Útfararþjónusta fyrir raftæki Hildur Mist Friðjónsdóttir og Þorbjörg Sandra Bakke skrifa 5. október 2023 13:30 Margir kannast við það að eiga lager af raftækjum sem hafa dagað uppi í skúffum og skápum á heimilinu. Allt frá fótanuddtækjum til brauðvéla og sous vide tækja, að ógleymdum tölvum og símum. Þessi tæki eru góðar heimildir um tískubylgjur síðustu ára því eitt sinn voru þau vinsæl og eftirsótt en núna taka þau aðallega pláss á heimilinu. Raftæki eru orðin órjúfanlegur partur af lífi flestra en ekki allir vita að þessi tæki eru búin til úr sjaldgæfum og verðmætum málmum sem takmarkað er eftir af í heiminum. Raftækjaúrgangur er einnig sá straumur heimilisúrgangs sem vex hvað hraðast á heimsvísu og aðeins lítill hluti þessara tækja skilar sér til endurvinnslu. Mikilvægt er að bregðast við þessum áskorunum sem fyrst en hvað er hægt að gera? Hvernig er best að hvetja fólk til að koma gömlum og ónýtum raftækjum í réttan farveg í stað þess að geyma þau í skúffum og skápum? Hvernig er hægt að hvetja fólk og fyrirtæki til að fara með raftæki í viðgerð? Gætu nágrannar samnýtt raftæki? Hvernig er mögulegt að útfæra það? Má nýta gömul raftæki til einhverskonar listsköpunar? Er hægt að koma raftækjum sem fyrirtæki eru hætt að nota í áframhaldandi notkun annarsstaðar? Hvernig er hægt að stuðla að betri flokkun og endurvinnslu raftækja? Er gerlegt að finna lausnir á ofangreindum vandamálum eða þarf jafnvel að koma á fót útfararþjónustu fyrir raftæki*? Þessar áskoranir og fleiri verða teknar fyrir á Tækjaþoni – tveggja daga hugmyndasamkeppni um lausnir gegn raftækjasóun sem haldin verður dagana 13. og 14. október. Viðburðurinn er opinn öllum, það er frítt inn, veitingar í boði og vegleg verðlaun fyrir hugmyndina sem hreppir fyrsta sætið. Komdu á Tækjaþon og skapaðu lausnir gegn raftækjasóun. Skráning er nauðsynleg og fer fram á samangegnsoun.is. Tækjaþon er samstarfsverkefni Saman gegn sóun, Sorpu, Úrvinnslusjóðs, Tækniskólans og fleiri aðila. *Útfararþjónusta fyrir raftæki er ein af óteljandi hugmyndum sem kom fram á hagsmunaaðilafundi um raftæki sem fór fram í maí síðastliðnum. Höfundar eru Hildur Mist Friðjónsdóttir sérfræðingur á sviði loftslags og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun og Þorbjörg Sandra Bakke teymisstjóri á sviði loftslags og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Sorpa Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Sjá meira
Margir kannast við það að eiga lager af raftækjum sem hafa dagað uppi í skúffum og skápum á heimilinu. Allt frá fótanuddtækjum til brauðvéla og sous vide tækja, að ógleymdum tölvum og símum. Þessi tæki eru góðar heimildir um tískubylgjur síðustu ára því eitt sinn voru þau vinsæl og eftirsótt en núna taka þau aðallega pláss á heimilinu. Raftæki eru orðin órjúfanlegur partur af lífi flestra en ekki allir vita að þessi tæki eru búin til úr sjaldgæfum og verðmætum málmum sem takmarkað er eftir af í heiminum. Raftækjaúrgangur er einnig sá straumur heimilisúrgangs sem vex hvað hraðast á heimsvísu og aðeins lítill hluti þessara tækja skilar sér til endurvinnslu. Mikilvægt er að bregðast við þessum áskorunum sem fyrst en hvað er hægt að gera? Hvernig er best að hvetja fólk til að koma gömlum og ónýtum raftækjum í réttan farveg í stað þess að geyma þau í skúffum og skápum? Hvernig er hægt að hvetja fólk og fyrirtæki til að fara með raftæki í viðgerð? Gætu nágrannar samnýtt raftæki? Hvernig er mögulegt að útfæra það? Má nýta gömul raftæki til einhverskonar listsköpunar? Er hægt að koma raftækjum sem fyrirtæki eru hætt að nota í áframhaldandi notkun annarsstaðar? Hvernig er hægt að stuðla að betri flokkun og endurvinnslu raftækja? Er gerlegt að finna lausnir á ofangreindum vandamálum eða þarf jafnvel að koma á fót útfararþjónustu fyrir raftæki*? Þessar áskoranir og fleiri verða teknar fyrir á Tækjaþoni – tveggja daga hugmyndasamkeppni um lausnir gegn raftækjasóun sem haldin verður dagana 13. og 14. október. Viðburðurinn er opinn öllum, það er frítt inn, veitingar í boði og vegleg verðlaun fyrir hugmyndina sem hreppir fyrsta sætið. Komdu á Tækjaþon og skapaðu lausnir gegn raftækjasóun. Skráning er nauðsynleg og fer fram á samangegnsoun.is. Tækjaþon er samstarfsverkefni Saman gegn sóun, Sorpu, Úrvinnslusjóðs, Tækniskólans og fleiri aðila. *Útfararþjónusta fyrir raftæki er ein af óteljandi hugmyndum sem kom fram á hagsmunaaðilafundi um raftæki sem fór fram í maí síðastliðnum. Höfundar eru Hildur Mist Friðjónsdóttir sérfræðingur á sviði loftslags og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun og Þorbjörg Sandra Bakke teymisstjóri á sviði loftslags og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar