Milljarðar í óþarfa kostnað fyrir neytendur Lovísa Arnardóttir skrifar 3. október 2023 13:07 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, gagnrýnir gífurlegan hagnað bankanna. Vísir/Sigurjón Tryggja þarf aukið eftirlit á bankamarkaði til að tryggja aukna samkeppni. Þetta kom fram í morgun á málþingi um nýútkomna skýrslu um gjaldtöku og arðsemi bankanna. Formaður Neytendasamtakanna segir innlenda greiðslumiðlun mikilvæga í þessu tilliti. Tryggja þarf betra eftirlit, meiri samkeppni og koma á innlendri greiðslumiðlun. Þetta er meðal niðurstaðna af málþingi sem fór fram í morgun um nýútkomna skýrslu um gjaldtöku og arðsemi bankanna sem haldin var af ASÍ, BSRB, BHM og Neytendasamtökunum. Þar var farið sérstaklega yfir stöðu neytenda á íslenskum fjármálamarkaði, staðan borin saman við löndin í kringum okkur og hvernig megi auka gagnsæi, samkeppni og aðhald. „Aðalniðurstaðan á þessu málþingi var eiginlega sú að skýrslan sýnir svart á hvítu að afkoma bankanna hefur batnað verulega undanfarin ár vegna hagræðingar og minni rekstrarkostnaðar en það hefur ekki skilað sér til neytenda í lægri vöxtum,“ segir Breki en í erindi sínu á málþinginu bar hann saman vexti á Íslandi og Færeyjum. Íslendingar borga meira „Ég tók þarna saman í samkeppnisleik sem ég kallaði Frúna í Þórshöfn þar sem ég bar saman vexti á Íslandi og vexti í Færeyjum. Færeyingar eru að borga um fimm prósenta vexti af sínum húsnæðislánum en við erum að borga tæplega 11 prósent,“ segir Breki og að það þýði að meðalheimili skuldi 20 milljónir og að Íslendingar borgi einni milljón meira en „færeyska húsfrúin“. „Það er eitthvað sem við getum ekki búið við. Því fyrir utan þessa milljón hefur þetta áhrif út í verðlag. Fyrirtæki eru að greiða líka þessa himinháu vexti og það skilar sér inn í verðlagið.“ Bullgjöldin þrettán milljarðar á ári Annar stofnenda Indó fór yfir það í sínu erindi á málþingi sem hann vill kalla „bullgjöld“ sem eru færslugjöld, gjaldeyrisgjöld, árgjöld korta og annað slíkt. Samanlagt sagði hann Íslendinga greiða um þrettán milljarða á ári í slík gjöld. „Bæði er það álag ofan á gjaldeyri sem við kaupum og álag vegna greiðslukorta, sama hvort það debet eða kreditkorta, sem við erum að greiða í það sem nefnt var óþarft.“ Átta milljarðar í óþarfa kostnað Spurður hvað sé næsta skref segir Breki mikilvægt í þessu tilliti að innlend greiðslumiðlun verði sett á stofn. Ráðherra viðskiptamála, Lilja D. Alfreðsdóttir, sagði á fundinum að á þingmálaskrá væri slíkt frumvarp á vegum forsætisráðherra. „Við sjáum að greiðslumiðlun er að taka til sín um sex til átta milljarða á ári í óþarfa kostnað. Það er eitthvað sem hægt er að lækka. Ef það var einhver sameiginlega niðurstaða málþinginu er það að koma á þessari innlendu greiðslumiðlun. Eins og stendur eru tvær erlendar greiðslumiðlanir á Íslandi sem Breki segir að geti skapað hættu og óöryggi fyrir Íslendinga. „Í rauninni, þegar við borgum með greiðslukortunum okkar fara peningarnir okkar í ferð til útlanda áður en þeir enda á þeim stað sem við erum að greiða þá,“ segir Breki og að það sé ekki bara aukinn kostnaður sem fylgi þessu. „Það hafa áður verið sett á okkur hryðjuverkalög og ef það yrði gert aftur þá myndu að öllum líkindum allar greiðslur sem inntar eru af hendi með kortum stöðvaðar. Það getum við ekki búið við.“ Spurður hvort að íslenskir neytendur þurfi að fylgjast betur með segir Breki það í raun mjög erfitt fyrir þá. „Við erum ofseld þessu kerfi og þess vegna þurfum við að veita því aðhald og stjórnvöldum sömuleiðis, og bönkunum.“ „Það eru lægri vextir annars staða og það er ekkert sem segir að þeir geti ekki verið það hér líka og við þurfum að róa að því öllum árum.“ Hann segir fundinn hafa verið afar gagnlegan. Það hafi verið ánægjulegt að sjá fulltrúa skýrslunnar ræða hana og gesti líka. „Þarna er eitthvað sem snertir okkur öll djúpt og sérstaklega núna þegar dýrtíðin er farin að herja á okkur á öllum krafti.“ Fjölbreyttir fyrirlesarar fluttu erindi á málþinginu eins og ráðherra, forstjóri Samkeppniseftirlits og starfsfólk Seðlabankans og Neytendastofu. Hægt er að horfa á upptöku af fundinum í fréttinni hér að neðan. Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Neytendur ASÍ Samkeppnismál Greiðslumiðlun Tengdar fréttir Væntir þess að bankastjórar láti neytendur njóta hagræðingar Verðskrár viðskiptabankanna eru flóknar og ógagnsæjar og stofna ætti vefsíðu þar sem neytendur geta gert verðsamanburð. Þetta er meðal þess sem starfshópur um greiningu og arðsemi íslensku bankanna leggur til í nýrri skýrslu. 29. ágúst 2023 22:31 „Okkur finnst þetta koma ágætlega út fyrir íslenskt bankakerfi“ Bankastjóri Landsbankans segir nýútkomna skýrslu menningar- og viðskiptaráðherra um viðskiptabankana koma ágætlega út fyrir íslenskt bankakerfi. 30. ágúst 2023 12:13 Hafi hagnast um hundrað milljónir dala á haugalygi Saksóknari í New York í Bandaríkjunum sagði við upphaf réttarhalda yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að hann hefði hagnast um ríflega hundrað milljónir Bandaríkjadala með því að ljúga til um verðmæti eignasafns síns. 2. október 2023 21:54 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Tryggja þarf betra eftirlit, meiri samkeppni og koma á innlendri greiðslumiðlun. Þetta er meðal niðurstaðna af málþingi sem fór fram í morgun um nýútkomna skýrslu um gjaldtöku og arðsemi bankanna sem haldin var af ASÍ, BSRB, BHM og Neytendasamtökunum. Þar var farið sérstaklega yfir stöðu neytenda á íslenskum fjármálamarkaði, staðan borin saman við löndin í kringum okkur og hvernig megi auka gagnsæi, samkeppni og aðhald. „Aðalniðurstaðan á þessu málþingi var eiginlega sú að skýrslan sýnir svart á hvítu að afkoma bankanna hefur batnað verulega undanfarin ár vegna hagræðingar og minni rekstrarkostnaðar en það hefur ekki skilað sér til neytenda í lægri vöxtum,“ segir Breki en í erindi sínu á málþinginu bar hann saman vexti á Íslandi og Færeyjum. Íslendingar borga meira „Ég tók þarna saman í samkeppnisleik sem ég kallaði Frúna í Þórshöfn þar sem ég bar saman vexti á Íslandi og vexti í Færeyjum. Færeyingar eru að borga um fimm prósenta vexti af sínum húsnæðislánum en við erum að borga tæplega 11 prósent,“ segir Breki og að það þýði að meðalheimili skuldi 20 milljónir og að Íslendingar borgi einni milljón meira en „færeyska húsfrúin“. „Það er eitthvað sem við getum ekki búið við. Því fyrir utan þessa milljón hefur þetta áhrif út í verðlag. Fyrirtæki eru að greiða líka þessa himinháu vexti og það skilar sér inn í verðlagið.“ Bullgjöldin þrettán milljarðar á ári Annar stofnenda Indó fór yfir það í sínu erindi á málþingi sem hann vill kalla „bullgjöld“ sem eru færslugjöld, gjaldeyrisgjöld, árgjöld korta og annað slíkt. Samanlagt sagði hann Íslendinga greiða um þrettán milljarða á ári í slík gjöld. „Bæði er það álag ofan á gjaldeyri sem við kaupum og álag vegna greiðslukorta, sama hvort það debet eða kreditkorta, sem við erum að greiða í það sem nefnt var óþarft.“ Átta milljarðar í óþarfa kostnað Spurður hvað sé næsta skref segir Breki mikilvægt í þessu tilliti að innlend greiðslumiðlun verði sett á stofn. Ráðherra viðskiptamála, Lilja D. Alfreðsdóttir, sagði á fundinum að á þingmálaskrá væri slíkt frumvarp á vegum forsætisráðherra. „Við sjáum að greiðslumiðlun er að taka til sín um sex til átta milljarða á ári í óþarfa kostnað. Það er eitthvað sem hægt er að lækka. Ef það var einhver sameiginlega niðurstaða málþinginu er það að koma á þessari innlendu greiðslumiðlun. Eins og stendur eru tvær erlendar greiðslumiðlanir á Íslandi sem Breki segir að geti skapað hættu og óöryggi fyrir Íslendinga. „Í rauninni, þegar við borgum með greiðslukortunum okkar fara peningarnir okkar í ferð til útlanda áður en þeir enda á þeim stað sem við erum að greiða þá,“ segir Breki og að það sé ekki bara aukinn kostnaður sem fylgi þessu. „Það hafa áður verið sett á okkur hryðjuverkalög og ef það yrði gert aftur þá myndu að öllum líkindum allar greiðslur sem inntar eru af hendi með kortum stöðvaðar. Það getum við ekki búið við.“ Spurður hvort að íslenskir neytendur þurfi að fylgjast betur með segir Breki það í raun mjög erfitt fyrir þá. „Við erum ofseld þessu kerfi og þess vegna þurfum við að veita því aðhald og stjórnvöldum sömuleiðis, og bönkunum.“ „Það eru lægri vextir annars staða og það er ekkert sem segir að þeir geti ekki verið það hér líka og við þurfum að róa að því öllum árum.“ Hann segir fundinn hafa verið afar gagnlegan. Það hafi verið ánægjulegt að sjá fulltrúa skýrslunnar ræða hana og gesti líka. „Þarna er eitthvað sem snertir okkur öll djúpt og sérstaklega núna þegar dýrtíðin er farin að herja á okkur á öllum krafti.“ Fjölbreyttir fyrirlesarar fluttu erindi á málþinginu eins og ráðherra, forstjóri Samkeppniseftirlits og starfsfólk Seðlabankans og Neytendastofu. Hægt er að horfa á upptöku af fundinum í fréttinni hér að neðan.
Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Neytendur ASÍ Samkeppnismál Greiðslumiðlun Tengdar fréttir Væntir þess að bankastjórar láti neytendur njóta hagræðingar Verðskrár viðskiptabankanna eru flóknar og ógagnsæjar og stofna ætti vefsíðu þar sem neytendur geta gert verðsamanburð. Þetta er meðal þess sem starfshópur um greiningu og arðsemi íslensku bankanna leggur til í nýrri skýrslu. 29. ágúst 2023 22:31 „Okkur finnst þetta koma ágætlega út fyrir íslenskt bankakerfi“ Bankastjóri Landsbankans segir nýútkomna skýrslu menningar- og viðskiptaráðherra um viðskiptabankana koma ágætlega út fyrir íslenskt bankakerfi. 30. ágúst 2023 12:13 Hafi hagnast um hundrað milljónir dala á haugalygi Saksóknari í New York í Bandaríkjunum sagði við upphaf réttarhalda yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að hann hefði hagnast um ríflega hundrað milljónir Bandaríkjadala með því að ljúga til um verðmæti eignasafns síns. 2. október 2023 21:54 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Fjögur skip hefja leit að loðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Væntir þess að bankastjórar láti neytendur njóta hagræðingar Verðskrár viðskiptabankanna eru flóknar og ógagnsæjar og stofna ætti vefsíðu þar sem neytendur geta gert verðsamanburð. Þetta er meðal þess sem starfshópur um greiningu og arðsemi íslensku bankanna leggur til í nýrri skýrslu. 29. ágúst 2023 22:31
„Okkur finnst þetta koma ágætlega út fyrir íslenskt bankakerfi“ Bankastjóri Landsbankans segir nýútkomna skýrslu menningar- og viðskiptaráðherra um viðskiptabankana koma ágætlega út fyrir íslenskt bankakerfi. 30. ágúst 2023 12:13
Hafi hagnast um hundrað milljónir dala á haugalygi Saksóknari í New York í Bandaríkjunum sagði við upphaf réttarhalda yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að hann hefði hagnast um ríflega hundrað milljónir Bandaríkjadala með því að ljúga til um verðmæti eignasafns síns. 2. október 2023 21:54