Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Árni Sæberg skrifar 8. október 2025 15:54 Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm í málinu í dag. Vísir/Vilhelm Sjötugur karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að draga sér fjörutíu milljónir króna úr dánarbúi móður sinnar. Hann lagði meðal annars fimm milljónir króna inn á dóttur sína af reikningi búsins. Í ákæru Héraðssaksóknara á hendur manninum segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir fjárdrátt, en til vara umboðssvik, með því að hafa misnotað aðstöðu sína sem umboðsmaður erfingja í einkaskiptum á dánarbúi móður sinnar. Móðirin lést árið 2018 Hann hafi dregið sér í sjö tilvikum og notað heimildarlaust, í eigin þágu og annarra, fjármuni af bankareikningi dánarbúsins, samtals 40,3 milljónir króna, með reiðufjárúttektum og millifærslum. Móðir hans hafi látist í desember árið 2018 og Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hafi verið tilkynnt um andlátið með tilkynningu í janúar 2019. Sýslumaður hafi veitt erfingjum leyfi til einkaskipta með bréfi dagsettu í maí sama ár. Umboðsmaður erfingja hafi verið maðurinn. Dánarbúið hafi samkvæmt kröfu sýslumanns verið tekið til opinberra skipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavikur í janúar 2022. Lagði inn á dóttur sína Þá hafi hann verið ákærður fyrir peningaþvætti með því að nýta sér eða öðrum og ráðstafa ávinningi af brotum sem honum var gefin að sök samkvæmt fyrsta lið ákærunnar. Það hafi hann gert með því að leggja fimm milljónir króna inn á reikning dóttur sinnar og að hafa millifært fjórtán milljónir króna af eigin reikningi yfir á annan eigin reikning. Játaði skýlaust Í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp í dag, segir að maðurinn hafi mætt fyrir dóm í fyrradag og játað háttsemi sína skýlaust og krafist vægustu refsingar sem lög leyfa. Með játningu hans teljist sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir. Hann hafi ekki áður orðið uppvís að refsiverðri háttsemi. Litið yrði til þessa við ákvörðun refsingar, til greiðrar játningar hans fyrir dómi og þess að langt sé um liðið frá því brotin voru framin. Á hinn bóginn verði ekki fram hjá því horft að hann dró sér verulegar fjárhæðir úr dánarbúi móður sinnar á kostnað annarra erfingja. Refsing hans sé hæfilega metin sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá skulu hann greiða þóknun lögmanns síns, eina milljón króna. Dómsmál Efnahagsbrot Fjölskyldumál Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Sjá meira
Í ákæru Héraðssaksóknara á hendur manninum segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir fjárdrátt, en til vara umboðssvik, með því að hafa misnotað aðstöðu sína sem umboðsmaður erfingja í einkaskiptum á dánarbúi móður sinnar. Móðirin lést árið 2018 Hann hafi dregið sér í sjö tilvikum og notað heimildarlaust, í eigin þágu og annarra, fjármuni af bankareikningi dánarbúsins, samtals 40,3 milljónir króna, með reiðufjárúttektum og millifærslum. Móðir hans hafi látist í desember árið 2018 og Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hafi verið tilkynnt um andlátið með tilkynningu í janúar 2019. Sýslumaður hafi veitt erfingjum leyfi til einkaskipta með bréfi dagsettu í maí sama ár. Umboðsmaður erfingja hafi verið maðurinn. Dánarbúið hafi samkvæmt kröfu sýslumanns verið tekið til opinberra skipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavikur í janúar 2022. Lagði inn á dóttur sína Þá hafi hann verið ákærður fyrir peningaþvætti með því að nýta sér eða öðrum og ráðstafa ávinningi af brotum sem honum var gefin að sök samkvæmt fyrsta lið ákærunnar. Það hafi hann gert með því að leggja fimm milljónir króna inn á reikning dóttur sinnar og að hafa millifært fjórtán milljónir króna af eigin reikningi yfir á annan eigin reikning. Játaði skýlaust Í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp í dag, segir að maðurinn hafi mætt fyrir dóm í fyrradag og játað háttsemi sína skýlaust og krafist vægustu refsingar sem lög leyfa. Með játningu hans teljist sannað að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem hann var ákærður fyrir. Hann hafi ekki áður orðið uppvís að refsiverðri háttsemi. Litið yrði til þessa við ákvörðun refsingar, til greiðrar játningar hans fyrir dómi og þess að langt sé um liðið frá því brotin voru framin. Á hinn bóginn verði ekki fram hjá því horft að hann dró sér verulegar fjárhæðir úr dánarbúi móður sinnar á kostnað annarra erfingja. Refsing hans sé hæfilega metin sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá skulu hann greiða þóknun lögmanns síns, eina milljón króna.
Dómsmál Efnahagsbrot Fjölskyldumál Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Sjá meira