Kom árás Hamas á óvart? Yousef Tamimi skrifar 10. október 2023 08:31 Síðastliðnu sólarhringa hafa borist fréttir af auknum átökum í Ísrael og Palestínu. Fréttamiðlar færa fregnir af fordæmalausri árás þar sem Hamas samtökin hafa náð að valda miklum skaða og mannfalli á meðal Ísraela. Ísrael var ekki undirbúið að Palestínumenn myndu snúa vörn í sókn. Hvert mannslíf sem tapast er harmleikur, bæði fyrir Ísraela og Palestínubúa. Því hefur þó verið haldið fram að Ísrael eigi rétt á að verja sig, en hvenær hætta aðgerðir Ísraela að vera vörn og umbreytast í sókn? Hvenær mega Palestínumenn verja sig? Árásir Hamas á Ísrael nú um helgina hófust ekki í neinu tómarúmi. Gaza er 365 km² að stærð og hefur verið í herkví Ísraela frá 2007. Á svæðinu búa 2,1 milljón íbúa, 65% heimila lifa við fæðuóöryggi ásamt því er 95% af vatni á svæðinu ódrykkjarhæft. Að jafnaði hafa íbúarnir eingöngu 13 klukkustundir af rafmagni á sólarhring og ísraelsk yfirvöld stjórna bæði loft-og landhelginni. Ísrael hefur einnig ráðist á svæðið í fjórum stórum hernaðaraðgerðum (2008, 2012, 2014, 2021) og drepið yfir 3.700 Palestínumenn.Þar að auki líflétu ísraelski herinn yfir 170 Palestínumenn í friðsamlegum mótmælum þeirra við „landamæri“ milli Gaza og Ísrael árið 2018. Ísrael hefur aldrei viðurkennt Palestínu sem ríki, sem sést best í stórfelldri aukningu á byggðum landræningja á hernumdum svæðum, innlimun Austur-Jerúsalems, byggingar aðskilnaðarmúrs langt inn fyrir landamæri ríkjanna, hernámi, arðráni, mannréttindarbrotum og fjöldamorðum. Palestínufólk býr við stöðugar árásir hernámsyfirvalda og landræningja, hafa ekki sömu lagalegu réttindi og Ísraelar, lifa í stöðugum ótta, við skort af hreinu vatni, og skertar tekjulindir og hindranir við ferðalög og menntun. Þessi ógnarstjórn og kúgun ásamt misrétti sem Palestínumenn eru beittir af Ísrael hafa fjöldamörg mannréttindasamtök, þar á meðal Amnesty International, skilgreint sem aðskilnaðarstefnu (e. Apartheid) af hendi ísraelskra yfirvalda. Langflestir þeirra sem eru drepnir eru óbreyttir borgarar. Ísrael hefur einnig í haldi fleiri en 5 þúsund Palestínumenn í fangelsum, en þar af eru 1.100 í svokallaðari „Administrative Detention“ sem þýðir einfaldlega varðhald án ákæru og dóms og getur varið óendanlega. Hvert einasta dauðsfall er sorglegt en það breytir ekki þeirri staðreynd að árið 2023, fyrir þessa árás, voru 8 Palestínumen drepnir á móti hverjum Ísraela. Og frá 2008 eru tölurnar enn meira sláandi þar sem á móti hverjum Ísraelsmanni voru 21 Palestínumaður drepinn. Allar hugmyndir um rétt Ísrael til að verja sig verða að vera skoðaðar með gagnrýnum augum og tölurnar segja allt sem segja þarf. Ísrael er ekki að verja sig, Ísrael er í stórsókn gegn Palestínu. Frá því að ný ríkisstjórn tók völdum í Ísrael, með öfgahægri öflum og dæmdum stuðningsmanni ísraelskra hryðjuverkasamtaka sem ráðherra, hefur ástandið fyrir Palestínumenn hratt versnað. Auknar árásir landræningja í skjóli hervaldsins og uppbyggingu fleiri landræningjabyggða á landi Palestínumanna. Það sem á sér stað í hernuminni Palestínu er eingöngu svar við áralöngu, daglegum ísraelskum hernaðarárásum á palestínsk svæði. Morð, arðrán, hernám og sú staðreynd að yfir 2 milljónir Palestínubúa hafa búið í herkví frá 2007 er kaldur veruleiki sem við þurfum að bregðast við. Hvenær mega Palestínumenn verja sig? Þórdís Kolbrún, utanríkisráðherra, var fljót að gagnrýna Hamas fyrir hryðjuverkstarfsemi sína. En hvenær ætlar Þórdís að gagnrýna Ísrael fyrir hernám? Hvenær ætlar Þórdís að gagnrýna Ísrael fyrir þá 224 Palestínumenn sem voru drepnir í ár? Hvenær ætlar Þórdís að láta svara fyrir herkvínna í Gaza? Hvenær ætla ríksstjórnir heimsins að láta Ísrael bera ábyrgð á því að margbrjóta alþjóðlög rétt eins og við gerum gagnvart Rússlandi? Í skýrslu Amnesty International frá 2022 kemur fram að draga verði ísraelsk yfirvöld til ábyrgðar á aðskilnaðarstefnu þeirra gegn palestínsku fólki. Skýrslan lýsir einnig þeirri kerfisbundinni kúgun og yfirráðum Ísraelsríkis yfir palestínsku fólkinu og hvernig þessi stjórnun hefur áhrif á réttindi þess, hvort sem það er palestínskt fólk sem býr í Ísrael, á hernumdu svæðum Palestínu eða palestínskt flóttafólk í öðrum löndum Heimurinn verður að átta sig á því að til þess að leysa þessa deilu verðum við að setja þrýsting á Ísrael að hætta hernámi og arðráni á palestínsku landi. Hætta daglegum árásum á Palestínumenn og draga Ísrael til ábyrgðar á aðskilnaðarstefnunni. Höfundur er svæfingahjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Yousef Ingi Tamimi Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Sjá meira
Síðastliðnu sólarhringa hafa borist fréttir af auknum átökum í Ísrael og Palestínu. Fréttamiðlar færa fregnir af fordæmalausri árás þar sem Hamas samtökin hafa náð að valda miklum skaða og mannfalli á meðal Ísraela. Ísrael var ekki undirbúið að Palestínumenn myndu snúa vörn í sókn. Hvert mannslíf sem tapast er harmleikur, bæði fyrir Ísraela og Palestínubúa. Því hefur þó verið haldið fram að Ísrael eigi rétt á að verja sig, en hvenær hætta aðgerðir Ísraela að vera vörn og umbreytast í sókn? Hvenær mega Palestínumenn verja sig? Árásir Hamas á Ísrael nú um helgina hófust ekki í neinu tómarúmi. Gaza er 365 km² að stærð og hefur verið í herkví Ísraela frá 2007. Á svæðinu búa 2,1 milljón íbúa, 65% heimila lifa við fæðuóöryggi ásamt því er 95% af vatni á svæðinu ódrykkjarhæft. Að jafnaði hafa íbúarnir eingöngu 13 klukkustundir af rafmagni á sólarhring og ísraelsk yfirvöld stjórna bæði loft-og landhelginni. Ísrael hefur einnig ráðist á svæðið í fjórum stórum hernaðaraðgerðum (2008, 2012, 2014, 2021) og drepið yfir 3.700 Palestínumenn.Þar að auki líflétu ísraelski herinn yfir 170 Palestínumenn í friðsamlegum mótmælum þeirra við „landamæri“ milli Gaza og Ísrael árið 2018. Ísrael hefur aldrei viðurkennt Palestínu sem ríki, sem sést best í stórfelldri aukningu á byggðum landræningja á hernumdum svæðum, innlimun Austur-Jerúsalems, byggingar aðskilnaðarmúrs langt inn fyrir landamæri ríkjanna, hernámi, arðráni, mannréttindarbrotum og fjöldamorðum. Palestínufólk býr við stöðugar árásir hernámsyfirvalda og landræningja, hafa ekki sömu lagalegu réttindi og Ísraelar, lifa í stöðugum ótta, við skort af hreinu vatni, og skertar tekjulindir og hindranir við ferðalög og menntun. Þessi ógnarstjórn og kúgun ásamt misrétti sem Palestínumenn eru beittir af Ísrael hafa fjöldamörg mannréttindasamtök, þar á meðal Amnesty International, skilgreint sem aðskilnaðarstefnu (e. Apartheid) af hendi ísraelskra yfirvalda. Langflestir þeirra sem eru drepnir eru óbreyttir borgarar. Ísrael hefur einnig í haldi fleiri en 5 þúsund Palestínumenn í fangelsum, en þar af eru 1.100 í svokallaðari „Administrative Detention“ sem þýðir einfaldlega varðhald án ákæru og dóms og getur varið óendanlega. Hvert einasta dauðsfall er sorglegt en það breytir ekki þeirri staðreynd að árið 2023, fyrir þessa árás, voru 8 Palestínumen drepnir á móti hverjum Ísraela. Og frá 2008 eru tölurnar enn meira sláandi þar sem á móti hverjum Ísraelsmanni voru 21 Palestínumaður drepinn. Allar hugmyndir um rétt Ísrael til að verja sig verða að vera skoðaðar með gagnrýnum augum og tölurnar segja allt sem segja þarf. Ísrael er ekki að verja sig, Ísrael er í stórsókn gegn Palestínu. Frá því að ný ríkisstjórn tók völdum í Ísrael, með öfgahægri öflum og dæmdum stuðningsmanni ísraelskra hryðjuverkasamtaka sem ráðherra, hefur ástandið fyrir Palestínumenn hratt versnað. Auknar árásir landræningja í skjóli hervaldsins og uppbyggingu fleiri landræningjabyggða á landi Palestínumanna. Það sem á sér stað í hernuminni Palestínu er eingöngu svar við áralöngu, daglegum ísraelskum hernaðarárásum á palestínsk svæði. Morð, arðrán, hernám og sú staðreynd að yfir 2 milljónir Palestínubúa hafa búið í herkví frá 2007 er kaldur veruleiki sem við þurfum að bregðast við. Hvenær mega Palestínumenn verja sig? Þórdís Kolbrún, utanríkisráðherra, var fljót að gagnrýna Hamas fyrir hryðjuverkstarfsemi sína. En hvenær ætlar Þórdís að gagnrýna Ísrael fyrir hernám? Hvenær ætlar Þórdís að gagnrýna Ísrael fyrir þá 224 Palestínumenn sem voru drepnir í ár? Hvenær ætlar Þórdís að láta svara fyrir herkvínna í Gaza? Hvenær ætla ríksstjórnir heimsins að láta Ísrael bera ábyrgð á því að margbrjóta alþjóðlög rétt eins og við gerum gagnvart Rússlandi? Í skýrslu Amnesty International frá 2022 kemur fram að draga verði ísraelsk yfirvöld til ábyrgðar á aðskilnaðarstefnu þeirra gegn palestínsku fólki. Skýrslan lýsir einnig þeirri kerfisbundinni kúgun og yfirráðum Ísraelsríkis yfir palestínsku fólkinu og hvernig þessi stjórnun hefur áhrif á réttindi þess, hvort sem það er palestínskt fólk sem býr í Ísrael, á hernumdu svæðum Palestínu eða palestínskt flóttafólk í öðrum löndum Heimurinn verður að átta sig á því að til þess að leysa þessa deilu verðum við að setja þrýsting á Ísrael að hætta hernámi og arðráni á palestínsku landi. Hætta daglegum árásum á Palestínumenn og draga Ísrael til ábyrgðar á aðskilnaðarstefnunni. Höfundur er svæfingahjúkrunarfræðingur.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar