Vaktin: Sagði Biden að innrás væri óhjákvæmileg Hólmfríður Gísladóttir, Oddur Ævar Gunnarsson og Samúel Karl Ólason skrifa 9. október 2023 22:00 Lík fjarlægt úr rústum húss á Gasaströndinni í dag. AP/Ramez Mahmoud Umfangsmiklar árásir á báða bóga standa nú yfir á Gasaströndinni og í Ísrael. Hundruð eru fallin á báða bóga og þúsundir eru særðar. Varnarmálaráðherra Ísraels hefur fyrirskipað algjört umsátur um Gasa og er búið eða stendur til að skera á flæði nauðsynja eins og vatns og matvæla á svæðið . Fregnir hafa borist af því að Ísraelar undirbúi nú miklar aðgerðir en auk loftárásanna eru hermálayfirvöld sögð hafa stefnt fjölda hermanna, brynvörðum farartækjum og skriðdrekum að landamærum Ísraels og Gasa. Ísraelskir fjölmiðlar hafa eftir heimildarmönnum sínum innan stjórnkerfis landsins að markmiðið sé að tryggja að Gasaströndin verði ekki að „Hamastan“. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur líkt Hamas við Íslamska ríkið og segir loftárásir á Gasa vera „einungis upphafið“. Netanjahú er sagður hafa sagt Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í kvöld að innrás á Gasa væri óhjákvæmileg. Forsvarsmenn Hamas hafa hótað því að taka gísla af lífi, hætti Ísraelar að láta íbúa Gasastrandarinnar vita af væntanlegum loftárásum á byggingar á svæðinu. Einn leiðtoga samtakanna segir einnig að þeir séu tilbúnir til friðarviðræðna. Einnig berast fregnir af átökum í norðri, á landamærum Ísraels og Líbanon, þar sem Hezbollah-samtökin eru áhrifamikil. Hryðjuverkasamtökin Islamic Jihad, sem einnig eru virká Gasaströndinni, hafa lýst yfir ábyrgð á atviki þar sem vígamenn reyndu að komast yfir landamærin í norðri. Foreldrar og ástvinir þeirra sem teknir voru í gíslingu af Hamas-liðum á laugardag hafa biðlað til þeirra um að láta börn sín og aðra ástvini lausa. Ung börn voru á meðal þeirra sem voru teknir. Hamas segir fjóra gísla hafa látist í loftárásum Ísraelshers. Samtals eru nærri hundrað börn látin í átökunum. Horfa má þá beina útsendingu Reuters frá Gasaströndinni í spilaranum hér að neðan. Margar árásir hafa verið fangaðar í dag og heyra má í orrustuþotum yfir svæðinu. Byrjað er að dimma á svæðinu en hægt er að spóla til baka í spilaranum. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan. Ef hún birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna.
Fregnir hafa borist af því að Ísraelar undirbúi nú miklar aðgerðir en auk loftárásanna eru hermálayfirvöld sögð hafa stefnt fjölda hermanna, brynvörðum farartækjum og skriðdrekum að landamærum Ísraels og Gasa. Ísraelskir fjölmiðlar hafa eftir heimildarmönnum sínum innan stjórnkerfis landsins að markmiðið sé að tryggja að Gasaströndin verði ekki að „Hamastan“. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur líkt Hamas við Íslamska ríkið og segir loftárásir á Gasa vera „einungis upphafið“. Netanjahú er sagður hafa sagt Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, í kvöld að innrás á Gasa væri óhjákvæmileg. Forsvarsmenn Hamas hafa hótað því að taka gísla af lífi, hætti Ísraelar að láta íbúa Gasastrandarinnar vita af væntanlegum loftárásum á byggingar á svæðinu. Einn leiðtoga samtakanna segir einnig að þeir séu tilbúnir til friðarviðræðna. Einnig berast fregnir af átökum í norðri, á landamærum Ísraels og Líbanon, þar sem Hezbollah-samtökin eru áhrifamikil. Hryðjuverkasamtökin Islamic Jihad, sem einnig eru virká Gasaströndinni, hafa lýst yfir ábyrgð á atviki þar sem vígamenn reyndu að komast yfir landamærin í norðri. Foreldrar og ástvinir þeirra sem teknir voru í gíslingu af Hamas-liðum á laugardag hafa biðlað til þeirra um að láta börn sín og aðra ástvini lausa. Ung börn voru á meðal þeirra sem voru teknir. Hamas segir fjóra gísla hafa látist í loftárásum Ísraelshers. Samtals eru nærri hundrað börn látin í átökunum. Horfa má þá beina útsendingu Reuters frá Gasaströndinni í spilaranum hér að neðan. Margar árásir hafa verið fangaðar í dag og heyra má í orrustuþotum yfir svæðinu. Byrjað er að dimma á svæðinu en hægt er að spóla til baka í spilaranum. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan. Ef hún birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna.
Ísrael Palestína Átök Ísraela og Palestínumanna Hernaður Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent