Um það bil 1.100 látnir og útlit fyrir meiri blóðsúthellingar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. október 2023 06:46 Unnið að rýmingu í Ashkelon í suðurhluta Ísrael. AP/Tsafrir Abayov Íbúum í borginni Sderot í suðurhluta Ísrael hefur verið sagt að halda sig heima við í dag. Borgarstjórinn Alon Davidi segir hryðjuverkamenn í og umhverfis borgina og þá heyrast byssuskot á götum úti. Alls eru 1.100 látnir eftir óvænta árás Hamas inn í Ísrael á laugardag, 700 í Ísrael og 413 á Gaza. Deborah Lipstadt, sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjanna í málefnum gyðinga, hefur kallað árásir Hamas „banvænustu árásina gegn gyðingum frá helförinni“. Hún segir enga leið til að réttlæta fjöldamorð og villimannslegar árásir gegn almennum borgurum. Sendinefnd Palestínumanna við Sameinuðu þjóðirnar hafa hins vegar sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að þróun mála hafi ekki átt sér stað í tómarúmi. Árásirnar hafi verið gerðar í kjölfar drápa hundruða Palestínumanna og áratuga árása Ísraelsmanna gegn borgum, bæjum og þorpum Palestínu. Íranir hafa neitað að hafa komið að skipulagningu árása Hamas, eins og Ísraelsmenn hafa haldið fram. Sendinefnd Íran við Sameinuðu þjóðirnar sagðist styðja Palestínumenn og málstað þeirra en sakaði Ísraelsmenn um að reyna að gera Íran að blóraböggli fyrir eigið öryggisklúður. Ísraelski herinn segist hafa gert árásir á 500 skotmörk tengdum Hamas og Islamic Jihad í nótt, þar á meðal á starfstöðvar og á heimili Ruhi Mashtaa, háttsetts leiðtoga innan Hamas og meints skipuleggjanda árásanna á laugardag. Herinn segir ástandið slæmt og fyrirséð að fleiri muni láta lífið. Associated Press segir nítján einstaklinga innan sömu fjölskyldunnar hafa látið lífið í árásum Ísraela á flóttamannabúðir á Gaza. Engar fregnir hafa borist af þeim um 100 gíslum sem Hamas-liðar eru taldir hafa flutt frá Ísrael til Gaza en þetta er sagt flækja nokkuð hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna. Um það bil 260 eru taldir hafa látist á tónlistarhátíð sem stóð yfir þegar Hamas-liðar gerðu árás. Fjöldi ríkja fordæmdi aðgerðir Hamas á lokuðum neyðarfundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gær. Robert Wood, sendifulltrúi Bandaríkjanna, sagði fordæminguna þó ekki hafa verið samhljóða og sagði blaðamenn líklega getað giskað á hverjir sátu þar hjá. Virðist nokkuð ljós að Wood er þarna að tala um Rússland. Bandaríkjamenn segja hernaðarstuðning á leið til Ísrael en bandarísk flugfélög eru meðal þeirra sem hafa lagt niður flug til Tel Aviv í bili. Má þar nefna Delta, American Airlines og United. Ísrael Palestína Átök Ísraela og Palestínumanna Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Alls eru 1.100 látnir eftir óvænta árás Hamas inn í Ísrael á laugardag, 700 í Ísrael og 413 á Gaza. Deborah Lipstadt, sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjanna í málefnum gyðinga, hefur kallað árásir Hamas „banvænustu árásina gegn gyðingum frá helförinni“. Hún segir enga leið til að réttlæta fjöldamorð og villimannslegar árásir gegn almennum borgurum. Sendinefnd Palestínumanna við Sameinuðu þjóðirnar hafa hins vegar sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að þróun mála hafi ekki átt sér stað í tómarúmi. Árásirnar hafi verið gerðar í kjölfar drápa hundruða Palestínumanna og áratuga árása Ísraelsmanna gegn borgum, bæjum og þorpum Palestínu. Íranir hafa neitað að hafa komið að skipulagningu árása Hamas, eins og Ísraelsmenn hafa haldið fram. Sendinefnd Íran við Sameinuðu þjóðirnar sagðist styðja Palestínumenn og málstað þeirra en sakaði Ísraelsmenn um að reyna að gera Íran að blóraböggli fyrir eigið öryggisklúður. Ísraelski herinn segist hafa gert árásir á 500 skotmörk tengdum Hamas og Islamic Jihad í nótt, þar á meðal á starfstöðvar og á heimili Ruhi Mashtaa, háttsetts leiðtoga innan Hamas og meints skipuleggjanda árásanna á laugardag. Herinn segir ástandið slæmt og fyrirséð að fleiri muni láta lífið. Associated Press segir nítján einstaklinga innan sömu fjölskyldunnar hafa látið lífið í árásum Ísraela á flóttamannabúðir á Gaza. Engar fregnir hafa borist af þeim um 100 gíslum sem Hamas-liðar eru taldir hafa flutt frá Ísrael til Gaza en þetta er sagt flækja nokkuð hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna. Um það bil 260 eru taldir hafa látist á tónlistarhátíð sem stóð yfir þegar Hamas-liðar gerðu árás. Fjöldi ríkja fordæmdi aðgerðir Hamas á lokuðum neyðarfundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gær. Robert Wood, sendifulltrúi Bandaríkjanna, sagði fordæminguna þó ekki hafa verið samhljóða og sagði blaðamenn líklega getað giskað á hverjir sátu þar hjá. Virðist nokkuð ljós að Wood er þarna að tala um Rússland. Bandaríkjamenn segja hernaðarstuðning á leið til Ísrael en bandarísk flugfélög eru meðal þeirra sem hafa lagt niður flug til Tel Aviv í bili. Má þar nefna Delta, American Airlines og United.
Ísrael Palestína Átök Ísraela og Palestínumanna Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira