Skilur mótmælin en segir málið ekki svart og hvítt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. október 2023 10:48 Gauti varð aðstoðarmaður Gunnars Braga Sveinssonar þáverandi utanríkisráðherra árið 2016. Hann var þá 22 ára. Hann var ráðinn framkvæmdastjóri Háafells í júní 2021. Stjórnarráðið Framkvæmdastjóri fiskeldisfyrirtækis á Vestfjörðum fagnar nýrri stefnu matvælaráðherra sem kveður á um aukið eftirlit og harðari reglur í lagareldi. Hann segist vel skilja þá sem stefna á mótmæli gegn sjókvíaeldi en minnir fólk á að málið sé ekki svart og hvítt. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti á miðvikudaginn fyrstu heildstæðu stefnuna um lagareldi og nær hún til ársins 2040. Eitt helsta markmið stefnunnar er að auka eftirlit með lagareldi og rannsóknir. „Við höfum lengi kallað eftir heildstæðari og skýrri stjórnsýslulöggjöf í kring um eldið. Þarna virðist vera að taka þau skref, sem við fögnum. Auðvitað eru þarna atriði sem þarf að fara vel yfir. En breiðari markmiðin um harðar kröfur eru mjög góð. Við styðjum það, þannig á þetta að vera. Þessi grein á að byggjast upp með vísindin að vopni og að vera í sátt við samfélag og umhverfi,“ segir Gauti Geirsson, framkvæmdastjóri fiskeldisfyrirtækisins Háafells sem er í eigu Hraðfrystihússins Gunnvarar á Ísafirði. Háafell hefur verið með fiskeldi í Ísafjarðardjúpi í rúm tuttugu ár. Þá eru settar harðar kröfur á rekstraraðila og segir meðal annars í stefnunni að afleiðingar stroks úr eldisstöðvum geti jafnvel haft bein áhrif á heimildir fyrirtækja. Auk þess er það lagt til að aðeins einn rekstraaðili geti haft starfsemi í hverjum firði. „Þetta er gott markmið og svo þurfum við bara að finna út úr því hvernig það er gert. En það er allra hagur að það sé gott skipulag og góður grunnur. Á þann eina hátt verður hægt að ná þessum metnaðarfullu markmiðum sem við erum að tala um.“ Boðað hefur verið til mótmæla gegn sjókvíaeldi á Austurvelli í dag. Sjö samtök standa að mótmælunum og segir í lýsingu mótmælanna einfaldlega nú eða aldrei fyrir villta laxastofninn. „Maður skilur auðvitað að það eru tilfinningar í þessu og við virðum það. Það sem er kannski mikilvægast er að ná einhverri skynsemi, að heimurinn sé ekki svartur eða hvítur, það er ekki allt eða ekkert. Það er hægt að finna einhvern milliveg, skynsamar lausnir og treysta á vísindin og okkar færustu sérfræðinga til að finna réttu leiðirnar til að gera þetta. Það er ekki allt eða ekkert. Við tökum að fullu undir að við eigum að passa og vernda villta laxinn,“ sagði Gauti Geirsson, framkvæmdastjóri fiskeldisfyrirtækisins Háafells. Sjókvíaeldi Sjávarútvegur Fiskeldi Tengdar fréttir Sjókvíaeldi mótmælt við Austurvöll á morgun Á morgun kl 15:00 verða mótmæli við Austurvöll þar sem sjókvíaeldi á laxi við landið verður mótmælt. 6. október 2023 10:33 Ef þið megið veiða og sleppa þá megum við setja tug milljóna norskra eldislaxa í ótryggar opnar sjókvíar út um allt land! Það er óhætt að segja að sjókvíaeldisiðnaðurinn á Íslandi hefur átt undir mikið högg að sækja undanfarið. Nýjasta mengunarslys norska sjókvíaeldisfyrirtækisins Artic Fish hefur haft skelfilegar afleiðingar í för með sér og í dag er með öllu óljóst hversu alvarlegar afleiðingarnar verða. Það mun koma í ljós við erfðafræðirannsóknir á komandi árum. 5. október 2023 16:00 „Gulrætur og svipur“ í nýjum ramma fyrir lagareldi Fyrsta heildstæða stefnan um sjókvíaeldi og annars konar eldi var birt í dag. Ráðherra segir greinina hafa vaxið umfram regluvert og það löngu tímabært að setja greinina í góðan ramma. 4. október 2023 21:00 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti á miðvikudaginn fyrstu heildstæðu stefnuna um lagareldi og nær hún til ársins 2040. Eitt helsta markmið stefnunnar er að auka eftirlit með lagareldi og rannsóknir. „Við höfum lengi kallað eftir heildstæðari og skýrri stjórnsýslulöggjöf í kring um eldið. Þarna virðist vera að taka þau skref, sem við fögnum. Auðvitað eru þarna atriði sem þarf að fara vel yfir. En breiðari markmiðin um harðar kröfur eru mjög góð. Við styðjum það, þannig á þetta að vera. Þessi grein á að byggjast upp með vísindin að vopni og að vera í sátt við samfélag og umhverfi,“ segir Gauti Geirsson, framkvæmdastjóri fiskeldisfyrirtækisins Háafells sem er í eigu Hraðfrystihússins Gunnvarar á Ísafirði. Háafell hefur verið með fiskeldi í Ísafjarðardjúpi í rúm tuttugu ár. Þá eru settar harðar kröfur á rekstraraðila og segir meðal annars í stefnunni að afleiðingar stroks úr eldisstöðvum geti jafnvel haft bein áhrif á heimildir fyrirtækja. Auk þess er það lagt til að aðeins einn rekstraaðili geti haft starfsemi í hverjum firði. „Þetta er gott markmið og svo þurfum við bara að finna út úr því hvernig það er gert. En það er allra hagur að það sé gott skipulag og góður grunnur. Á þann eina hátt verður hægt að ná þessum metnaðarfullu markmiðum sem við erum að tala um.“ Boðað hefur verið til mótmæla gegn sjókvíaeldi á Austurvelli í dag. Sjö samtök standa að mótmælunum og segir í lýsingu mótmælanna einfaldlega nú eða aldrei fyrir villta laxastofninn. „Maður skilur auðvitað að það eru tilfinningar í þessu og við virðum það. Það sem er kannski mikilvægast er að ná einhverri skynsemi, að heimurinn sé ekki svartur eða hvítur, það er ekki allt eða ekkert. Það er hægt að finna einhvern milliveg, skynsamar lausnir og treysta á vísindin og okkar færustu sérfræðinga til að finna réttu leiðirnar til að gera þetta. Það er ekki allt eða ekkert. Við tökum að fullu undir að við eigum að passa og vernda villta laxinn,“ sagði Gauti Geirsson, framkvæmdastjóri fiskeldisfyrirtækisins Háafells.
Sjókvíaeldi Sjávarútvegur Fiskeldi Tengdar fréttir Sjókvíaeldi mótmælt við Austurvöll á morgun Á morgun kl 15:00 verða mótmæli við Austurvöll þar sem sjókvíaeldi á laxi við landið verður mótmælt. 6. október 2023 10:33 Ef þið megið veiða og sleppa þá megum við setja tug milljóna norskra eldislaxa í ótryggar opnar sjókvíar út um allt land! Það er óhætt að segja að sjókvíaeldisiðnaðurinn á Íslandi hefur átt undir mikið högg að sækja undanfarið. Nýjasta mengunarslys norska sjókvíaeldisfyrirtækisins Artic Fish hefur haft skelfilegar afleiðingar í för með sér og í dag er með öllu óljóst hversu alvarlegar afleiðingarnar verða. Það mun koma í ljós við erfðafræðirannsóknir á komandi árum. 5. október 2023 16:00 „Gulrætur og svipur“ í nýjum ramma fyrir lagareldi Fyrsta heildstæða stefnan um sjókvíaeldi og annars konar eldi var birt í dag. Ráðherra segir greinina hafa vaxið umfram regluvert og það löngu tímabært að setja greinina í góðan ramma. 4. október 2023 21:00 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Sjókvíaeldi mótmælt við Austurvöll á morgun Á morgun kl 15:00 verða mótmæli við Austurvöll þar sem sjókvíaeldi á laxi við landið verður mótmælt. 6. október 2023 10:33
Ef þið megið veiða og sleppa þá megum við setja tug milljóna norskra eldislaxa í ótryggar opnar sjókvíar út um allt land! Það er óhætt að segja að sjókvíaeldisiðnaðurinn á Íslandi hefur átt undir mikið högg að sækja undanfarið. Nýjasta mengunarslys norska sjókvíaeldisfyrirtækisins Artic Fish hefur haft skelfilegar afleiðingar í för með sér og í dag er með öllu óljóst hversu alvarlegar afleiðingarnar verða. Það mun koma í ljós við erfðafræðirannsóknir á komandi árum. 5. október 2023 16:00
„Gulrætur og svipur“ í nýjum ramma fyrir lagareldi Fyrsta heildstæða stefnan um sjókvíaeldi og annars konar eldi var birt í dag. Ráðherra segir greinina hafa vaxið umfram regluvert og það löngu tímabært að setja greinina í góðan ramma. 4. október 2023 21:00