„Ekki til fyrirmyndar og svona gerir maður ekki“ Atli Ísleifsson og Helena Rós Sturludóttir skrifa 6. október 2023 12:46 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Áslaugu Örnu hafa rætt við sig að loknum ríkisstjórnarfundi. Vísir/Ívar Fannar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að forystufólk í stjórnmálum og þeir sem vilji láta taka sig alvarlega sem stjórnmálamenn, eigi að vanda sig í því að tala um sitt samstarfsfólk bæði af virðingu og ábyrgð. Þetta sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi skömmu fyrir hádegi þegar hún var spurð um ræðu Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og vísindaráðherra, á Sjávarútvegsdeginum fyrr í vikunni þar sem hún skaut á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra. Katrín segist vera á því að ummæli Áslaugar Örnu hafi ekki verið til fyrirmyndar og „svona gerir maður ekki.“ Eins og Vísir greindi frá í gær ávarpaði Áslaug Arna stjórnendur í sjávarútvegi í fyrradag í Hörpu. Þar hélt ráðherrann ræðu um nýsköpun en sagði fyrst að það væri freistandi að ræða málefni líðandi stundar og sagði Svandísi Svavarsdóttur vera samnefnara regluverka og eftirlits á meðan mynd af henni var varpað upp á vegg. Forystufólk vandi sig Forsætisráðherra bendir á að hún hafi ekki verið á staðnum en hafi að sjálfsögðu lesið fréttir af atvikinu. „Ég vil bara segja það mjög einfaldlega: Fólk sem vill vera forystufólk í stjórnmálum, vill láta taka sig alvarlega sem stjórnmálamenn, það á að vanda sig í því að tala um sitt samstarfsfólk bæði af virðingu og ábyrgð,“ segir Katrín. Ummælin hafa verið harðlega gagnrýnd. Finnst þér eins og þetta skapi sundrungu í ríkisstjórninni? „Ég held að það sé best að Áslaug svari fyrir sín ummæli sjálf. Ég ítreka bara það sem ég segi: Stjórnmálafólk sem vill láta taka sig alvarlega það vandar sig í því hvernig það ræðir um samstarfsfólk sitt,“ segir Katrín. Stendur þú með Svandísi í þessu máli? „Að sjálfsögðu stend ég með Svandísi. Stóra málið í þessu er, eins og ég hef þegar sagt, að fólk þarf að vanda sig í því sem það setur fram. Það snýst ekki um það að fólk fari í málefnalegan ágreining, því að það er eðlilegt að fólk ræði þau mál. Það er eðlilegt að við gerum þá kröfu til fólk sem vill telja sig vera forystufólk í íslenskum stjórnmálum, að það vandi sig í sínum málflutningi.“ Var þetta rætt á ríkisstjórnarfundi í dag? „Áslaug Arna ræddi við mig eftir fundinn,“ segir Katrín. Fyrir fund sagði hún að hún sæi ekki eftir neinu. Finnst þér ummæli eins og þessi vera viðeigandi fyrir ráðherra í ríkisstjórn? „Nú var ég ekki á staðnum þegar þessi ræða var flutt, en út frá fréttaflutningi þá held ég að það hafi komið algerlega skýrt fram að mér finnst þetta ekki til fyrirmyndar og svona gerir maður ekki.,“ segir Katrín. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Svandís ósátt en Áslaug sér ekki eftir neinu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sér ekki eftir ræðu sinni á Degi Sjávarútvegsins þar sem hún skaut á samráðherra sinn Svandísi Svavarsdóttur. Hún segist búin að ræða við samráðherra sinn sem hafi ekki verið sátt. Ræðan hafi fjallað um nýsköpun. 6. október 2023 11:23 Varpaði mynd af Svandísi á skjá og skaut föstum skotum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ávarpaði stjórnendur í sjávarútvegi í gær í Hörpu á Sjávarútvegsdaginn. Hún sagði freistandi að ræða málefni líðandi stundar og nefndi sérstaklega Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, en sagðist þess í stað ætla að ræða nýsköpun í sjávarútvegi. 5. október 2023 09:37 Ríkisstjórnin eins og hjón sem rífast úti á svölum Þingmaður Viðreisnar líkir ríkisstjórninni við óhamingjusöm hjón sem rífast úti á svölum svo allt hverfið heyri. Öll orka hennar fari í stjórnarheimiliserjur. 5. október 2023 17:56 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Þetta sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi skömmu fyrir hádegi þegar hún var spurð um ræðu Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og vísindaráðherra, á Sjávarútvegsdeginum fyrr í vikunni þar sem hún skaut á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra. Katrín segist vera á því að ummæli Áslaugar Örnu hafi ekki verið til fyrirmyndar og „svona gerir maður ekki.“ Eins og Vísir greindi frá í gær ávarpaði Áslaug Arna stjórnendur í sjávarútvegi í fyrradag í Hörpu. Þar hélt ráðherrann ræðu um nýsköpun en sagði fyrst að það væri freistandi að ræða málefni líðandi stundar og sagði Svandísi Svavarsdóttur vera samnefnara regluverka og eftirlits á meðan mynd af henni var varpað upp á vegg. Forystufólk vandi sig Forsætisráðherra bendir á að hún hafi ekki verið á staðnum en hafi að sjálfsögðu lesið fréttir af atvikinu. „Ég vil bara segja það mjög einfaldlega: Fólk sem vill vera forystufólk í stjórnmálum, vill láta taka sig alvarlega sem stjórnmálamenn, það á að vanda sig í því að tala um sitt samstarfsfólk bæði af virðingu og ábyrgð,“ segir Katrín. Ummælin hafa verið harðlega gagnrýnd. Finnst þér eins og þetta skapi sundrungu í ríkisstjórninni? „Ég held að það sé best að Áslaug svari fyrir sín ummæli sjálf. Ég ítreka bara það sem ég segi: Stjórnmálafólk sem vill láta taka sig alvarlega það vandar sig í því hvernig það ræðir um samstarfsfólk sitt,“ segir Katrín. Stendur þú með Svandísi í þessu máli? „Að sjálfsögðu stend ég með Svandísi. Stóra málið í þessu er, eins og ég hef þegar sagt, að fólk þarf að vanda sig í því sem það setur fram. Það snýst ekki um það að fólk fari í málefnalegan ágreining, því að það er eðlilegt að fólk ræði þau mál. Það er eðlilegt að við gerum þá kröfu til fólk sem vill telja sig vera forystufólk í íslenskum stjórnmálum, að það vandi sig í sínum málflutningi.“ Var þetta rætt á ríkisstjórnarfundi í dag? „Áslaug Arna ræddi við mig eftir fundinn,“ segir Katrín. Fyrir fund sagði hún að hún sæi ekki eftir neinu. Finnst þér ummæli eins og þessi vera viðeigandi fyrir ráðherra í ríkisstjórn? „Nú var ég ekki á staðnum þegar þessi ræða var flutt, en út frá fréttaflutningi þá held ég að það hafi komið algerlega skýrt fram að mér finnst þetta ekki til fyrirmyndar og svona gerir maður ekki.,“ segir Katrín.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Svandís ósátt en Áslaug sér ekki eftir neinu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sér ekki eftir ræðu sinni á Degi Sjávarútvegsins þar sem hún skaut á samráðherra sinn Svandísi Svavarsdóttur. Hún segist búin að ræða við samráðherra sinn sem hafi ekki verið sátt. Ræðan hafi fjallað um nýsköpun. 6. október 2023 11:23 Varpaði mynd af Svandísi á skjá og skaut föstum skotum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ávarpaði stjórnendur í sjávarútvegi í gær í Hörpu á Sjávarútvegsdaginn. Hún sagði freistandi að ræða málefni líðandi stundar og nefndi sérstaklega Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, en sagðist þess í stað ætla að ræða nýsköpun í sjávarútvegi. 5. október 2023 09:37 Ríkisstjórnin eins og hjón sem rífast úti á svölum Þingmaður Viðreisnar líkir ríkisstjórninni við óhamingjusöm hjón sem rífast úti á svölum svo allt hverfið heyri. Öll orka hennar fari í stjórnarheimiliserjur. 5. október 2023 17:56 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Svandís ósátt en Áslaug sér ekki eftir neinu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sér ekki eftir ræðu sinni á Degi Sjávarútvegsins þar sem hún skaut á samráðherra sinn Svandísi Svavarsdóttur. Hún segist búin að ræða við samráðherra sinn sem hafi ekki verið sátt. Ræðan hafi fjallað um nýsköpun. 6. október 2023 11:23
Varpaði mynd af Svandísi á skjá og skaut föstum skotum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ávarpaði stjórnendur í sjávarútvegi í gær í Hörpu á Sjávarútvegsdaginn. Hún sagði freistandi að ræða málefni líðandi stundar og nefndi sérstaklega Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, en sagðist þess í stað ætla að ræða nýsköpun í sjávarútvegi. 5. október 2023 09:37
Ríkisstjórnin eins og hjón sem rífast úti á svölum Þingmaður Viðreisnar líkir ríkisstjórninni við óhamingjusöm hjón sem rífast úti á svölum svo allt hverfið heyri. Öll orka hennar fari í stjórnarheimiliserjur. 5. október 2023 17:56