Lík enn að finnast á víð og dreif í þorpum og bæjum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. október 2023 06:45 Maður liggur látinn á jörðinni eftir árás Hamas á Kfar Aza. AP/Hassan Eslaiah Hermenn, viðbragðsaðilar og íbúar í Ísrael eru enn að finna lík á víð og dreif í þorpum og bæjum við landamörkin að Gaza, eftir árás Hamas á laugardag. Þá er verið að safna myndskeiðum úr öryggismyndavélum og íbúum, sem sýna hvernig árásin fór fram. Fjöldi látinna í árásunum stendur í 1.200. Á myndum og myndskeiðum má sjá hvernig fólk var skotið niður á heimilum sínum, í bænum, á vegum og á tónlistarhátíð. Á Nova-útihátíðinni voru yfir hundrað drepnir og á myndskeiði sem New York Times hefur yfirfarið sjást Hamas-liðar ræna konu og aka með hana burt á mótorhjóli. Blaðamenn New York Times og BBC hafa fengið að heimsækja Kfar Aza-samfélagið þar sem talið er að yfir hundrað manns hafi verið drepnir, þeirra á meðal ungabörn og foreldrar. Sumir af þeim sem björguðust voru með brunasár eftir Molotov-kokteila. Blaðamaður New York Times segist hafa séð lík á vegum og í görðum, á heimilum og á öðrum stöðum. „Þetta er ekki stríð eða vígvöllur; þetta er blóðbað,“ segir hershöfðinginn Itai Veruv. „Þetta er eitthvað sem ég hef aldrei séð áður, þetta er líkara kynþáttahreinsun eins og afar okkar og ömmur upplifðu.“ Í Sderot fundust sjö lík við strætóstoppistöð og í Nir Oz tóku vígamennirnir upp 30 mínútna myndskeið, sem sýnir meðal annars sex blóðug lík liggja á gólfi herbergis. Einn mannanna sést skjóta á líkin. Þegar íbúar söfnuðust saman eftir árásirnar, áttuðu þeir sig á því að það vantaði um helming þeirra. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Fjöldi látinna í árásunum stendur í 1.200. Á myndum og myndskeiðum má sjá hvernig fólk var skotið niður á heimilum sínum, í bænum, á vegum og á tónlistarhátíð. Á Nova-útihátíðinni voru yfir hundrað drepnir og á myndskeiði sem New York Times hefur yfirfarið sjást Hamas-liðar ræna konu og aka með hana burt á mótorhjóli. Blaðamenn New York Times og BBC hafa fengið að heimsækja Kfar Aza-samfélagið þar sem talið er að yfir hundrað manns hafi verið drepnir, þeirra á meðal ungabörn og foreldrar. Sumir af þeim sem björguðust voru með brunasár eftir Molotov-kokteila. Blaðamaður New York Times segist hafa séð lík á vegum og í görðum, á heimilum og á öðrum stöðum. „Þetta er ekki stríð eða vígvöllur; þetta er blóðbað,“ segir hershöfðinginn Itai Veruv. „Þetta er eitthvað sem ég hef aldrei séð áður, þetta er líkara kynþáttahreinsun eins og afar okkar og ömmur upplifðu.“ Í Sderot fundust sjö lík við strætóstoppistöð og í Nir Oz tóku vígamennirnir upp 30 mínútna myndskeið, sem sýnir meðal annars sex blóðug lík liggja á gólfi herbergis. Einn mannanna sést skjóta á líkin. Þegar íbúar söfnuðust saman eftir árásirnar, áttuðu þeir sig á því að það vantaði um helming þeirra.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira