„Þá verður farið ofan í saumana á þessu“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 9. október 2023 21:00 Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir að málið verði skoðað. Samsett mynd Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, segir mál 19 ára manns vegna aðgerða lögreglu á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í sumar ekki komið á borð til sín enn sem komið er. Hann eigi þó von á að það berist til sín á næstunni. Greint var frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en þar lýsti maðurinn aðgerðum lögreglunnar í Eyjum og sagði húðlit sinn hafa ráðið aðgerðum lögreglu. Maðurinn hafi verið að skemmta sér í tjaldi á hátíðinni þegar lögreglumaður hafi tekið hann hálstaki, þvingað hendur hans fyrir aftan bak og dregið hann út þar sem framin hafi verið líkamsleit en ekkert fundist. Karl Gauti segist kannast við málið enda hafi lögmaður mannsins leitað til þeirra „Við skoðuðum þetta þá og við könnumst við kvörtunina. Strákurinn kom hérna á stöðuna en við fundum enga handtöku á þennan mann,“ segir Karl Gauti. Í bréfi lögmanns mannsins kemur fram að svo virðist sem lögregla líti svo á að maðurinn hafi ekki verið handtekinn. „Við að sjálfsögðu munum skoða þetta mál,“ segir Karl Gauti og bætir við að upptökur úr myndavélum verði skoðaðar. Málið sé litið alvarlegum augum ef rétt reynist enda verði að skrá niður allar handtökur samkvæmt verklagi. Maðurinn var í hópi vina, sem allir eru hvítir, þegar lögreglan réðist í aðgerðir. Lögreglan hafði ekki afskipti af öðrum en manninum. „Ég mátti ekkert segja. Mér var bara sagt að þegja og ekki segja neitt. Ég vildi fá að hringja í pabba og þeir bönnuðu mér það. Ég fann fyrir því ógeðslega mikið þeir voru bara að láta eins og ég væri glæpamaður. Sem ég er ekki og þetta var ótrúlega óþægilegt hvernig þeir fóru með mig,“ sagði maðurinn meðal annars í gær. Hann hafi rætt við lögregluna eftir atvikið og fengið þær skýringar að hann hafi verið tekinn vegna klæðaburðar. Síðan hafi komið í ljós að sá grunaði hafi einnig verið dökkur. Karl Gauti segir að málið verði skoðað og rannsakað um leið og það kemur á hans borð. „Þá verður farið ofan í saumana á þessu.“ Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Lögreglan Kynþáttafordómar Lögreglumál Tengdar fréttir Vinnubrögð lögreglunnar á Suðurnesjum á Ljósanótt til skoðunar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum lítur mál unglingspilts á Ljósanótt í Reykjanesbæ sem snýr að vinnubrögðum lögreglu alvarlegum augum. Móðir drengsins hefur sakað lögreglu um kynþáttahatur. 4. september 2023 17:35 Leita réttar síns vegna framkomu lögreglu á Ljósanótt Mæðgin hyggjast leita réttar síns vegna framkomu lögreglunnar á Suðurnesjum á Ljósanótt í Reykjanesbæ. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir málið vera áhyggjuefni og að það sé til rannsóknar. 4. september 2023 21:39 „Okkur þykir náttúrulega miður að þetta skyldi koma upp“ Bæjarstjóri Reykjanesbæjar harmar vinnubrögð lögreglunnar á Suðurnesjum gagnvart sautján ára dreng á bæjarhátíðinni Ljósanótt í Reykjanesbraut. Málið varpi skugga á hátíðina 5. september 2023 12:09 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Greint var frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær en þar lýsti maðurinn aðgerðum lögreglunnar í Eyjum og sagði húðlit sinn hafa ráðið aðgerðum lögreglu. Maðurinn hafi verið að skemmta sér í tjaldi á hátíðinni þegar lögreglumaður hafi tekið hann hálstaki, þvingað hendur hans fyrir aftan bak og dregið hann út þar sem framin hafi verið líkamsleit en ekkert fundist. Karl Gauti segist kannast við málið enda hafi lögmaður mannsins leitað til þeirra „Við skoðuðum þetta þá og við könnumst við kvörtunina. Strákurinn kom hérna á stöðuna en við fundum enga handtöku á þennan mann,“ segir Karl Gauti. Í bréfi lögmanns mannsins kemur fram að svo virðist sem lögregla líti svo á að maðurinn hafi ekki verið handtekinn. „Við að sjálfsögðu munum skoða þetta mál,“ segir Karl Gauti og bætir við að upptökur úr myndavélum verði skoðaðar. Málið sé litið alvarlegum augum ef rétt reynist enda verði að skrá niður allar handtökur samkvæmt verklagi. Maðurinn var í hópi vina, sem allir eru hvítir, þegar lögreglan réðist í aðgerðir. Lögreglan hafði ekki afskipti af öðrum en manninum. „Ég mátti ekkert segja. Mér var bara sagt að þegja og ekki segja neitt. Ég vildi fá að hringja í pabba og þeir bönnuðu mér það. Ég fann fyrir því ógeðslega mikið þeir voru bara að láta eins og ég væri glæpamaður. Sem ég er ekki og þetta var ótrúlega óþægilegt hvernig þeir fóru með mig,“ sagði maðurinn meðal annars í gær. Hann hafi rætt við lögregluna eftir atvikið og fengið þær skýringar að hann hafi verið tekinn vegna klæðaburðar. Síðan hafi komið í ljós að sá grunaði hafi einnig verið dökkur. Karl Gauti segir að málið verði skoðað og rannsakað um leið og það kemur á hans borð. „Þá verður farið ofan í saumana á þessu.“
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Lögreglan Kynþáttafordómar Lögreglumál Tengdar fréttir Vinnubrögð lögreglunnar á Suðurnesjum á Ljósanótt til skoðunar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum lítur mál unglingspilts á Ljósanótt í Reykjanesbæ sem snýr að vinnubrögðum lögreglu alvarlegum augum. Móðir drengsins hefur sakað lögreglu um kynþáttahatur. 4. september 2023 17:35 Leita réttar síns vegna framkomu lögreglu á Ljósanótt Mæðgin hyggjast leita réttar síns vegna framkomu lögreglunnar á Suðurnesjum á Ljósanótt í Reykjanesbæ. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir málið vera áhyggjuefni og að það sé til rannsóknar. 4. september 2023 21:39 „Okkur þykir náttúrulega miður að þetta skyldi koma upp“ Bæjarstjóri Reykjanesbæjar harmar vinnubrögð lögreglunnar á Suðurnesjum gagnvart sautján ára dreng á bæjarhátíðinni Ljósanótt í Reykjanesbraut. Málið varpi skugga á hátíðina 5. september 2023 12:09 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Vinnubrögð lögreglunnar á Suðurnesjum á Ljósanótt til skoðunar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum lítur mál unglingspilts á Ljósanótt í Reykjanesbæ sem snýr að vinnubrögðum lögreglu alvarlegum augum. Móðir drengsins hefur sakað lögreglu um kynþáttahatur. 4. september 2023 17:35
Leita réttar síns vegna framkomu lögreglu á Ljósanótt Mæðgin hyggjast leita réttar síns vegna framkomu lögreglunnar á Suðurnesjum á Ljósanótt í Reykjanesbæ. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir málið vera áhyggjuefni og að það sé til rannsóknar. 4. september 2023 21:39
„Okkur þykir náttúrulega miður að þetta skyldi koma upp“ Bæjarstjóri Reykjanesbæjar harmar vinnubrögð lögreglunnar á Suðurnesjum gagnvart sautján ára dreng á bæjarhátíðinni Ljósanótt í Reykjanesbraut. Málið varpi skugga á hátíðina 5. september 2023 12:09