Kínverjar ritskoðuðu saklausa íþróttamynd af Asíuleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2023 10:32 Kínversku grindahlaupararnir Lin Yuwei og Wu Yanni faðmast eftir úrslitin í 100 metra grindahlaupi á Asíuleikunum. AP/Vincent Thian Íþróttakonurnar Lin Yuwei og Wu Yanni föðmuðust sakleysislega eftir 100 metra grindahlaup á Asíuleikunum en myndin af faðmlaginu er bönnuð í Kína. Yuwei og Yanni eru tvær af bestu grindahlaupurum Kína og voru þarna að keppa í úrslitum í greininni en Asíuleikarnir eru í gangi í Hangzhou í Kína. Hér má sjá þessa mynd.@sportbladet Sú fyrrnefnda vann gullið en sú síðarnefnda var seinna dæmd úr leik fyrir þjófstart. En aftur að ritskoðun kínverskra yfirvalda og ástæðunni fyrir að þessi sakleysislega mynd var bönnuð. Myndin kom fyrst inn á kínverska miðla en þeim var síðan skipað að taka hana út. Ástæðan er að þegar þær föðmuðust þá sáust greinilega tölurnar 6 og 4. Þær tölur tengjast beint mótmælunum á Torgi hins himneska friðar 4. júní 1989. Þetta voru stúdentamótmæli sem áttu sér stað í Peking sem voru kæfð niður eftir að Li Peng forsætisráðherra alþýðulýðveldisins lýsti yfir herlögum. Kínverskir hermenn vopnaðir sjálfvirkum rifflum og skriðdrekum skutu á mótmælendur sem reyndu að loka leið þeirra á Torg hins himneska friðar í hinum svokölluðu Tianamen-fjöldamorðum. Talið að um þrjú þúsund stúdentar hafi verið drepnir á torginu. Kínversk yfirvöld hafa síðan reynt að þurrka atburðinn út úr sögunni og allt tengt mótmælunum á Torgi hins himneska friðar er ritskoðað. Þar á meðal svona saklaus mynd. Frjálsar íþróttir Kína Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Sjá meira
Yuwei og Yanni eru tvær af bestu grindahlaupurum Kína og voru þarna að keppa í úrslitum í greininni en Asíuleikarnir eru í gangi í Hangzhou í Kína. Hér má sjá þessa mynd.@sportbladet Sú fyrrnefnda vann gullið en sú síðarnefnda var seinna dæmd úr leik fyrir þjófstart. En aftur að ritskoðun kínverskra yfirvalda og ástæðunni fyrir að þessi sakleysislega mynd var bönnuð. Myndin kom fyrst inn á kínverska miðla en þeim var síðan skipað að taka hana út. Ástæðan er að þegar þær föðmuðust þá sáust greinilega tölurnar 6 og 4. Þær tölur tengjast beint mótmælunum á Torgi hins himneska friðar 4. júní 1989. Þetta voru stúdentamótmæli sem áttu sér stað í Peking sem voru kæfð niður eftir að Li Peng forsætisráðherra alþýðulýðveldisins lýsti yfir herlögum. Kínverskir hermenn vopnaðir sjálfvirkum rifflum og skriðdrekum skutu á mótmælendur sem reyndu að loka leið þeirra á Torg hins himneska friðar í hinum svokölluðu Tianamen-fjöldamorðum. Talið að um þrjú þúsund stúdentar hafi verið drepnir á torginu. Kínversk yfirvöld hafa síðan reynt að þurrka atburðinn út úr sögunni og allt tengt mótmælunum á Torgi hins himneska friðar er ritskoðað. Þar á meðal svona saklaus mynd.
Frjálsar íþróttir Kína Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Sjá meira