Ísraelsher segist hafa tekið yfir og Selenskí skýtur á Íran Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. október 2023 08:43 Íbúar í Ashkelon virða fyrir sér skemmdirnar í kjölfar loftárása Hamaz á laugardag. AP/Erik Marmor Daniel Hagari, talsmaður ísraelska hersins, segir herinn nú við stjórnvölinn á öllum svæðum. Eins og stendur sé ekki barist innan Ísrael en mögulega séu liðsmenn Hamas þar í felum. Unnið er að rýmingu allra byggða við varnarlínu Ísraels og þá sé aukinn viðbúnaður í norðurhluta landsins, þar sem einhverjar uppákomur hafa orðið frá árásunum á laugardag. Þar sé þó ekki barist. Herinn gerir nú umfangsmiklar árásir á Gaza á fjögurra tíma fresti, að sögn Hagari. Skotmörkin eru mörg hundruð talsins en aðeins er um að ræða staði þar sem hryðjuverkamenn eru taldir hafast við. Hagari segir hundruð liðsmanna Hamas hafa fallið í árásum hersins. Ekkert rafmagn er á Gaza né internet. Fregnir hafa borist af birgðaskorti hjá Ísraelsmönnum en Hagari segir þetta ekki rétt, Nóg sé af búnaði og mat fyrir herliðið. Búið er að kalla til 300.000 varaliða en 73 hermenn hafa fallið í átökunum. Aðspurður um gíslana sem Hamas-liðar tóku sagði Hagari aðeins að unnið væri að því að hafa samband við fjölskyldur viðkomandi og að nánari upplýsingar yrðu veittar að því loknu. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur tjáð sig opinberlega um þróun mála og segir alþjóðasamfélagið verða að koma saman í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökum og -ríkjum. Sagði hann engan myndu gleyma árásinni á laugardag. Hryðjuverkamennirnir hefðu sjálfir deilt myndskeiðum af voðaverkum sínum og hrósað sér af þeim. Ríki heims þyrft að ná sátt um grundvallaratriði; ekki nauðga, ekki myrða. Ekki taka börn sem verðlaunagripi. Engar blóðsúthellingar meðal almennra borgara. Selenskí skaut föstum skotum að Íran og sagði þarlend stjórnvöld ekki getað firrað sig ábyrgð á innrás Rússa í Úkraínu á meðan þau seldu Rússum dróna. Þá gætu þau ekki sagst ábyrgðarlaus gagnvart árás Hamas ef þau fordæmdu hana ekki. Ísrael Palestína Hernaður Íran Átök Ísraela og Palestínumanna Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Unnið er að rýmingu allra byggða við varnarlínu Ísraels og þá sé aukinn viðbúnaður í norðurhluta landsins, þar sem einhverjar uppákomur hafa orðið frá árásunum á laugardag. Þar sé þó ekki barist. Herinn gerir nú umfangsmiklar árásir á Gaza á fjögurra tíma fresti, að sögn Hagari. Skotmörkin eru mörg hundruð talsins en aðeins er um að ræða staði þar sem hryðjuverkamenn eru taldir hafast við. Hagari segir hundruð liðsmanna Hamas hafa fallið í árásum hersins. Ekkert rafmagn er á Gaza né internet. Fregnir hafa borist af birgðaskorti hjá Ísraelsmönnum en Hagari segir þetta ekki rétt, Nóg sé af búnaði og mat fyrir herliðið. Búið er að kalla til 300.000 varaliða en 73 hermenn hafa fallið í átökunum. Aðspurður um gíslana sem Hamas-liðar tóku sagði Hagari aðeins að unnið væri að því að hafa samband við fjölskyldur viðkomandi og að nánari upplýsingar yrðu veittar að því loknu. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur tjáð sig opinberlega um þróun mála og segir alþjóðasamfélagið verða að koma saman í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökum og -ríkjum. Sagði hann engan myndu gleyma árásinni á laugardag. Hryðjuverkamennirnir hefðu sjálfir deilt myndskeiðum af voðaverkum sínum og hrósað sér af þeim. Ríki heims þyrft að ná sátt um grundvallaratriði; ekki nauðga, ekki myrða. Ekki taka börn sem verðlaunagripi. Engar blóðsúthellingar meðal almennra borgara. Selenskí skaut föstum skotum að Íran og sagði þarlend stjórnvöld ekki getað firrað sig ábyrgð á innrás Rússa í Úkraínu á meðan þau seldu Rússum dróna. Þá gætu þau ekki sagst ábyrgðarlaus gagnvart árás Hamas ef þau fordæmdu hana ekki.
Ísrael Palestína Hernaður Íran Átök Ísraela og Palestínumanna Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira