„Menn ætla að axla ábyrgð með því að gerast utanríkisráðherrar“ Lovísa Arnardóttir skrifar 11. október 2023 18:23 Sigmar sagði það „íslenskasta af öllu“ vera í uppsiglingu. Vísir/Vilhelm Þingmenn stjórnarandstöðu ræddu margir hverjir afsögn Bjarna Benediktssonar á þingi í dag. Formaður Viðreisnar segir óvissu ýta undir óstöðugleika og að það ríki ringulreið. Þingmenn gagnrýndu það að hann fari mögulega í annan ráðherrastól. Bjarni verður til svars í óundirbúnum fyrirspurnum á morgun. Bjarni Benediktsson, fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra, verður til andsvars á Alþingi í fyrramálið í óundirbúnum fyrirspurnatíma. Það staðfesti Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, á þingi fyrr í dag. „Hæstvirtur fjármálaráðherra verður til svara í óundirbúnum fyrirspurnum í fyrramálið eins og gert var ráð fyrir,“ sagði Birgir þegar Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, spurði á þingi í morgun hvort það yrði reyndin. Sigmar, eins og margir aðrir þingmenn stjórnarandstöðunnar, ræddu afsögn Bjarna áður en umræður hófust um formleg þingmál á þingi í dag. Bjarni er fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra. Nýr fjármálaráðherra tekur við um helgina þegar það verður haldin ríkisráðsfundur. Vísir/Vilhelm Sigmar sagði í ræðu sinni að það „íslenskasta af öllu“ vera í uppsiglingu og meinti þá að Bjarni ætlaði að stíga til hliðar í einu ráðuneyti og ganga inn í annað, utanríkisráðuneytið. Töluvert hefur verið rætt um það síðan hann sagði af sér að hann og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, varaformaður flokksins og utanríkisráðherra, muni skipta um ráðherrastól á ríkisráðsfundi um helgina. Ekkert hefur þó verið staðfest um það. „Hér eru menn að axla ábyrgð á stórfelldu klúðri við það að selja ríkiseigur fyrir milljarðatugi, menn ætla að axla ábyrgð með því að gerast utanríkisráðherrar,“ sagði Sigmar. Reisa styttu af Bjarna Fleiri þingmenn vöktu athygli á málinu en sem dæmi sagði Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, að þjóðin ætti betra skilið en að hampa Bjarna fyrir að axla ábyrgð í máli þar sem þrír eftirlitsaðilar hafi komist að því að ekki hafi verið farið rétt að við söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. „Svo hröktust þau úr einu víginu í annað og loks þegar þrír eftirlitsaðilar hafa komist að afgerandi niðurstöðu, þegar það liggur fyrir svart á hvítu að lögum og reglum var ekki fylgt, að það var misfarið með eignir ríkisins á vakt Bjarna Benediktssonar, sem segir af sér, þó það nú væri, þá sýnist mér að hálf stjórnmálastéttin ætli að marsera hérna út á Austurvöll og reisa af honum styttu við hliðina á Jóni Sigurðssyni fyrir þá stórkostlegu sjálfsfórn og mikilmennsku sem hann sýndi með því að hrökklast úr embætti. Forseti. Fólkið í landinu á betra skilið. Hættum þessu rugli,“ sagði Jóhann Páll. Hanna Katrín sagði þörf á ríkisstjórn sem ráði við verkefnin sem framundan eru. Vísir/Vilhelm Þá kölluðu aðrir eftir starfhæfri ríkisstjórn eins og Hanna Katrín Friðriksson, þingkona Viðreisnar. „Við þurfum starfhæfa ríkisstjórn, við þurfum ríkisstjórn sem ræður við verkefnið sem hún hefur tekið að sér. Við þurfum ríkisstjórn sem einbeitir sér að alvarlegri stöðu í efnahagsmálum og tekur raunverulega utan um heimili landsins og við þurfum starfhæfa ríkisstjórn sem skilur stöðuna í orkumálum landsins og framkvæmir.“ Vanhæf ríkisstjórn eins og fyrir 15 árum Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, rifjaði það upp þegar hann og fleiri börðu búsáhöld í kjölfar bankahrunsins fyrir fimmtán árum síðan. „Nú, 15 árum eftir bankahrunið, er enn ein vanhæf ríkisstjórn við völd, upptekin við að klúðra bankasölu og koma ungu, veiku, öldruðu fólki á vonarvöl vonleysis og eymdar. Unga fólkið okkar er að tapa húseign sinni vegna á annan tugs hækkana á stýrivöxtum með tilheyrandi tvöfaldri hækkun á afborgunum sem er ekkert annað en grófur forsendubrestur í formi fjárhagslegs ofbeldis. Hvað eiga margir eftir að missa innborganir sínar í heimilin og þá einnig allan séreignarsparnaðinn sem það hefur sett í eigið húsnæði? Ríkisstjórnin hefur ekki leyst á nokkurn hátt vanda hjá því unga fólki þar sem greiðslubyrðin á húsnæðislánum hefur tvöfaldast. Vanhæf ríkisstjórn, já, vanhæf ríkisstjórn sem lætur það einnig viðgangast að aldrað fólk, fatlað fólk, veikt fólk, lágtekjufólk á ekki fyrir mat, lyfjum og öðrum nauðsynjum,“ sagði Guðmundur Ingi. Guðmundur Ingi rifjaði upp búsáhaldabyltinguna og sagði enn vanhæfa ríkisstjórn á landinu. Vísir/Vilhelm Þá gagnrýndi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingkona og formaður Viðreisnar, þann tíma sem ríkisstjórnin tekur sér í ákveða næstu skref og að það hafi ekki verið búið að fara yfir næstu skref þegar Bjarni ákvað að segja af sér. Þorgerður Katrín sagði ringulreið í íslensku samfélagi og gagnrýndi þá óvissu sem uppi er á meðan ekki er ljóst hver tekur við embætti fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm „Þessi staða, virðulegi forseti, er ekki einkamál formanns Sjálfstæðisflokksins eða ríkisstjórnarinnar. Óvissa í stjórnmálum ýtir undir efnahagslegan óstöðugleika sem bitnar síðan á heimilum landsins og fyrirtækjum og það er ekki boðlegt á þessum tímum. Ríkisstjórnin getur ekki haldið að hún lifi í einhverjum hliðarveruleika eða tómarúmi við umheiminn. Það ríkir ringulreið og það er ákveðið neyðarástand núna í gangi. En það fyrsta sem ríkisstjórnin hugsar um er að tryggja sér sæti í björgunarbátnum. Almenningur skal gjöra svo vel að bíða rólegur á meðan stjórnin eflir liðsandann og kortleggur hvar hver eigi að sitja. Þetta er orðið það farsakennt að Dario Fo hefði ekki getað gert þetta betur,“ sagði Þorgerður Katrín. Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra, verður til andsvars á Alþingi í fyrramálið í óundirbúnum fyrirspurnatíma. Það staðfesti Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, á þingi fyrr í dag. „Hæstvirtur fjármálaráðherra verður til svara í óundirbúnum fyrirspurnum í fyrramálið eins og gert var ráð fyrir,“ sagði Birgir þegar Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, spurði á þingi í morgun hvort það yrði reyndin. Sigmar, eins og margir aðrir þingmenn stjórnarandstöðunnar, ræddu afsögn Bjarna áður en umræður hófust um formleg þingmál á þingi í dag. Bjarni er fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra. Nýr fjármálaráðherra tekur við um helgina þegar það verður haldin ríkisráðsfundur. Vísir/Vilhelm Sigmar sagði í ræðu sinni að það „íslenskasta af öllu“ vera í uppsiglingu og meinti þá að Bjarni ætlaði að stíga til hliðar í einu ráðuneyti og ganga inn í annað, utanríkisráðuneytið. Töluvert hefur verið rætt um það síðan hann sagði af sér að hann og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, varaformaður flokksins og utanríkisráðherra, muni skipta um ráðherrastól á ríkisráðsfundi um helgina. Ekkert hefur þó verið staðfest um það. „Hér eru menn að axla ábyrgð á stórfelldu klúðri við það að selja ríkiseigur fyrir milljarðatugi, menn ætla að axla ábyrgð með því að gerast utanríkisráðherrar,“ sagði Sigmar. Reisa styttu af Bjarna Fleiri þingmenn vöktu athygli á málinu en sem dæmi sagði Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, að þjóðin ætti betra skilið en að hampa Bjarna fyrir að axla ábyrgð í máli þar sem þrír eftirlitsaðilar hafi komist að því að ekki hafi verið farið rétt að við söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. „Svo hröktust þau úr einu víginu í annað og loks þegar þrír eftirlitsaðilar hafa komist að afgerandi niðurstöðu, þegar það liggur fyrir svart á hvítu að lögum og reglum var ekki fylgt, að það var misfarið með eignir ríkisins á vakt Bjarna Benediktssonar, sem segir af sér, þó það nú væri, þá sýnist mér að hálf stjórnmálastéttin ætli að marsera hérna út á Austurvöll og reisa af honum styttu við hliðina á Jóni Sigurðssyni fyrir þá stórkostlegu sjálfsfórn og mikilmennsku sem hann sýndi með því að hrökklast úr embætti. Forseti. Fólkið í landinu á betra skilið. Hættum þessu rugli,“ sagði Jóhann Páll. Hanna Katrín sagði þörf á ríkisstjórn sem ráði við verkefnin sem framundan eru. Vísir/Vilhelm Þá kölluðu aðrir eftir starfhæfri ríkisstjórn eins og Hanna Katrín Friðriksson, þingkona Viðreisnar. „Við þurfum starfhæfa ríkisstjórn, við þurfum ríkisstjórn sem ræður við verkefnið sem hún hefur tekið að sér. Við þurfum ríkisstjórn sem einbeitir sér að alvarlegri stöðu í efnahagsmálum og tekur raunverulega utan um heimili landsins og við þurfum starfhæfa ríkisstjórn sem skilur stöðuna í orkumálum landsins og framkvæmir.“ Vanhæf ríkisstjórn eins og fyrir 15 árum Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, rifjaði það upp þegar hann og fleiri börðu búsáhöld í kjölfar bankahrunsins fyrir fimmtán árum síðan. „Nú, 15 árum eftir bankahrunið, er enn ein vanhæf ríkisstjórn við völd, upptekin við að klúðra bankasölu og koma ungu, veiku, öldruðu fólki á vonarvöl vonleysis og eymdar. Unga fólkið okkar er að tapa húseign sinni vegna á annan tugs hækkana á stýrivöxtum með tilheyrandi tvöfaldri hækkun á afborgunum sem er ekkert annað en grófur forsendubrestur í formi fjárhagslegs ofbeldis. Hvað eiga margir eftir að missa innborganir sínar í heimilin og þá einnig allan séreignarsparnaðinn sem það hefur sett í eigið húsnæði? Ríkisstjórnin hefur ekki leyst á nokkurn hátt vanda hjá því unga fólki þar sem greiðslubyrðin á húsnæðislánum hefur tvöfaldast. Vanhæf ríkisstjórn, já, vanhæf ríkisstjórn sem lætur það einnig viðgangast að aldrað fólk, fatlað fólk, veikt fólk, lágtekjufólk á ekki fyrir mat, lyfjum og öðrum nauðsynjum,“ sagði Guðmundur Ingi. Guðmundur Ingi rifjaði upp búsáhaldabyltinguna og sagði enn vanhæfa ríkisstjórn á landinu. Vísir/Vilhelm Þá gagnrýndi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingkona og formaður Viðreisnar, þann tíma sem ríkisstjórnin tekur sér í ákveða næstu skref og að það hafi ekki verið búið að fara yfir næstu skref þegar Bjarni ákvað að segja af sér. Þorgerður Katrín sagði ringulreið í íslensku samfélagi og gagnrýndi þá óvissu sem uppi er á meðan ekki er ljóst hver tekur við embætti fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm „Þessi staða, virðulegi forseti, er ekki einkamál formanns Sjálfstæðisflokksins eða ríkisstjórnarinnar. Óvissa í stjórnmálum ýtir undir efnahagslegan óstöðugleika sem bitnar síðan á heimilum landsins og fyrirtækjum og það er ekki boðlegt á þessum tímum. Ríkisstjórnin getur ekki haldið að hún lifi í einhverjum hliðarveruleika eða tómarúmi við umheiminn. Það ríkir ringulreið og það er ákveðið neyðarástand núna í gangi. En það fyrsta sem ríkisstjórnin hugsar um er að tryggja sér sæti í björgunarbátnum. Almenningur skal gjöra svo vel að bíða rólegur á meðan stjórnin eflir liðsandann og kortleggur hvar hver eigi að sitja. Þetta er orðið það farsakennt að Dario Fo hefði ekki getað gert þetta betur,“ sagði Þorgerður Katrín.
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent