Bændur gefast upp eða draga saman seglin Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. október 2023 11:59 Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, hefur miklar áhyggjur af afkomuvanda í landbúnaði. Stöð 2/Ívar Fannar Framleiðsla á lambakjöti hefur dregist saman um tæpan fimmtung á síðustu fimm árum. Formaður Bændasamtaka Íslands segir sauðfjárbændum hafa fækkað og að þeir sem eftir standa séu að draga saman í framleiðslunni vegna afkomuvanda. Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar dróst heildarframleiðsla á kjöti í ágúst saman um sex prósent á milli ára. Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtakanna segir samdráttinn samfelldan þegar litið er til lengra tímabils og þar vegur þungt erfið staða í sauðfjárrækt en framleiðsla á lambakjöti hefur dregist saman um sautján prósent á síðustu fimm árum. Gunnar segir bændum hafa fækkað - og að þeir sem hafi ekki gefist upp hafi dregið saman seglin. „Þetta er bara gríðarleg barátta og við höfum ítrekað rætt þetta við samninganefnd ríkisins við endurskoðun á búvörusamningum sem við erum með í vinnslu þessa dagana,“ segir Gunnar. Í nýrri kröfugerð Bændasamtakanna í viðræðunum segir að allir kostnaðarliðir hafi hækkað; líkt og áburður, rúlluplast, og fóður auk þess sem fjármagnskostnaður hafi aukist verulega. Aðalkrafa Bændasamtakanna er að komið verði til móts við afkomubrest bænda afturvirkt frá 1. janúar og út samningastímann, eða til ársins 2026. Í kröfugerðinni segir að það vanti samanlagt um tólf milljarða í ýmsar búgreinar. Samkvæmt Hagstofu Íslands fór auðfjárslátrun hægt af stað í ár. Aðeins var slátrað 611 gripum samanborið við 2.158 í ágúst í fyrra.Vísir/Vilhelm „Ef við ætlum að hafa landbúnað og framleiða eigin vörur þurfum við að styðja betur við þessa framleiðslu. Svo er gríðarlega mikilvægt að ríkisvaldið skoði í innflutningslegu tilliti að þær vörur standist sömu kröfur og gerðar eru til íslensks lanbúnaðar. Það virðist ekki skipta neinu máli hvernig þetta er framleitt í útlöndum en hér heima þurfum við að standa okkar plikt.“ Gunnar vonar að viðræður um endurskoðun samningsins klárist fyrir áramót en segir að hljóðið í samninganefndinni hafi verið nokkuð þungt. Landbúnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Matvælaframleiðsla Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Fleiri fréttir Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða Sjá meira
Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar dróst heildarframleiðsla á kjöti í ágúst saman um sex prósent á milli ára. Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtakanna segir samdráttinn samfelldan þegar litið er til lengra tímabils og þar vegur þungt erfið staða í sauðfjárrækt en framleiðsla á lambakjöti hefur dregist saman um sautján prósent á síðustu fimm árum. Gunnar segir bændum hafa fækkað - og að þeir sem hafi ekki gefist upp hafi dregið saman seglin. „Þetta er bara gríðarleg barátta og við höfum ítrekað rætt þetta við samninganefnd ríkisins við endurskoðun á búvörusamningum sem við erum með í vinnslu þessa dagana,“ segir Gunnar. Í nýrri kröfugerð Bændasamtakanna í viðræðunum segir að allir kostnaðarliðir hafi hækkað; líkt og áburður, rúlluplast, og fóður auk þess sem fjármagnskostnaður hafi aukist verulega. Aðalkrafa Bændasamtakanna er að komið verði til móts við afkomubrest bænda afturvirkt frá 1. janúar og út samningastímann, eða til ársins 2026. Í kröfugerðinni segir að það vanti samanlagt um tólf milljarða í ýmsar búgreinar. Samkvæmt Hagstofu Íslands fór auðfjárslátrun hægt af stað í ár. Aðeins var slátrað 611 gripum samanborið við 2.158 í ágúst í fyrra.Vísir/Vilhelm „Ef við ætlum að hafa landbúnað og framleiða eigin vörur þurfum við að styðja betur við þessa framleiðslu. Svo er gríðarlega mikilvægt að ríkisvaldið skoði í innflutningslegu tilliti að þær vörur standist sömu kröfur og gerðar eru til íslensks lanbúnaðar. Það virðist ekki skipta neinu máli hvernig þetta er framleitt í útlöndum en hér heima þurfum við að standa okkar plikt.“ Gunnar vonar að viðræður um endurskoðun samningsins klárist fyrir áramót en segir að hljóðið í samninganefndinni hafi verið nokkuð þungt.
Landbúnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Matvælaframleiðsla Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Fleiri fréttir Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða Sjá meira