Með samstilltu átaki getum við aukið orkuvinnslu Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar 10. október 2023 10:01 Mikill samhljómur er í spám Landsvirkjunar og Landsnets um orkuþörf fram til ársins 2035. Við reiknum með að eftirspurnin vaxi um 6,5 TWst á þessum árum, en núverandi orkunotkun hérlendis nemur um 21 TWst á ári. Til lengri tíma en 2035 erum við sammála mati Samorku og Landsnets um orkuþörf þó hafa beri í huga að óvissa í orkuþörf er alltaf meiri langt fram í tímann. Vandinn er sá, að á allra næstu árum mun framboð lítið aukast og orkuöryggi heimila og minni fyrirtækja gæti verið í hættu á árunum 2024-2028. Að þeim tíma liðnum verður ný orkuvinnsla vonandi farin að skila sínu. Vindmyllur í Búrfellslundi taka vonandi til starfa undir lok árs 2026, Hvammsvirkjun árið 2028 og stækkun Þeistareykjastöðvar verður að veruleika á svipuðum tíma. Önnur orkufyrirtæki hljóta jafnframt að huga að aukinni vinnslu. Við hjá Landsvirkjun höfum lengi varað við þessari stöðu. Við höfum sérstaklega áhyggjur af því að heimilum og smærri fyrirtækjum sé ekki tryggð nægjanleg orka þegar eftirspurnin vex jafn hratt og raun ber vitni. Skuldbindingar um orkusölu til nýrra stórnotenda, án þess að orkuöflun komi á móti, geta ógnað orkuöryggi almennings. Skýr forgangsröðun Orkan okkar er nánast uppseld og Landsvirkjun hefur sett sér skýra forgangsröðun til næstu ára. Við ætlum að styðja við aukna almenna raforkunotkun í samfélaginu og orkufyrirtæki þjóðarinnar ætlar jafnframt að leggja sitt af mörkum til orkuskipta. Það er einnig mikilvægt að styðja við aukna stafræna vegferð til dæmis í gagnaverum (þó ekki til rafmyntavinnslu) og við nýsköpun. Við viljum líka styðja við framþróun núverandi stórnotenda, eins og við höfum gert allt frá stofnun fyrirtækisins. Það blasir við að á næstu árum munum við ekki geta sinnt eftirspurn frá nýjum stórnotendum í málmiðnaði og hrávöruvinnslu sem vilja hefja hér starfsemi. Þá er útflutningur á orku með rafeldsneyti eða sæstreng ekki á dagskrá að svo stöddu. Fordæmi fyrir hraðri uppbyggingu Árið 2035 gerum við ráð fyrir að 4 TWst hafi bæst við orkuvinnsluna vegna orkuskipta, almennur vöxtur í samfélaginu kalli á 1 TWst og til nýrra og núverandi stórnotenda renni 1,5 TWst umfram það sem nú er. Til að mæta þessari eftirspurn þurfum við sem sagt að bæta við hálfri TWst á ári og það getum við gert, ef við stillum saman strengi. Skemmst er að minnast þess að á árunum 2010-2020 tók Landsvirkjun 3 nýjar virkjanir í notkun, í ágætri sátt við samfélagið, Búðarháls, Búrfell II og Þeistareykjavirkjun. Orkuvinnslugeta þessara þriggja virkjana er um 2 TWst. Við höfum því fordæmi fyrir hraðri uppbyggingu og getum ráðist í hana aftur. Miklar tafir hafa orðið í leyfisveitingaferli nýrra virkjana. Landsvirkjun hefði getað hafist handa við Hvammsvirkjun og Búrfellslund fyrir tveimur árum. Ef það hefði gengið eftir værum við ekki í þessari þröngu stöðu. Nánar verður fjallað um sýn Landsvirkjunar á raforkueftirspurn til 2035 á Haustfundi Landsvirkjunar miðvikudaginn 11. október, sjá Landsvirkjun.is Höfundur er sérfræðingur i viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Jónas Hlynur Hallgrímsson Mest lesið Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Sjá meira
Mikill samhljómur er í spám Landsvirkjunar og Landsnets um orkuþörf fram til ársins 2035. Við reiknum með að eftirspurnin vaxi um 6,5 TWst á þessum árum, en núverandi orkunotkun hérlendis nemur um 21 TWst á ári. Til lengri tíma en 2035 erum við sammála mati Samorku og Landsnets um orkuþörf þó hafa beri í huga að óvissa í orkuþörf er alltaf meiri langt fram í tímann. Vandinn er sá, að á allra næstu árum mun framboð lítið aukast og orkuöryggi heimila og minni fyrirtækja gæti verið í hættu á árunum 2024-2028. Að þeim tíma liðnum verður ný orkuvinnsla vonandi farin að skila sínu. Vindmyllur í Búrfellslundi taka vonandi til starfa undir lok árs 2026, Hvammsvirkjun árið 2028 og stækkun Þeistareykjastöðvar verður að veruleika á svipuðum tíma. Önnur orkufyrirtæki hljóta jafnframt að huga að aukinni vinnslu. Við hjá Landsvirkjun höfum lengi varað við þessari stöðu. Við höfum sérstaklega áhyggjur af því að heimilum og smærri fyrirtækjum sé ekki tryggð nægjanleg orka þegar eftirspurnin vex jafn hratt og raun ber vitni. Skuldbindingar um orkusölu til nýrra stórnotenda, án þess að orkuöflun komi á móti, geta ógnað orkuöryggi almennings. Skýr forgangsröðun Orkan okkar er nánast uppseld og Landsvirkjun hefur sett sér skýra forgangsröðun til næstu ára. Við ætlum að styðja við aukna almenna raforkunotkun í samfélaginu og orkufyrirtæki þjóðarinnar ætlar jafnframt að leggja sitt af mörkum til orkuskipta. Það er einnig mikilvægt að styðja við aukna stafræna vegferð til dæmis í gagnaverum (þó ekki til rafmyntavinnslu) og við nýsköpun. Við viljum líka styðja við framþróun núverandi stórnotenda, eins og við höfum gert allt frá stofnun fyrirtækisins. Það blasir við að á næstu árum munum við ekki geta sinnt eftirspurn frá nýjum stórnotendum í málmiðnaði og hrávöruvinnslu sem vilja hefja hér starfsemi. Þá er útflutningur á orku með rafeldsneyti eða sæstreng ekki á dagskrá að svo stöddu. Fordæmi fyrir hraðri uppbyggingu Árið 2035 gerum við ráð fyrir að 4 TWst hafi bæst við orkuvinnsluna vegna orkuskipta, almennur vöxtur í samfélaginu kalli á 1 TWst og til nýrra og núverandi stórnotenda renni 1,5 TWst umfram það sem nú er. Til að mæta þessari eftirspurn þurfum við sem sagt að bæta við hálfri TWst á ári og það getum við gert, ef við stillum saman strengi. Skemmst er að minnast þess að á árunum 2010-2020 tók Landsvirkjun 3 nýjar virkjanir í notkun, í ágætri sátt við samfélagið, Búðarháls, Búrfell II og Þeistareykjavirkjun. Orkuvinnslugeta þessara þriggja virkjana er um 2 TWst. Við höfum því fordæmi fyrir hraðri uppbyggingu og getum ráðist í hana aftur. Miklar tafir hafa orðið í leyfisveitingaferli nýrra virkjana. Landsvirkjun hefði getað hafist handa við Hvammsvirkjun og Búrfellslund fyrir tveimur árum. Ef það hefði gengið eftir værum við ekki í þessari þröngu stöðu. Nánar verður fjallað um sýn Landsvirkjunar á raforkueftirspurn til 2035 á Haustfundi Landsvirkjunar miðvikudaginn 11. október, sjá Landsvirkjun.is Höfundur er sérfræðingur i viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar