„Ekki til fyrirmyndar og svona gerir maður ekki“ Atli Ísleifsson og Helena Rós Sturludóttir skrifa 6. október 2023 12:46 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Áslaugu Örnu hafa rætt við sig að loknum ríkisstjórnarfundi. Vísir/Ívar Fannar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að forystufólk í stjórnmálum og þeir sem vilji láta taka sig alvarlega sem stjórnmálamenn, eigi að vanda sig í því að tala um sitt samstarfsfólk bæði af virðingu og ábyrgð. Þetta sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi skömmu fyrir hádegi þegar hún var spurð um ræðu Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og vísindaráðherra, á Sjávarútvegsdeginum fyrr í vikunni þar sem hún skaut á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra. Katrín segist vera á því að ummæli Áslaugar Örnu hafi ekki verið til fyrirmyndar og „svona gerir maður ekki.“ Eins og Vísir greindi frá í gær ávarpaði Áslaug Arna stjórnendur í sjávarútvegi í fyrradag í Hörpu. Þar hélt ráðherrann ræðu um nýsköpun en sagði fyrst að það væri freistandi að ræða málefni líðandi stundar og sagði Svandísi Svavarsdóttur vera samnefnara regluverka og eftirlits á meðan mynd af henni var varpað upp á vegg. Forystufólk vandi sig Forsætisráðherra bendir á að hún hafi ekki verið á staðnum en hafi að sjálfsögðu lesið fréttir af atvikinu. „Ég vil bara segja það mjög einfaldlega: Fólk sem vill vera forystufólk í stjórnmálum, vill láta taka sig alvarlega sem stjórnmálamenn, það á að vanda sig í því að tala um sitt samstarfsfólk bæði af virðingu og ábyrgð,“ segir Katrín. Ummælin hafa verið harðlega gagnrýnd. Finnst þér eins og þetta skapi sundrungu í ríkisstjórninni? „Ég held að það sé best að Áslaug svari fyrir sín ummæli sjálf. Ég ítreka bara það sem ég segi: Stjórnmálafólk sem vill láta taka sig alvarlega það vandar sig í því hvernig það ræðir um samstarfsfólk sitt,“ segir Katrín. Stendur þú með Svandísi í þessu máli? „Að sjálfsögðu stend ég með Svandísi. Stóra málið í þessu er, eins og ég hef þegar sagt, að fólk þarf að vanda sig í því sem það setur fram. Það snýst ekki um það að fólk fari í málefnalegan ágreining, því að það er eðlilegt að fólk ræði þau mál. Það er eðlilegt að við gerum þá kröfu til fólk sem vill telja sig vera forystufólk í íslenskum stjórnmálum, að það vandi sig í sínum málflutningi.“ Var þetta rætt á ríkisstjórnarfundi í dag? „Áslaug Arna ræddi við mig eftir fundinn,“ segir Katrín. Fyrir fund sagði hún að hún sæi ekki eftir neinu. Finnst þér ummæli eins og þessi vera viðeigandi fyrir ráðherra í ríkisstjórn? „Nú var ég ekki á staðnum þegar þessi ræða var flutt, en út frá fréttaflutningi þá held ég að það hafi komið algerlega skýrt fram að mér finnst þetta ekki til fyrirmyndar og svona gerir maður ekki.,“ segir Katrín. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Svandís ósátt en Áslaug sér ekki eftir neinu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sér ekki eftir ræðu sinni á Degi Sjávarútvegsins þar sem hún skaut á samráðherra sinn Svandísi Svavarsdóttur. Hún segist búin að ræða við samráðherra sinn sem hafi ekki verið sátt. Ræðan hafi fjallað um nýsköpun. 6. október 2023 11:23 Varpaði mynd af Svandísi á skjá og skaut föstum skotum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ávarpaði stjórnendur í sjávarútvegi í gær í Hörpu á Sjávarútvegsdaginn. Hún sagði freistandi að ræða málefni líðandi stundar og nefndi sérstaklega Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, en sagðist þess í stað ætla að ræða nýsköpun í sjávarútvegi. 5. október 2023 09:37 Ríkisstjórnin eins og hjón sem rífast úti á svölum Þingmaður Viðreisnar líkir ríkisstjórninni við óhamingjusöm hjón sem rífast úti á svölum svo allt hverfið heyri. Öll orka hennar fari í stjórnarheimiliserjur. 5. október 2023 17:56 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Þetta sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi skömmu fyrir hádegi þegar hún var spurð um ræðu Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og vísindaráðherra, á Sjávarútvegsdeginum fyrr í vikunni þar sem hún skaut á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra. Katrín segist vera á því að ummæli Áslaugar Örnu hafi ekki verið til fyrirmyndar og „svona gerir maður ekki.“ Eins og Vísir greindi frá í gær ávarpaði Áslaug Arna stjórnendur í sjávarútvegi í fyrradag í Hörpu. Þar hélt ráðherrann ræðu um nýsköpun en sagði fyrst að það væri freistandi að ræða málefni líðandi stundar og sagði Svandísi Svavarsdóttur vera samnefnara regluverka og eftirlits á meðan mynd af henni var varpað upp á vegg. Forystufólk vandi sig Forsætisráðherra bendir á að hún hafi ekki verið á staðnum en hafi að sjálfsögðu lesið fréttir af atvikinu. „Ég vil bara segja það mjög einfaldlega: Fólk sem vill vera forystufólk í stjórnmálum, vill láta taka sig alvarlega sem stjórnmálamenn, það á að vanda sig í því að tala um sitt samstarfsfólk bæði af virðingu og ábyrgð,“ segir Katrín. Ummælin hafa verið harðlega gagnrýnd. Finnst þér eins og þetta skapi sundrungu í ríkisstjórninni? „Ég held að það sé best að Áslaug svari fyrir sín ummæli sjálf. Ég ítreka bara það sem ég segi: Stjórnmálafólk sem vill láta taka sig alvarlega það vandar sig í því hvernig það ræðir um samstarfsfólk sitt,“ segir Katrín. Stendur þú með Svandísi í þessu máli? „Að sjálfsögðu stend ég með Svandísi. Stóra málið í þessu er, eins og ég hef þegar sagt, að fólk þarf að vanda sig í því sem það setur fram. Það snýst ekki um það að fólk fari í málefnalegan ágreining, því að það er eðlilegt að fólk ræði þau mál. Það er eðlilegt að við gerum þá kröfu til fólk sem vill telja sig vera forystufólk í íslenskum stjórnmálum, að það vandi sig í sínum málflutningi.“ Var þetta rætt á ríkisstjórnarfundi í dag? „Áslaug Arna ræddi við mig eftir fundinn,“ segir Katrín. Fyrir fund sagði hún að hún sæi ekki eftir neinu. Finnst þér ummæli eins og þessi vera viðeigandi fyrir ráðherra í ríkisstjórn? „Nú var ég ekki á staðnum þegar þessi ræða var flutt, en út frá fréttaflutningi þá held ég að það hafi komið algerlega skýrt fram að mér finnst þetta ekki til fyrirmyndar og svona gerir maður ekki.,“ segir Katrín.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Svandís ósátt en Áslaug sér ekki eftir neinu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sér ekki eftir ræðu sinni á Degi Sjávarútvegsins þar sem hún skaut á samráðherra sinn Svandísi Svavarsdóttur. Hún segist búin að ræða við samráðherra sinn sem hafi ekki verið sátt. Ræðan hafi fjallað um nýsköpun. 6. október 2023 11:23 Varpaði mynd af Svandísi á skjá og skaut föstum skotum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ávarpaði stjórnendur í sjávarútvegi í gær í Hörpu á Sjávarútvegsdaginn. Hún sagði freistandi að ræða málefni líðandi stundar og nefndi sérstaklega Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, en sagðist þess í stað ætla að ræða nýsköpun í sjávarútvegi. 5. október 2023 09:37 Ríkisstjórnin eins og hjón sem rífast úti á svölum Þingmaður Viðreisnar líkir ríkisstjórninni við óhamingjusöm hjón sem rífast úti á svölum svo allt hverfið heyri. Öll orka hennar fari í stjórnarheimiliserjur. 5. október 2023 17:56 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Svandís ósátt en Áslaug sér ekki eftir neinu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sér ekki eftir ræðu sinni á Degi Sjávarútvegsins þar sem hún skaut á samráðherra sinn Svandísi Svavarsdóttur. Hún segist búin að ræða við samráðherra sinn sem hafi ekki verið sátt. Ræðan hafi fjallað um nýsköpun. 6. október 2023 11:23
Varpaði mynd af Svandísi á skjá og skaut föstum skotum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ávarpaði stjórnendur í sjávarútvegi í gær í Hörpu á Sjávarútvegsdaginn. Hún sagði freistandi að ræða málefni líðandi stundar og nefndi sérstaklega Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, en sagðist þess í stað ætla að ræða nýsköpun í sjávarútvegi. 5. október 2023 09:37
Ríkisstjórnin eins og hjón sem rífast úti á svölum Þingmaður Viðreisnar líkir ríkisstjórninni við óhamingjusöm hjón sem rífast úti á svölum svo allt hverfið heyri. Öll orka hennar fari í stjórnarheimiliserjur. 5. október 2023 17:56
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent