Þakklát fyrir vinaþjóðina Íslendinga sem hleypti þeim með í flugvélina Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. október 2023 09:32 Færeyingarnir Durita Jakobsen og Hans David Damm Jakobsen fengu far með íslensku flugvélinni til Keflavíkur. Þakklæti og léttir einkenndu viðmót Íslendinga og annarra sem lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun eftir að hafa orðið strandaglópar í Ísrael. Færeyingahópur sem fékk far með íslensku flugvélinni segir ómetanlegt að eiga vinaþjóð eins og Íslendinga. Flugvél íslenskra stjórnvalda lenti í Keflavík skömmu fyrir klukkan fimm í morgun. Henni var flogið frá Amman í Jórdaníu í gærkvöldi til Íslands með viðkomu í Róm. Guðríður Egilsdóttir, einn farþeganna, lýsir því að hún og samferðafólk hennar hefðu verið í útgöngubanni eftir að átökin brutust út. „Við heyrðum í sprengjum og okkur var kynnt á hótelinu hvar við gætum farið í var ef þess þyrfti,“ segir Guðríður. Önduðið þið léttar þegar þið voruð komin yfir landamærin [til Jórdaníu]? „Eiginlega ekki fyrr en núna,“ segir Guðríður. Viðtal við Guðríði, Petru Sigurðardóttur, Hall Halldórsson og Guðmund Bjarnar má horfa á hér fyrir neðan. „Þetta er eitthvað sem maður trúir ekki að maður eigi eftir að lenda í. Maður fer að skoða stórkostlegar minjar og upplifa. Og allt í einu byrja loftvarnarflautur og maður lokaður inni á hóteli,“ segir Ástríður Lilja Guðjónsdóttir sem var í Ísrael með manni sínum, Margeiri Þorsteinssyni. Dóttir þeirra Sóley Margeirsdóttir var mætt á völlinn að sækja foreldra sína. Var það tilfinningaþrungin stund að koma inn í flugvélina í Jórdaníu? „Ég held að maður hafi verið meira frosinn. Maður trúði því ekki að þetta gæti gerst að einhver myndi grípa í taumana og kippa okkur heim. Maður er bara innilega þakklátur,“ segir Ástríður. Viðtal við Ástríði, Sóleyju og Margeir má horfa á hér fyrir neðan. Og hópur Færeyinga sem fékk far með íslensku flugvélinni kveðst alls ekki hafa búist við því að enda ferðalagið á Íslandi. „Enda sérðu hvernig við erum klædd,“ segir Durita Jakobsen og bendir fréttamanni á stuttermabolinn sem hún klæðist. „Við erum þakklát fyrir að vera hér. Og við erum svo þakklát fyrir að eiga vinaþjóð sem leyfði okkur að koma um borð í flugvélina,“ segir Durita. Það var fyrir tilstilli mágkonu Duritu sem þau fengu far með vélinni; sú íslenskur vinur þeirrar fyrrnefndu lét hana vita af íslensku flugvélinni. „Okkur leið eins og heima. Þau sögðu „velkomin heim“ um borð í flugvélinni,“ segir Heidi Ingolfsdottir Tvørfoss. Viðtal við Duritu, Heidi, Hans David Damm Jakobsen og Erland Tvørfoss má horfa á hér fyrir neðan. Átök Ísraela og Palestínumanna Keflavíkurflugvöllur Færeyjar Tengdar fréttir Nemendahópur frá Þýskalandi fékk að fljóta með „Við erum svo þakklát,“ sagði Clarissa Duvigneau, nýr sendiherra Þýskalands, á Keflavíkurflugvelli í morgun, þegar hún tók á móti hópi þýskra ríkisborgara sem flugu hingað til lands frá Ísrael. 10. október 2023 07:17 „Ekki spurning. Jesús minn, já“ Það urðu fagnaðarfundir í Leifsstöð í morgun þegar hópur Íslendinga lenti sem var staddur í Ísrael þegar Hamas-liðar gerðu árásir sínar á laugardag. Hópurinn ferðaðist til Amman í Jórdaníu og þaðan heim, með millilendingu í Róm. 10. október 2023 06:55 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira
Flugvél íslenskra stjórnvalda lenti í Keflavík skömmu fyrir klukkan fimm í morgun. Henni var flogið frá Amman í Jórdaníu í gærkvöldi til Íslands með viðkomu í Róm. Guðríður Egilsdóttir, einn farþeganna, lýsir því að hún og samferðafólk hennar hefðu verið í útgöngubanni eftir að átökin brutust út. „Við heyrðum í sprengjum og okkur var kynnt á hótelinu hvar við gætum farið í var ef þess þyrfti,“ segir Guðríður. Önduðið þið léttar þegar þið voruð komin yfir landamærin [til Jórdaníu]? „Eiginlega ekki fyrr en núna,“ segir Guðríður. Viðtal við Guðríði, Petru Sigurðardóttur, Hall Halldórsson og Guðmund Bjarnar má horfa á hér fyrir neðan. „Þetta er eitthvað sem maður trúir ekki að maður eigi eftir að lenda í. Maður fer að skoða stórkostlegar minjar og upplifa. Og allt í einu byrja loftvarnarflautur og maður lokaður inni á hóteli,“ segir Ástríður Lilja Guðjónsdóttir sem var í Ísrael með manni sínum, Margeiri Þorsteinssyni. Dóttir þeirra Sóley Margeirsdóttir var mætt á völlinn að sækja foreldra sína. Var það tilfinningaþrungin stund að koma inn í flugvélina í Jórdaníu? „Ég held að maður hafi verið meira frosinn. Maður trúði því ekki að þetta gæti gerst að einhver myndi grípa í taumana og kippa okkur heim. Maður er bara innilega þakklátur,“ segir Ástríður. Viðtal við Ástríði, Sóleyju og Margeir má horfa á hér fyrir neðan. Og hópur Færeyinga sem fékk far með íslensku flugvélinni kveðst alls ekki hafa búist við því að enda ferðalagið á Íslandi. „Enda sérðu hvernig við erum klædd,“ segir Durita Jakobsen og bendir fréttamanni á stuttermabolinn sem hún klæðist. „Við erum þakklát fyrir að vera hér. Og við erum svo þakklát fyrir að eiga vinaþjóð sem leyfði okkur að koma um borð í flugvélina,“ segir Durita. Það var fyrir tilstilli mágkonu Duritu sem þau fengu far með vélinni; sú íslenskur vinur þeirrar fyrrnefndu lét hana vita af íslensku flugvélinni. „Okkur leið eins og heima. Þau sögðu „velkomin heim“ um borð í flugvélinni,“ segir Heidi Ingolfsdottir Tvørfoss. Viðtal við Duritu, Heidi, Hans David Damm Jakobsen og Erland Tvørfoss má horfa á hér fyrir neðan.
Átök Ísraela og Palestínumanna Keflavíkurflugvöllur Færeyjar Tengdar fréttir Nemendahópur frá Þýskalandi fékk að fljóta með „Við erum svo þakklát,“ sagði Clarissa Duvigneau, nýr sendiherra Þýskalands, á Keflavíkurflugvelli í morgun, þegar hún tók á móti hópi þýskra ríkisborgara sem flugu hingað til lands frá Ísrael. 10. október 2023 07:17 „Ekki spurning. Jesús minn, já“ Það urðu fagnaðarfundir í Leifsstöð í morgun þegar hópur Íslendinga lenti sem var staddur í Ísrael þegar Hamas-liðar gerðu árásir sínar á laugardag. Hópurinn ferðaðist til Amman í Jórdaníu og þaðan heim, með millilendingu í Róm. 10. október 2023 06:55 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira
Nemendahópur frá Þýskalandi fékk að fljóta með „Við erum svo þakklát,“ sagði Clarissa Duvigneau, nýr sendiherra Þýskalands, á Keflavíkurflugvelli í morgun, þegar hún tók á móti hópi þýskra ríkisborgara sem flugu hingað til lands frá Ísrael. 10. október 2023 07:17
„Ekki spurning. Jesús minn, já“ Það urðu fagnaðarfundir í Leifsstöð í morgun þegar hópur Íslendinga lenti sem var staddur í Ísrael þegar Hamas-liðar gerðu árásir sínar á laugardag. Hópurinn ferðaðist til Amman í Jórdaníu og þaðan heim, með millilendingu í Róm. 10. október 2023 06:55