sem bitnar síðan á heimilum landsins og fyrirtækjum og það er ekki boðlegt á þessum tímum. Ríkisstjórnin getur ekki haldið að hún lifi í einhverjum hliðarveruleika eða tómarúmi við umheiminn. Það ríkir ringulreið og það er ákveðið neyðarástand núna í gangi. En það fyrsta sem ríkisstjórnin hugsar um er að tryggja sér sæti í björgunarbátnum. Almenningur skal gjöra svo vel að bíða rólegur á meðan stjórnin eflir liðsandann og kortleggur hvar hver eigi að sitja. Þetta er orðið það farsakennt að Dario Fo hefði ekki getað gert þetta betur,“ sagði Þorgerður Katrín. Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra, verður til andsvars á Alþingi í fyrramálið í óundirbúnum fyrirspurnatíma. Það staðfesti Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, á þingi fyrr í dag. „Hæstvirtur fjármálaráðherra verður til svara í óundirbúnum fyrirspurnum í fyrramálið eins og gert var ráð fyrir,“ sagði Birgir þegar Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, spurði á þingi í morgun hvort það yrði reyndin. Sigmar, eins og margir aðrir þingmenn stjórnarandstöðunnar, ræddu afsögn Bjarna áður en umræður hófust um formleg þingmál á þingi í dag. Bjarni er fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra. Nýr fjármálaráðherra tekur við um helgina þegar það verður haldin ríkisráðsfundur. Vísir/Vilhelm Sigmar sagði í ræðu sinni að það „íslenskasta af öllu“ vera í uppsiglingu og meinti þá að Bjarni ætlaði að stíga til hliðar í einu ráðuneyti og ganga inn í annað, utanríkisráðuneytið. Töluvert hefur verið rætt um það síðan hann sagði af sér að hann og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, varaformaður flokksins og utanríkisráðherra, muni skipta um ráðherrastól á ríkisráðsfundi um helgina. Ekkert hefur þó verið staðfest um það. „Hér eru menn að axla ábyrgð á stórfelldu klúðri við það að selja ríkiseigur fyrir milljarðatugi, menn ætla að axla ábyrgð með því að gerast utanríkisráðherrar,“ sagði Sigmar. Reisa styttu af Bjarna Fleiri þingmenn vöktu athygli á málinu en sem dæmi sagði Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, að þjóðin ætti betra skilið en að hampa Bjarna fyrir að axla ábyrgð í máli þar sem þrír eftirlitsaðilar hafi komist að því að ekki hafi verið farið rétt að við söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. „Svo hröktust þau úr einu víginu í annað og loks þegar þrír eftirlitsaðilar hafa komist að afgerandi niðurstöðu, þegar það liggur fyrir svart á hvítu að lögum og reglum var ekki fylgt, að það var misfarið með eignir ríkisins á vakt Bjarna Benediktssonar, sem segir af sér, þó það nú væri, þá sýnist mér að hálf stjórnmálastéttin ætli að marsera hérna út á Austurvöll og reisa af honum styttu við hliðina á Jóni Sigurðssyni fyrir þá stórkostlegu sjálfsfórn og mikilmennsku sem hann sýndi með því að hrökklast úr embætti. Forseti. Fólkið í landinu á betra skilið. Hættum þessu rugli,“ sagði Jóhann Páll. Hanna Katrín sagði þörf á ríkisstjórn sem ráði við verkefnin sem framundan eru. Vísir/Vilhelm Þá kölluðu aðrir eftir starfhæfri ríkisstjórn eins og Hanna Katrín Friðriksson, þingkona Viðreisnar. „Við þurfum starfhæfa ríkisstjórn, við þurfum ríkisstjórn sem ræður við verkefnið sem hún hefur tekið að sér. Við þurfum ríkisstjórn sem einbeitir sér að alvarlegri stöðu í efnahagsmálum og tekur raunverulega utan um heimili landsins og við þurfum starfhæfa ríkisstjórn sem skilur stöðuna í orkumálum landsins og framkvæmir.“ Vanhæf ríkisstjórn eins og fyrir 15 árum Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, rifjaði það upp þegar hann og fleiri börðu búsáhöld í kjölfar bankahrunsins fyrir fimmtán árum síðan. „Nú, 15 árum eftir bankahrunið, er enn ein vanhæf ríkisstjórn við völd, upptekin við að klúðra bankasölu og koma ungu, veiku, öldruðu fólki á vonarvöl vonleysis og eymdar. Unga fólkið okkar er að tapa húseign sinni vegna á annan tugs hækkana á stýrivöxtum með tilheyrandi tvöfaldri hækkun á afborgunum sem er ekkert annað en grófur forsendubrestur í formi fjárhagslegs ofbeldis. Hvað eiga margir eftir að missa innborganir sínar í heimilin og þá einnig allan séreignarsparnaðinn sem það hefur sett í eigið húsnæði? Ríkisstjórnin hefur ekki leyst á nokkurn hátt vanda hjá því unga fólki þar sem greiðslubyrðin á húsnæðislánum hefur tvöfaldast. Vanhæf ríkisstjórn, já, vanhæf ríkisstjórn sem lætur það einnig viðgangast að aldrað fólk, fatlað fólk, veikt fólk, lágtekjufólk á ekki fyrir mat, lyfjum og öðrum nauðsynjum,“ sagði Guðmundur Ingi. Guðmundur Ingi rifjaði upp búsáhaldabyltinguna og sagði enn vanhæfa ríkisstjórn á landinu. Vísir/Vilhelm Þá gagnrýndi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingkona og formaður Viðreisnar, þann tíma sem ríkisstjórnin tekur sér í ákveða næstu skref og að það hafi ekki verið búið að fara yfir næstu skref þegar Bjarni ákvað að segja af sér. Þorgerður Katrín sagði ringulreið í íslensku samfélagi og gagnrýndi þá óvissu sem uppi er á meðan ekki er ljóst hver tekur við embætti fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm „Þessi staða, virðulegi forseti, er ekki einkamál formanns Sjálfstæðisflokksins eða ríkisstjórnarinnar. Óvissa í stjórnmálum ýtir undir efnahagslegan óstöðugleika sem bitnar síðan á heimilum landsins og fyrirtækjum og það er ekki boðlegt á þessum tímum. Ríkisstjórnin getur ekki haldið að hún lifi í einhverjum hliðarveruleika eða tómarúmi við umheiminn. Það ríkir ringulreið og það er ákveðið neyðarástand núna í gangi. En það fyrsta sem ríkisstjórnin hugsar um er að tryggja sér sæti í björgunarbátnum. Almenningur skal gjöra svo vel að bíða rólegur á meðan stjórnin eflir liðsandann og kortleggur hvar hver eigi að sitja. Þetta er orðið það farsakennt að Dario Fo hefði ekki getað gert þetta betur,“ sagði Þorgerður Katrín.
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira