Vindorka í ósnortinni náttúru eða í byggð? Haraldur Þór Jónsson skrifar 7. október 2023 07:01 Orkuskiptin eru fram undan og nokkuð ljóst er að vindorkuver munu rísa á Íslandi áður en langt um líður. Hingað til höfum við beislað vatnsaflið og jarðvarmann sem eru staðbundnir virkjanakostir. Þar beislum við orkuna þar sem hún er í iðrum jarðar eða rennur frá hálendinu út í sjó. Hvað vindorkuna varðar er staðan allt önnur. Í fyrsta sinn höfum við tækifæri á að taka ákvarðanir um hvar við getum beislað orkuna sem felst í vindinum. Við höfum tækifæri á að ákveða hvar vindorkuver verða byggð í sem mestri sátt við íbúa, umhverfið og náttúru. Að mati undirritaðs hefur raunveruleg umræða um vindorku ekki átt sér stað að neinu ráði á Íslandi. Viljum við fara með vindorkuverin upp á hálendi Íslands. Viljum við setja vindorkuverin þar sem þau eru ekki fyrir framan augun á okkur í daglegu lífi okkar, en raska sannarlega þeim verðmætum sem felast í ósnortnu víðerni hálendisins. Eru vindmyllur svo hræðilegar að við, íbúar landsins, megum bara alls ekki sjá þær? Það er alveg ljóst að minnstu umhverfisáhrif af vindorkuveri er í byggð, nálægt þeim stað sem orkan er notuð. Samt er staðan sú að fyrsta vindorkuverið, Búrfellslundur, á að byggja á hálendi Íslands. Búrfellslundur skilaði verstu mögulegu útkomu í vinnu rammaáætlunar er kemur að ferðaþjónustu og útivist. Samt ákvað alþingi að setja Búrfellslund í nýtingarflokk í rammaáætlun í júní 2022. Í mati á umhverfisáhrifum á Búrfellslundi er fullyrt að uppbygging og rekstur vindmylla komi til með að hafa jákvæð áhrif á sveitarfélög á svæðinu þar sem atvinnutækifæri skapast og tekjur aukast. Slíkt er röng fullyrðing. Rekstur vindorkuvera skapar ekki staðbundin störf á rekstrartíma vindorkuvera. Búrfellslundur er slíkt inngrip í hálendi Íslands að hann mun valda gríðarlegu tjóni á möguleikum til atvinnuuppbyggingar í ferðaþjónustu og útivist. Samt ákvað alþingi að setja Búrfellslund í nýtingarflokk í rammaáætlun. Nokkuð ljóst er að verði Búrfellslundur byggður, þá erum við að fórna miklu stærri hagsmunum fyrir orkuframleiðslu sem auðveldlega er hægt að staðsetja annarsstaðar á landinu í miklu meiri sátt við nærumhverfið. Skilyrði fyrir vindorkuver á Íslandi eru frábær, svo frábær að það er erfiðara að finna stað sem hentar ekki fyrir vindorkuver heldur en að finna góð vindskilyrði fyrir vindorkugarð. Á meðfylgjandi mynd er það dökki liturinn sem sýnir bestu vindskilyrðin fyrir vindorkuframleiðslu Íslandi. Þessi frábæru skilyrði eru einmitt ástæðan fyrir því að við getum, í fyrsta skipti, farið í skýrt staðarval á orkuframleiðslu. Beislað orkuna í vindinum án þess að fórna ósnortinni náttúru né í andstöðu við íbúana sem verða í nærumhverfinu. Uppbygging vindorkuvera verður að vera á forsendum nærsamfélagsins og í sátt við umhverfið. Hefjum umræðuna um hvar vindorkuver eigi að vera staðsett á Íslandi af alvöru! Höfundur er sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpsverjahrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vindorka Orkumál Orkuskipti Skeiða- og Gnúpverjahreppur Haraldur Þór Jónsson Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Sjá meira
Orkuskiptin eru fram undan og nokkuð ljóst er að vindorkuver munu rísa á Íslandi áður en langt um líður. Hingað til höfum við beislað vatnsaflið og jarðvarmann sem eru staðbundnir virkjanakostir. Þar beislum við orkuna þar sem hún er í iðrum jarðar eða rennur frá hálendinu út í sjó. Hvað vindorkuna varðar er staðan allt önnur. Í fyrsta sinn höfum við tækifæri á að taka ákvarðanir um hvar við getum beislað orkuna sem felst í vindinum. Við höfum tækifæri á að ákveða hvar vindorkuver verða byggð í sem mestri sátt við íbúa, umhverfið og náttúru. Að mati undirritaðs hefur raunveruleg umræða um vindorku ekki átt sér stað að neinu ráði á Íslandi. Viljum við fara með vindorkuverin upp á hálendi Íslands. Viljum við setja vindorkuverin þar sem þau eru ekki fyrir framan augun á okkur í daglegu lífi okkar, en raska sannarlega þeim verðmætum sem felast í ósnortnu víðerni hálendisins. Eru vindmyllur svo hræðilegar að við, íbúar landsins, megum bara alls ekki sjá þær? Það er alveg ljóst að minnstu umhverfisáhrif af vindorkuveri er í byggð, nálægt þeim stað sem orkan er notuð. Samt er staðan sú að fyrsta vindorkuverið, Búrfellslundur, á að byggja á hálendi Íslands. Búrfellslundur skilaði verstu mögulegu útkomu í vinnu rammaáætlunar er kemur að ferðaþjónustu og útivist. Samt ákvað alþingi að setja Búrfellslund í nýtingarflokk í rammaáætlun í júní 2022. Í mati á umhverfisáhrifum á Búrfellslundi er fullyrt að uppbygging og rekstur vindmylla komi til með að hafa jákvæð áhrif á sveitarfélög á svæðinu þar sem atvinnutækifæri skapast og tekjur aukast. Slíkt er röng fullyrðing. Rekstur vindorkuvera skapar ekki staðbundin störf á rekstrartíma vindorkuvera. Búrfellslundur er slíkt inngrip í hálendi Íslands að hann mun valda gríðarlegu tjóni á möguleikum til atvinnuuppbyggingar í ferðaþjónustu og útivist. Samt ákvað alþingi að setja Búrfellslund í nýtingarflokk í rammaáætlun. Nokkuð ljóst er að verði Búrfellslundur byggður, þá erum við að fórna miklu stærri hagsmunum fyrir orkuframleiðslu sem auðveldlega er hægt að staðsetja annarsstaðar á landinu í miklu meiri sátt við nærumhverfið. Skilyrði fyrir vindorkuver á Íslandi eru frábær, svo frábær að það er erfiðara að finna stað sem hentar ekki fyrir vindorkuver heldur en að finna góð vindskilyrði fyrir vindorkugarð. Á meðfylgjandi mynd er það dökki liturinn sem sýnir bestu vindskilyrðin fyrir vindorkuframleiðslu Íslandi. Þessi frábæru skilyrði eru einmitt ástæðan fyrir því að við getum, í fyrsta skipti, farið í skýrt staðarval á orkuframleiðslu. Beislað orkuna í vindinum án þess að fórna ósnortinni náttúru né í andstöðu við íbúana sem verða í nærumhverfinu. Uppbygging vindorkuvera verður að vera á forsendum nærsamfélagsins og í sátt við umhverfið. Hefjum umræðuna um hvar vindorkuver eigi að vera staðsett á Íslandi af alvöru! Höfundur er sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpsverjahrepps.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun