„Bjarni maður að meiri“ Atli Ísleifsson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 10. október 2023 11:31 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir ljóst að tíðindi dagsins veiki þegar veikburða ríkisstjórn. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að hún telji ákvörðun Bjarna Benediktssonar að segja af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra vera rétta ákvörðun. Hún segir álit umboðsmanns um hæfi Bjarna vera rétta og ekki koma á óvart. „Í ljósi alls þá finnst mér þetta vera rétt ákvörðun og ég verð að segja að mér finnst Bjarni maður að meiri. Það sem hann gerir nú við nokkuð eindregnu áliti umboðsmanns Alþingis er að hann dregur fram að það er mikilvægt að passa upp á ákveðin grundvallarprinsipp og líka það að hlusta á álit umboðsmanns Alþingis. Mér fannst þetta rétt ákvörðun og virði það sérstaklega hvernig hann gerir þetta,“ segir Þorgerður Katrín í samtali við fréttastofu. Bjarni hugsar hlutina vel og ígrundað Þorgerður Katrín segir gagnrýni umboðsmanns Alþingis vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka ekki koma á óvart. „Þetta er nokkuð sem við í Viðreisn höfum gagnrýnt alveg frá upphafi og við erum einfaldlega sömu skoðunar og umboðsmaður Alþingis.“ Kom þetta þér á óvart? „Álit umboðsmanns kom mér ekki á óvart en þegar álitið er svona eindregið þá ætla ég ekki að segja að það hafi komið mér á óvart að Bjarni hafi axlað ábyrgð með þessum hætti. Bjarni hugsar oft hlutina vel og ígrundað. Ég met það mikils að hann virði þetta álit. Hann setur ákveðinn tón sem er mikilvægur fyrir samfélagið og mikilvægur fyrir pólitíkina.“ Veikir veikburða ríkisstjórn Aðspurð um hvaða áhrif Þorgerður Katrín telji að þetta hafi á ríkisstjórnarsamstarfið segir hún ljóst að þetta veiki þegar veikburða ríkisstjórn. „Það er alveg augljóst að þegar formaður stærsta flokksins í ríkisstjórn er að færa sig úr mikilvægu ráðherraembætti eins og fjármálaráðuneytið er þá veikir það ríkisstjórnina eðlilega og var nú nóg fyrir. En þetta er nú einkennandi fyrir allar þessar uppákomur innan ríkistjórnar. Þessi innanbúðarátök eru að veikja samfélagið á endanum. Það er ekki verið að taka stórar ákvarðanir með hag heimilanna og fyrirtækjanna að leiðarljósi heldur verið að setja kraftana í eitthvað allt annað við ríkisstjórnarborðið,“ segir Þorgerður Katrín. Vilt þú að þetta hafi frekari pólitískar afleiðingar? Verður þetta tekið eitthvað frekar upp? „Álitið kom ekki á óvart. Við bentum á þetta strax með hæfið og stjórnsýslureglurnar í upphafi. Hitt er að ég sagði nú síðast í þinginu í gær í sérstakri umræðu um sölu ríkiseigna að Viðreisn vill eindregið halda áfram meðal annars sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. En það er alveg ljóst að það mál er í sjálfheldu á meðan Sjálfstæðisflokkurinn fer með forræði á sölunni. Þess vegna lagði ég til að forræði sölunnar yrði fært yfir til viðskiptaráðherra eða forsætisráðherra til að við getum haldið áfram með þetta mikilvæga mál til að greiða niður skuldir, minnka vaxtagjöld og byggja upp innviði.“ Þannig að þér myndi ekki hugnast að annar úr röðum Sjálfstæðisflokksins kæmi í fjármálaráðuneytið og myndi halda áfram með söluna? „Ég held að það sé alveg fullreynt. Við eigum einfaldlega að hvíla Sjálfstæðisflokkinn þegar kemur að sölu ríkiseigna og fela öðrum það. Við verðum að halda áfram með verkefnið. Það er mjög mikilvægt fyrir bæði efnahagslegan stöðugleika, stöðu ríkissjóðs. En ég tel að allavega tímabundið forræði eigi að fara til viðskiptaráðherra eða forsætisráðherra,“ segir Þorgerður Katrín. Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Bjarni segir af sér sem fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að stíga til hliðar sem fjármála-og efnahagsráðherra vegna mats umboðsmanns Alþingis á hæfni hans við söluna á Íslandsbanka. Í ljósi þess að faðir Bjarna var á meðal kaupenda hefði Bjarna brostið hæfi þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um söluna. 10. október 2023 10:47 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Alríki fjármagnað út janúar 2026 Erlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Sjá meira
„Í ljósi alls þá finnst mér þetta vera rétt ákvörðun og ég verð að segja að mér finnst Bjarni maður að meiri. Það sem hann gerir nú við nokkuð eindregnu áliti umboðsmanns Alþingis er að hann dregur fram að það er mikilvægt að passa upp á ákveðin grundvallarprinsipp og líka það að hlusta á álit umboðsmanns Alþingis. Mér fannst þetta rétt ákvörðun og virði það sérstaklega hvernig hann gerir þetta,“ segir Þorgerður Katrín í samtali við fréttastofu. Bjarni hugsar hlutina vel og ígrundað Þorgerður Katrín segir gagnrýni umboðsmanns Alþingis vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka ekki koma á óvart. „Þetta er nokkuð sem við í Viðreisn höfum gagnrýnt alveg frá upphafi og við erum einfaldlega sömu skoðunar og umboðsmaður Alþingis.“ Kom þetta þér á óvart? „Álit umboðsmanns kom mér ekki á óvart en þegar álitið er svona eindregið þá ætla ég ekki að segja að það hafi komið mér á óvart að Bjarni hafi axlað ábyrgð með þessum hætti. Bjarni hugsar oft hlutina vel og ígrundað. Ég met það mikils að hann virði þetta álit. Hann setur ákveðinn tón sem er mikilvægur fyrir samfélagið og mikilvægur fyrir pólitíkina.“ Veikir veikburða ríkisstjórn Aðspurð um hvaða áhrif Þorgerður Katrín telji að þetta hafi á ríkisstjórnarsamstarfið segir hún ljóst að þetta veiki þegar veikburða ríkisstjórn. „Það er alveg augljóst að þegar formaður stærsta flokksins í ríkisstjórn er að færa sig úr mikilvægu ráðherraembætti eins og fjármálaráðuneytið er þá veikir það ríkisstjórnina eðlilega og var nú nóg fyrir. En þetta er nú einkennandi fyrir allar þessar uppákomur innan ríkistjórnar. Þessi innanbúðarátök eru að veikja samfélagið á endanum. Það er ekki verið að taka stórar ákvarðanir með hag heimilanna og fyrirtækjanna að leiðarljósi heldur verið að setja kraftana í eitthvað allt annað við ríkisstjórnarborðið,“ segir Þorgerður Katrín. Vilt þú að þetta hafi frekari pólitískar afleiðingar? Verður þetta tekið eitthvað frekar upp? „Álitið kom ekki á óvart. Við bentum á þetta strax með hæfið og stjórnsýslureglurnar í upphafi. Hitt er að ég sagði nú síðast í þinginu í gær í sérstakri umræðu um sölu ríkiseigna að Viðreisn vill eindregið halda áfram meðal annars sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. En það er alveg ljóst að það mál er í sjálfheldu á meðan Sjálfstæðisflokkurinn fer með forræði á sölunni. Þess vegna lagði ég til að forræði sölunnar yrði fært yfir til viðskiptaráðherra eða forsætisráðherra til að við getum haldið áfram með þetta mikilvæga mál til að greiða niður skuldir, minnka vaxtagjöld og byggja upp innviði.“ Þannig að þér myndi ekki hugnast að annar úr röðum Sjálfstæðisflokksins kæmi í fjármálaráðuneytið og myndi halda áfram með söluna? „Ég held að það sé alveg fullreynt. Við eigum einfaldlega að hvíla Sjálfstæðisflokkinn þegar kemur að sölu ríkiseigna og fela öðrum það. Við verðum að halda áfram með verkefnið. Það er mjög mikilvægt fyrir bæði efnahagslegan stöðugleika, stöðu ríkissjóðs. En ég tel að allavega tímabundið forræði eigi að fara til viðskiptaráðherra eða forsætisráðherra,“ segir Þorgerður Katrín.
Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Bjarni segir af sér sem fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að stíga til hliðar sem fjármála-og efnahagsráðherra vegna mats umboðsmanns Alþingis á hæfni hans við söluna á Íslandsbanka. Í ljósi þess að faðir Bjarna var á meðal kaupenda hefði Bjarna brostið hæfi þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um söluna. 10. október 2023 10:47 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Alríki fjármagnað út janúar 2026 Erlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Sjá meira
Bjarni segir af sér sem fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að stíga til hliðar sem fjármála-og efnahagsráðherra vegna mats umboðsmanns Alþingis á hæfni hans við söluna á Íslandsbanka. Í ljósi þess að faðir Bjarna var á meðal kaupenda hefði Bjarna brostið hæfi þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um söluna. 10. október 2023 10:47