„Þetta verður langvinnt, erfitt og blóðugt“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. október 2023 20:33 Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í varnarmálium, lagði mat á stöðuna í Ísrael í kvöldfréttum Stöðvar 2. vísir Veruleg hætta er á því að átökin sem nú standa yfir í Ísrael og á Gaza-svæðinu muni dreifa sér víðar. Þetta segir Arnór Sigurjónsson sérfræðingur í varnarmálum. Innrás Ísrael á Gaza-svæðið sé óhjákvæmileg enda hafi yfirvöld þar heitið því að uppræta Hamas-samtökin. Spurður hvers vegna Hamas-liðar stundi árásir á þessum tímapunkti segir Arnór að samtökin hafi á þessum tímapunkti þrjú meginmarkmið. „Í fyrsta lagi að koma í veg fyrir friðsamleg samskipti Ísrael við önnur arabaríki, þar á meðal Sádí-Arabíu. Taka gísla til fangaskipta. Og sameina arabaríkin, og jafnvel heiminn allan, í baráttunni gegn Ísrael, í þágu Palestínu-araba.“ Yfirferð yfir stöðuna í Ísrael, ásamt viðtali við Arnór má sjá hér að neðan. Viðtalið hefst þegar um fjórar mínútur eru liðnar af fréttinni. Hann segir verulega hættu á því að átökin dreifi sér út fyrir átakasvæðið nú og nefnir að Bandaríkjamenn hafi sent herskip og herþotur á svæðið til að vera reiðubúnir því ef allt fer á versta veg. Árás Hamas-liða kom Ísraelsmönnum í opna skjöldu og svo virðist sem að upplýsingaþjónusta hafi brugðist algjörlega. „Þetta virðist vera aljgjört skipbrot leyniþjónustu Ísraelsmanna. Þetta virðist hafa komið Bandaríkjamönnum mjög á óvart líka. Það er eitthvað sem þarf að skoða betur í framtíðinni,“ segir Arnór og segir uppgjör verða að fara fram vegna þessa. Innrás Ísraelsmanna á Gaza-svæðið sé óhjákvæmileg enda hafi Ísrael heitið því að uppræta Hamas. „Það gera þeir ekki nema að hafa full yfirráð yfir Gaza-svæðinu.“ „Þetta verður langvinnt, erfitt og blóðugt,“ sagði Arnór að lokum. Ísrael Palestína Hernaður Átök Ísraela og Palestínumanna Tengdar fréttir Vaktin: Að minnsta kosti 260 manns voru skotnir á tónlistarhátíð Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael hefur lýst yfir herlögum í landinu vegna stríðsins sem hófst þar í gærmorgun. Minnst sex hundruð Ísraelar hafa fallið í árásum Hamas og þrjú hundruð Palestínumenn fallið í gagnárásum Ísraela. 8. október 2023 12:57 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Spurður hvers vegna Hamas-liðar stundi árásir á þessum tímapunkti segir Arnór að samtökin hafi á þessum tímapunkti þrjú meginmarkmið. „Í fyrsta lagi að koma í veg fyrir friðsamleg samskipti Ísrael við önnur arabaríki, þar á meðal Sádí-Arabíu. Taka gísla til fangaskipta. Og sameina arabaríkin, og jafnvel heiminn allan, í baráttunni gegn Ísrael, í þágu Palestínu-araba.“ Yfirferð yfir stöðuna í Ísrael, ásamt viðtali við Arnór má sjá hér að neðan. Viðtalið hefst þegar um fjórar mínútur eru liðnar af fréttinni. Hann segir verulega hættu á því að átökin dreifi sér út fyrir átakasvæðið nú og nefnir að Bandaríkjamenn hafi sent herskip og herþotur á svæðið til að vera reiðubúnir því ef allt fer á versta veg. Árás Hamas-liða kom Ísraelsmönnum í opna skjöldu og svo virðist sem að upplýsingaþjónusta hafi brugðist algjörlega. „Þetta virðist vera aljgjört skipbrot leyniþjónustu Ísraelsmanna. Þetta virðist hafa komið Bandaríkjamönnum mjög á óvart líka. Það er eitthvað sem þarf að skoða betur í framtíðinni,“ segir Arnór og segir uppgjör verða að fara fram vegna þessa. Innrás Ísraelsmanna á Gaza-svæðið sé óhjákvæmileg enda hafi Ísrael heitið því að uppræta Hamas. „Það gera þeir ekki nema að hafa full yfirráð yfir Gaza-svæðinu.“ „Þetta verður langvinnt, erfitt og blóðugt,“ sagði Arnór að lokum.
Ísrael Palestína Hernaður Átök Ísraela og Palestínumanna Tengdar fréttir Vaktin: Að minnsta kosti 260 manns voru skotnir á tónlistarhátíð Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael hefur lýst yfir herlögum í landinu vegna stríðsins sem hófst þar í gærmorgun. Minnst sex hundruð Ísraelar hafa fallið í árásum Hamas og þrjú hundruð Palestínumenn fallið í gagnárásum Ísraela. 8. október 2023 12:57 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Vaktin: Að minnsta kosti 260 manns voru skotnir á tónlistarhátíð Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael hefur lýst yfir herlögum í landinu vegna stríðsins sem hófst þar í gærmorgun. Minnst sex hundruð Ísraelar hafa fallið í árásum Hamas og þrjú hundruð Palestínumenn fallið í gagnárásum Ísraela. 8. október 2023 12:57