Vindorka í ósnortinni náttúru eða í byggð? Haraldur Þór Jónsson skrifar 7. október 2023 07:01 Orkuskiptin eru fram undan og nokkuð ljóst er að vindorkuver munu rísa á Íslandi áður en langt um líður. Hingað til höfum við beislað vatnsaflið og jarðvarmann sem eru staðbundnir virkjanakostir. Þar beislum við orkuna þar sem hún er í iðrum jarðar eða rennur frá hálendinu út í sjó. Hvað vindorkuna varðar er staðan allt önnur. Í fyrsta sinn höfum við tækifæri á að taka ákvarðanir um hvar við getum beislað orkuna sem felst í vindinum. Við höfum tækifæri á að ákveða hvar vindorkuver verða byggð í sem mestri sátt við íbúa, umhverfið og náttúru. Að mati undirritaðs hefur raunveruleg umræða um vindorku ekki átt sér stað að neinu ráði á Íslandi. Viljum við fara með vindorkuverin upp á hálendi Íslands. Viljum við setja vindorkuverin þar sem þau eru ekki fyrir framan augun á okkur í daglegu lífi okkar, en raska sannarlega þeim verðmætum sem felast í ósnortnu víðerni hálendisins. Eru vindmyllur svo hræðilegar að við, íbúar landsins, megum bara alls ekki sjá þær? Það er alveg ljóst að minnstu umhverfisáhrif af vindorkuveri er í byggð, nálægt þeim stað sem orkan er notuð. Samt er staðan sú að fyrsta vindorkuverið, Búrfellslundur, á að byggja á hálendi Íslands. Búrfellslundur skilaði verstu mögulegu útkomu í vinnu rammaáætlunar er kemur að ferðaþjónustu og útivist. Samt ákvað alþingi að setja Búrfellslund í nýtingarflokk í rammaáætlun í júní 2022. Í mati á umhverfisáhrifum á Búrfellslundi er fullyrt að uppbygging og rekstur vindmylla komi til með að hafa jákvæð áhrif á sveitarfélög á svæðinu þar sem atvinnutækifæri skapast og tekjur aukast. Slíkt er röng fullyrðing. Rekstur vindorkuvera skapar ekki staðbundin störf á rekstrartíma vindorkuvera. Búrfellslundur er slíkt inngrip í hálendi Íslands að hann mun valda gríðarlegu tjóni á möguleikum til atvinnuuppbyggingar í ferðaþjónustu og útivist. Samt ákvað alþingi að setja Búrfellslund í nýtingarflokk í rammaáætlun. Nokkuð ljóst er að verði Búrfellslundur byggður, þá erum við að fórna miklu stærri hagsmunum fyrir orkuframleiðslu sem auðveldlega er hægt að staðsetja annarsstaðar á landinu í miklu meiri sátt við nærumhverfið. Skilyrði fyrir vindorkuver á Íslandi eru frábær, svo frábær að það er erfiðara að finna stað sem hentar ekki fyrir vindorkuver heldur en að finna góð vindskilyrði fyrir vindorkugarð. Á meðfylgjandi mynd er það dökki liturinn sem sýnir bestu vindskilyrðin fyrir vindorkuframleiðslu Íslandi. Þessi frábæru skilyrði eru einmitt ástæðan fyrir því að við getum, í fyrsta skipti, farið í skýrt staðarval á orkuframleiðslu. Beislað orkuna í vindinum án þess að fórna ósnortinni náttúru né í andstöðu við íbúana sem verða í nærumhverfinu. Uppbygging vindorkuvera verður að vera á forsendum nærsamfélagsins og í sátt við umhverfið. Hefjum umræðuna um hvar vindorkuver eigi að vera staðsett á Íslandi af alvöru! Höfundur er sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpsverjahrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vindorka Orkumál Orkuskipti Skeiða- og Gnúpverjahreppur Haraldur Þór Jónsson Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Orkuskiptin eru fram undan og nokkuð ljóst er að vindorkuver munu rísa á Íslandi áður en langt um líður. Hingað til höfum við beislað vatnsaflið og jarðvarmann sem eru staðbundnir virkjanakostir. Þar beislum við orkuna þar sem hún er í iðrum jarðar eða rennur frá hálendinu út í sjó. Hvað vindorkuna varðar er staðan allt önnur. Í fyrsta sinn höfum við tækifæri á að taka ákvarðanir um hvar við getum beislað orkuna sem felst í vindinum. Við höfum tækifæri á að ákveða hvar vindorkuver verða byggð í sem mestri sátt við íbúa, umhverfið og náttúru. Að mati undirritaðs hefur raunveruleg umræða um vindorku ekki átt sér stað að neinu ráði á Íslandi. Viljum við fara með vindorkuverin upp á hálendi Íslands. Viljum við setja vindorkuverin þar sem þau eru ekki fyrir framan augun á okkur í daglegu lífi okkar, en raska sannarlega þeim verðmætum sem felast í ósnortnu víðerni hálendisins. Eru vindmyllur svo hræðilegar að við, íbúar landsins, megum bara alls ekki sjá þær? Það er alveg ljóst að minnstu umhverfisáhrif af vindorkuveri er í byggð, nálægt þeim stað sem orkan er notuð. Samt er staðan sú að fyrsta vindorkuverið, Búrfellslundur, á að byggja á hálendi Íslands. Búrfellslundur skilaði verstu mögulegu útkomu í vinnu rammaáætlunar er kemur að ferðaþjónustu og útivist. Samt ákvað alþingi að setja Búrfellslund í nýtingarflokk í rammaáætlun í júní 2022. Í mati á umhverfisáhrifum á Búrfellslundi er fullyrt að uppbygging og rekstur vindmylla komi til með að hafa jákvæð áhrif á sveitarfélög á svæðinu þar sem atvinnutækifæri skapast og tekjur aukast. Slíkt er röng fullyrðing. Rekstur vindorkuvera skapar ekki staðbundin störf á rekstrartíma vindorkuvera. Búrfellslundur er slíkt inngrip í hálendi Íslands að hann mun valda gríðarlegu tjóni á möguleikum til atvinnuuppbyggingar í ferðaþjónustu og útivist. Samt ákvað alþingi að setja Búrfellslund í nýtingarflokk í rammaáætlun. Nokkuð ljóst er að verði Búrfellslundur byggður, þá erum við að fórna miklu stærri hagsmunum fyrir orkuframleiðslu sem auðveldlega er hægt að staðsetja annarsstaðar á landinu í miklu meiri sátt við nærumhverfið. Skilyrði fyrir vindorkuver á Íslandi eru frábær, svo frábær að það er erfiðara að finna stað sem hentar ekki fyrir vindorkuver heldur en að finna góð vindskilyrði fyrir vindorkugarð. Á meðfylgjandi mynd er það dökki liturinn sem sýnir bestu vindskilyrðin fyrir vindorkuframleiðslu Íslandi. Þessi frábæru skilyrði eru einmitt ástæðan fyrir því að við getum, í fyrsta skipti, farið í skýrt staðarval á orkuframleiðslu. Beislað orkuna í vindinum án þess að fórna ósnortinni náttúru né í andstöðu við íbúana sem verða í nærumhverfinu. Uppbygging vindorkuvera verður að vera á forsendum nærsamfélagsins og í sátt við umhverfið. Hefjum umræðuna um hvar vindorkuver eigi að vera staðsett á Íslandi af alvöru! Höfundur er sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpsverjahrepps.
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun